Áhugaverð stúlka.

Gæti verið ánægjulegt að gefa henni camel sígarettustubb með súkkulaðidýfu.

Maður veit ekki hvaða smekk manneskjan hefur.


mbl.is Ungfrú alheimur hrifin af Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrissparandi sprotafyrirtæki.

Aðilar á Seyðisfirði hafa þegar sótt um leyfi til cannabisræktunar hjá lögregluyfirvöldum og öðrum sem um málið hafa með að gera.

Slíkar verksmiðjur þurfa að vera undir góðu eftirliti og gæði framleiðslu tryggð, svipað og um bruggun gildir, að sjálfsögðu.

Markaður fyrir framleiðsluna er einkum í Hollandi á leyfilegan neytendamarkað og til lyfjaframleiðenda.

Hugsanlegt er að aðrir aðilar sækist eftir því að kaupa marijuana, enda er nokkur umræða víða um lönd að leyfa þetta eiturlyf.

Menn greinir á um hvort við hér á landi eigum að heimila sölu þess, en gild rök fyrir því eru einkum þau að þá er hægt að halda neytendum við þetta tiltölulega skaðlitla eiturlyf.

Ég er persónulega ekki stuðningsmaður þess að gefa sölu á marijúana frjálsa, en afhending lyfjastofnanan samkvæmt læknisráði finnst mér ráðleg.

Ein besta poppsveit íslandssögunnar Þokkabót er upprunnin frá Seyðisfirði og sungu þeir eitt sitt besta lag um vinkonu sína, Maríu Jónu í möttlinum græna.  Ég var svo saklaus á þessum tíma að hélt að þeir væru að láta sig dreyma um venjulega stúlku fyrst þegar þetta lag varð vinsælt.

En nafnið á verksmiðjuna hér á Seyðisfirði, sem fær leyfi til framleiðslu á Hollandsmarkað er komið: Þokkabót.


mbl.is „Rétt að byrja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grein Friðriks.

Fyrrverandi bæjarfulltrúi hér í bæ ritaði góða grein í staðarblaðið okkar Frétta-Skjáinn nú í vikunni.

Hann ítrekaði þar til dæmis hugmynd sína um að gera reit til minningar um hús sem við Seyðfirðingar höfum misst í snjóflóðinu mikla undir Bjólfi.  Þetta er að mínu mati hugmynd sem er alltof góð til að vinna ekki með.

Hann var líka að benda á að sums staðar í bænum þarf að gera bragarbót í sambandi við umgengni og viðhald húsa og annarra mannvirkja.  Það er líka hárrétt hjá honum.

En í framhaldi af hans ábendingum, og það meira að segja beinu framhaldi, þá langar mig til að segja það hér, að vissulega mega íbúar okkar bæjar standa sig betur, sem og fyrirtæki, en að mínu viti er einn aðili sem enga afsökun hefur fyrir að gera ekki sitt í sambandi við umhirðu húsa sinna.

Það er hið opinbera. Því ber siðferðislega skylda til að skilja ekki eftir hús sem það hefur notað áratugum saman, eins og ljótan blett í okkar fagra bæ, eins og því miður fleiri en eitt dæmi er um.

Hið merka hús sem ÁTVR notaði og nefnt var af sumum "Austurríki" er skuggalegasta dæmið um þetta.

Hús sýsluskrifstofunnar við Bjólfsgötu, er hins vegar dæmi af hinum kantinum. Ríkið ákvað að leggja fjármuni í endurreisn þess og fyrir vikið er það hús sannkölluð bæjarprýði og jafnvel "tourist attraction".

aldan 1898


Þýðingarmikil ályktun!

Gott mál hjá þingmönnunum okkar.

Þessi göng eru brýn og þykir mörgum Fjarðarheiði vera erfiðasti fjallvegur landsins.  Þetta er eina tenging Seyðisfjarðar við Ísland og þar að auki er þessi vegur hluti af stofnvegakerfi Evrópu. T E R N eða Trans European Road Network.  


mbl.is Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG bundin í stjórnarandstöðu?

Svo gæti farið að VG hefði bundið sig í stjórnarandstöðu.

Þeir vilja ekki fara í ríkisstjórn með sjálfstæðisfloknum og eru einnig með ósveigjanlega afstöðu í evrópumálum.

Af hverju í ósköpunum vilja þeir ekki skoða hvaða kostir felast í Evrópusambandsaðild, eða nánara samstarfi við ESB?

Ég er ekki að skilja þetta.


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingaleikur símafélaganna.

Fyrir fáum fögum birtist grein um blekkingaleik símafélaganna í Morgunblaðinu.

Í greininni kemur fram að risarnir tveir á markaðinum, sem hafa yfirburðastöðu þar, gæta þess dyggilega að neytendur skilji ekki símareikninga sína.  Með reglulegu millibili eru keyrðar kröftugar vel unnar auglýsingaherferðir þeirra, þar sem tilteinni ímynd er haldið uppi, en verðskráin er ekki kynnt á heimasíðum þeirra. Ó nei.

Síðast þegar Síminn hækkaði verðskrá sína nam hækkunin 6%, en að auki hækkaði upphafsgjald þeirra sem eru með frelsi um 31%!

Síminn er nú nýverið búinn að hrinda af stað "Aðgerðaáætlun heimilanna".  Hún felst í 3 afar góðum sparnaðarleiðum sem þú getur valið úr. Ein leiðin er til dæmis sú að geta hringt "frítt" í 6 vini að eigin vali. Það kemur hins vegar ekki fram í auglýsingunni að þessi þjónustuleið kostar kr. 1.990 á mánuði.

Gull tilboð Vodafone var að hringja frítt í alla heimasíma og alla farsímum úr heimasímanum þínum gegn greiðslu á föstu gjaldi.  Fastagjaldið var kr. 3.390.- og svo þurftir þú einnig að vera með nettengingu hjá Vodafone og farsíma.  Þessi pakki gæti hentað einhverjum, en fáir nota heimasímann á þennan hátt í dag, og jafngildir þessi greiðsla 30 klst símatali í annan heimasíma.

Nýja stjarnan á símamarkaðinum Nova er vinsælt símafyrirtæki og býður viðskiptavinum sínum góð kjör.  En þar er fiskur undir steini.  Fyrirtækið rukkar viðskiptavini annarra símafyrirtækja ótæpilega þegar þeir hringja í Nova og hafa þeir svokölluð lúkningargjöld sín há.   Einnig rukkar Nova þá sem hringja í viðskiptavini Nova frá og með þeim tíma sem sími þeirra byrjar að hringja, þannig að ef Nova síminn svarar ekki strax er rétt að skella á sem fyrst, ef þú vilt ekki borga fyrir að hlusta á lagið sem heyrist, eins og um símtal sé að ræða.  Þetta eru að margra mati óeðlilegir viðskiptahættir.

Pakkaverð símafélaga sem bjóða net, heimasíma og farsíma eru nokkuð misdýr, að sögn greinarhöfundar.

Vodafone kostar 127.920.- á ári. Siminn kostar 147.840.- á ári og Tal kostar 88.560.- á ári.

Ég tel að neytendur á Íslandi eigi nú í dag að bera virðingu fyrir sjálfum sér.

Er ekki kominn tími til að hætta að versla við hagkvæmasta símafyrirtækið?  Hætta að láta samkeppnina snúast um leikara úr dagvaktinni í ferskum auglýsingum Vodafone og Símans.

 


Lækkum stýrivexti strax!

Björgun atvinnulífinu og heimilunum með lækkun stýrivaxta.

Keyrum þá niður um 0,5, þannig að þeir verði þá 17,5%.

Það er nýbúið að lækka stýrivextina í Bandaríkjunum í 0,5, þannig að þesi lækkun er í góðu samræmi við það.

En í alvöru.  Af hverju eru ekki vextir lækkaðir strax mun meira? Eru menn að bíða eftir stórfelldum landflótta?


Hann var kosinn í öðru kjördæmi!

Birkir Jón efstur norð-vestur

Birkir Jón Jónsson alþingismaður sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í norð-vesturkjördæmi. Hann fékk 505 atkvæði í fyrsta sætið. Höskuldur Þórhallsson fékk 647 í fyrsta til annað sætið. Huld Aðalbjarnardóttir varð í þriðja sæti með 509 atkvæði í fyrsta til þriðja sætið. Sigfús Karlsson fékk 304 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Rúmlega 900 greiddu atvæði í prófkjörinu

Ég hélt hann væri í norð austur.

Þá kaus ég hann ekki!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 134457

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband