Blessaði Guð Ísland?

Þegar Geir Haarde tilkynnti Íslandi Total hrun Íslenska efnahagskerfisins bað hann Guð að blessa Ísland.
Davíð Oddsson sem stjórnað hafði útrásinni og efnahagsmálum Íslands í áratugi, sagði þegar hann horfði fram á ástandið að staðan væri svo alvarleg að þjóðin og stjórnmálaflokkarnir þurftu að taka höndum saman allir sem einn til að forða þjóðargjaldþroti og sárri neyð í landinu.
Síðan hafa orðið stjórnarskipti og ýmislegt gengið á, en ekki hefur þjóðin náð samstöðu eða séð grunnlausnir sömu augum.
Oft finnst mér að núverandi ríkisstjórn sé gagnrýnd harkalega af stjórnarandstöðunni og öðrum, eins og að það sé meitiháttar skandall að þjóðin sé ekki komin yfir alla erfiðleika sem hrunið olli.
Guð hafi átt að blessa Ísland og þá væri bara allt í lagi.
Þeir sem aðhylltust þá stefnu sem leiddi okkur út í þessa erfiðleika, ættu fremur að endurskoða sinn hug, en reyna stöðugt að kenna núverandi ríkisstjórn að vera ekki í dag búinn að vinna úr þeirri stöðu sem við lentum í fyrir tveimur árum.
Ég held að Guð hafi blessað Ísland og Íslenska þjóð. Við höfum náð mörgum skrefum í þá átt að byggja upp samfélagið okkar á ný, þó enn vanti mikið upp á að almenningur endurheimti þau lífskjör sem voru og forsendur eru til að vera.
Stórlækkaðir vextir, minni skuldir ríkisins en búast mátti við, sterkara gengi, góð staða sjávarútvegs, ferðaþjónustu og stóriðju, þetta eru allt jákvæðir þættir sem bent hefur verið á. Velferðarkerfið hefur verið varið eftir föngum og hækkun skatta hefur ekki verið á kostnað hinna tekjulægstu.
Sem betur fer er ástandið í okkar þjóðfélagi í dag betra en búast mátti við þegar Geir mælti hin frægu orð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband