Gjaldeyrissparandi sprotafyrirtæki.

Aðilar á Seyðisfirði hafa þegar sótt um leyfi til cannabisræktunar hjá lögregluyfirvöldum og öðrum sem um málið hafa með að gera.

Slíkar verksmiðjur þurfa að vera undir góðu eftirliti og gæði framleiðslu tryggð, svipað og um bruggun gildir, að sjálfsögðu.

Markaður fyrir framleiðsluna er einkum í Hollandi á leyfilegan neytendamarkað og til lyfjaframleiðenda.

Hugsanlegt er að aðrir aðilar sækist eftir því að kaupa marijuana, enda er nokkur umræða víða um lönd að leyfa þetta eiturlyf.

Menn greinir á um hvort við hér á landi eigum að heimila sölu þess, en gild rök fyrir því eru einkum þau að þá er hægt að halda neytendum við þetta tiltölulega skaðlitla eiturlyf.

Ég er persónulega ekki stuðningsmaður þess að gefa sölu á marijúana frjálsa, en afhending lyfjastofnanan samkvæmt læknisráði finnst mér ráðleg.

Ein besta poppsveit íslandssögunnar Þokkabót er upprunnin frá Seyðisfirði og sungu þeir eitt sitt besta lag um vinkonu sína, Maríu Jónu í möttlinum græna.  Ég var svo saklaus á þessum tíma að hélt að þeir væru að láta sig dreyma um venjulega stúlku fyrst þegar þetta lag varð vinsælt.

En nafnið á verksmiðjuna hér á Seyðisfirði, sem fær leyfi til framleiðslu á Hollandsmarkað er komið: Þokkabót.


mbl.is „Rétt að byrja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Hollendingar leyfa þetta. Hvers vegna ekki að flytja út lífrænt ræktaðar plöntur. Þeir ráða svo sjálfir hvað þeir gera við þær. Nota sem pottablóm í gluggum eða eitthvað annað..... :)

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"tiltölulega skaðlitla eiturlyf" ...

Hausnaglahitt! Hér eru nokkrar staðreyndir til að setja "skaðsemina" fyrir þjóðfélagið í smá samhengi:

Á hverju ári drepast tugir ef ekki hundruðir bara á Íslandi af völdum löglegra efna sem seld eru í gegnum ÁTVR. Í heiminum öllum er hinsvegar ekki neitt staðfest dauðsfall sem rekja má beinlínis til kannabisneyslu, aldrei nokkurntíma, frá því sögur hófust, ekki eitt einasta! Neysla efnisins er almennt ekki talin valda krabbameini eða öðrum banvænum sjúkdómum, nema tóbak sé með í spilinu eins og gefur að skilja. Svo er líka afar sjaldgæft að hasshausar séu haldnir skemmdarfýsn, fremji ofbeldisverk eða sæki í aðra áhættuhegðun umfram það sem almennt gengur og gerist. Efnð hefur nefninlega róandi áhrif og þeir sem eru undir áhrifum þess því yfirleitt frekar viðmótsþýðir, raunkostnaðurinn fyrir samfélagið hlýst hinsvegar fyrst og fremst af því að framfylgja banninu.

Kannabis er sem sagt ekki eiturlyf frekar en njóli, a.m.k. ekki sé það lífrænt ræktað eins og virðist vera í þessum heimaverksmiðjum. En alkóhól er hinsvegar leysiefni sem er eitrað í ekki svo mjög stórum skömmtum, og í sígarettum eru allskyns óþverraviðbótarefni til að auka fíkniáhrifin. Heilsufarslega er kannabis því "skárra" en margt sem þjóðfélagið leyfir, en sálræn áhrif af ofneyslu eru auðvitað óhjákvæmilegur fylgisfiskur allra vímuefna og því má heldur ekki gleyma. Bannið við hampi hefur hinsvegar ekkert með það að gera, heldur stafar það í raun og veru af óeðlilegum tengslum löggjafans við rótgróna efnahagslega sérhagsmuni. Ég veit nú ekki betur en að vilji fólks víða um heim standi um þessar mundir til þess að útrýma slíkum þáttum úr löggjöf og stjórnkerfum viðkomandi ríkja, og er Ísland þar á meðal.

Þegar það er svo kannað hverjir vilja síst af öllum að bannið sé afnumið, þá kemur í ljós að þar eru fíkniefnasalarnir og fíkniefnalöggurnar saman í liði. En af hverju ætli það sé nú? Svarið er einfalt: atvinnuöryggi þessara hópa veltur beinlínis á því að efnin séu og verði áfram ólögleg. Ef kannabis yrði hinsvegar löglegt og auðfáanlegt, þá væri t.d. búið að taka eitt mikilvægasta markaðstækið úr höndum eiturlyfjasalanna, sem þeir nota til að koma frá sér harðari efnum í bland við það græna. Meðal þeirra sem hafa atvinnu af áframhaldandi fíkniefnastríði eru: smyglarar, handrukkarar, peningaþvættarar, fíknó, tollgæslan, fangaverðir, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. en athygli vekur að stór hluti þessa fólks þiggur laun sín frá ríkinu. Er það ekki einmitt þjóðfélagslegt markmið út af fyrir sig að sem fæstir hafi atvinnu af vímuefnum, sérstaklega þegar það er að miklu leyti á kostnað skattgreiðenda? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það verður ljúft á Seyðisfirði.  Ég veit ekki hvort á að leyfa þetta eða ekki .En lögleyðing býður upp á annars konar eftirlit....sölustaði með aldurstakmörkum, færri glæpi og minna fé fer í að eltast við þetta.....ætla að halda mig við minn bjór!!

Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband