VG bundin í stjórnarandstöðu?

Svo gæti farið að VG hefði bundið sig í stjórnarandstöðu.

Þeir vilja ekki fara í ríkisstjórn með sjálfstæðisfloknum og eru einnig með ósveigjanlega afstöðu í evrópumálum.

Af hverju í ósköpunum vilja þeir ekki skoða hvaða kostir felast í Evrópusambandsaðild, eða nánara samstarfi við ESB?

Ég er ekki að skilja þetta.


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Held þú sért að misskilja þetta með ESB - VG vill einfaldlega leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort taka eigi upp aðildarviðræður. Er hægt að biðja um eitthvað betra en lýðræði fólksins í þeim efnum?

Þór Jóhannesson, 22.3.2009 kl. 19:59

2 identicon

Jón, ég tek undir með síðasta ræðumanni. Það hefur margoft komið fram að VG vill láta þjóðina tala í þessu máli. Það er eins og sumir heyri bara og sjái það sem þeir vilja sjá þegar VG eru annars vegar og þá á ég við ýmsa aðila s.s. fjölmiðla.

Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:03

3 identicon

Þá vil ég bæta við að ég kýs glöð flokk sem lofar þjóðinni því að hann fer ekki í samstarf við sennilega helsta spillingarflokkinn, a.m.k. þann sem átti stærstan þátt í að búa til jarðveg fyrir spillingu og fjárglæfrastarfssemi sem óx í þvílíkum mæli að hún varð að lokum að kæfandi illgresi. Þess vegna tel ég að bæði þjóðinni og viðkomandi flokki sé það hollast að sjálfstæðisflokkurinn fari frá völdum. Við vitum það öll að of mikil völd of lengi eru engum holl.

Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:20

4 identicon

Jóhanna er Sjálfstæðisflokkurinn við völd? Nei því miður.

Axel (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Brýnasta verkefni íslenskra stjornmála næstu ára er að ná tökum á því að treysta á ný grunngerð samfélagsins. Að við getum lifað af eðlilegri vinnu, að afkomuöryggi fjölskyldna, sjúkra ungra og aldraðra verði tryggt.

Að framfærslukostnaður þar með talinn húsnæðiskostnaður verði viðráðanlegur.

Mjög margir segja að til að ná þessum markmiðum verðum við að ganga í ESB og taka upp evru.  Kannski er það ekki rétt hjá þeim.

Fjárglæfrastarfsemin varð vandamál. En verðtrygging og hinir háu vextir eru það illgresi sem kæfir atvinnurekstur og er heimilum landsins ofviða.

Ég sé sterkt samband milli okkar veika gjaldmiðils og þess bagga sem lagðuir er á landsmenn í formi verðbóta og okurvaxta. - Kannski misskil ég málið?

Jón Halldór Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 00:33

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vil taka upp aðildarviðræður, fá málin öll á hreint, útskýrð þannig að allir með meðalgreind skilji, og kjósa svo um aðild.  Skil ekki þetta bull um að kjósa um hvort við viljum upplýsingar fyrst.  það virkar á mig svolítið eins og að leyfa börnum að ráða hvort þau vilja læra að lesa eða ekki.

Mér líkar ekki hvernig pólitíkin er orðin - ekki misskilja mig samt þannig að mig hafi nokkurntíma fyllilega líkað við hvernig hún var - allir hafa alltaf verið of stjornsamir fyrir minn smekk.  Of mikil búrókratía.  Of mikið regluverk.  Of mörg bönn.

Allir eru of tengdir.  Best væri að kjósa yfir okkur einhvern alveg nýjan flokk, flokk þar sem eru engir flóttamenn úr gömlu flokkunum.

Það mun samt aldrei gerast.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2009 kl. 10:23

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég held að við þurfum að skoða kosti og galla á inngöngu í ESB vel og vandlega og velta því fyrir okkur hvort þetta sé það sem við þurfum. Ég velti alltaf fyrir mér hvaða áhrif það myndi hafa á innlenda framleiðslu, það er atvinnuskapandi og tala nú ekki um að við erum með best allt (grænmeti, kjöt og mjólkurvörur, svo eitthvað sé nefnt). Mér finnst oft landbúnaður vanmetinn hér á landi, en alltaf er það metið þegar fólk býr eða fer til útlanda, hvað maturinn er góður hér á landi (ekki að gera lítið úr öðrum löndum en við erum með ferskustu vörur sem er í boði fyrir alla).

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 134031

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband