Blekkingaleikur símafélaganna.

Fyrir fáum fögum birtist grein um blekkingaleik símafélaganna í Morgunblaðinu.

Í greininni kemur fram að risarnir tveir á markaðinum, sem hafa yfirburðastöðu þar, gæta þess dyggilega að neytendur skilji ekki símareikninga sína.  Með reglulegu millibili eru keyrðar kröftugar vel unnar auglýsingaherferðir þeirra, þar sem tilteinni ímynd er haldið uppi, en verðskráin er ekki kynnt á heimasíðum þeirra. Ó nei.

Síðast þegar Síminn hækkaði verðskrá sína nam hækkunin 6%, en að auki hækkaði upphafsgjald þeirra sem eru með frelsi um 31%!

Síminn er nú nýverið búinn að hrinda af stað "Aðgerðaáætlun heimilanna".  Hún felst í 3 afar góðum sparnaðarleiðum sem þú getur valið úr. Ein leiðin er til dæmis sú að geta hringt "frítt" í 6 vini að eigin vali. Það kemur hins vegar ekki fram í auglýsingunni að þessi þjónustuleið kostar kr. 1.990 á mánuði.

Gull tilboð Vodafone var að hringja frítt í alla heimasíma og alla farsímum úr heimasímanum þínum gegn greiðslu á föstu gjaldi.  Fastagjaldið var kr. 3.390.- og svo þurftir þú einnig að vera með nettengingu hjá Vodafone og farsíma.  Þessi pakki gæti hentað einhverjum, en fáir nota heimasímann á þennan hátt í dag, og jafngildir þessi greiðsla 30 klst símatali í annan heimasíma.

Nýja stjarnan á símamarkaðinum Nova er vinsælt símafyrirtæki og býður viðskiptavinum sínum góð kjör.  En þar er fiskur undir steini.  Fyrirtækið rukkar viðskiptavini annarra símafyrirtækja ótæpilega þegar þeir hringja í Nova og hafa þeir svokölluð lúkningargjöld sín há.   Einnig rukkar Nova þá sem hringja í viðskiptavini Nova frá og með þeim tíma sem sími þeirra byrjar að hringja, þannig að ef Nova síminn svarar ekki strax er rétt að skella á sem fyrst, ef þú vilt ekki borga fyrir að hlusta á lagið sem heyrist, eins og um símtal sé að ræða.  Þetta eru að margra mati óeðlilegir viðskiptahættir.

Pakkaverð símafélaga sem bjóða net, heimasíma og farsíma eru nokkuð misdýr, að sögn greinarhöfundar.

Vodafone kostar 127.920.- á ári. Siminn kostar 147.840.- á ári og Tal kostar 88.560.- á ári.

Ég tel að neytendur á Íslandi eigi nú í dag að bera virðingu fyrir sjálfum sér.

Er ekki kominn tími til að hætta að versla við hagkvæmasta símafyrirtækið?  Hætta að láta samkeppnina snúast um leikara úr dagvaktinni í ferskum auglýsingum Vodafone og Símans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Síminn kostar mig ca 2000 kall á ári.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.3.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 134077

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband