Er þetta EKKI frétt?

Undanfarið hefur oft verið illfært og ófært um Fjarðarheiði.

Æ fleiri sækja vinnu og nám yfir heiðina og kemur þett sér illa fyrir þá.

Talsvert hefur verið um árekstra og útafakstur á heiðinni og annríki hjá björgunarsveitarmönnum við að  aðstoða fólk á heiðinni.


mbl.is Þungfært á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki?

Er ekki tími til að Borgarastéttin féi að borga?

Fátækleg minningarorð um Hákon Aðalsteinsson.

Í starfi mínu hjá sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði átti ég því láni að fagna að kynnast nokkuð bóndanum, náttúrubarninu, skáldinu, hreppstjóranum, húmoristanum og tollverðinum Hákoni Aðalsteinssyni.

Hákon vann lengi sem tollvörður við ferjuna Norrönu.  Hann mætti alltaf glaður í bragði til starfa og hafði góð áhrif á starfsandann með nærveru sinni.

Einstöku vísa fékk að fljúga, eins og nærri má geta.  Einu sinni spurði ég hann hvernig færðin hefði verið yfir Fjarðarheiði.  Þá kom þetta óborganlega svar:

Greiðar eru göturnar,

gott er leiði,

fagurgrænar freðmýrar

á Fjarðarheiði.

 


Óveður á Fjarðarheiði

Fjarðarheiði er búin að vera ófær frá því snemma í morgun. Það er óveður og ekki unnt að opna heiðina meðan svo er.

Undanfarna daga hefur verið illviðrasamt á heiðinni og mikið snjóað.  Þessir menn sem sjá um að ryðja leiðina eru sannkallaðar hetjur og standa sig frábærlega.  Sama má segja um Björgunarsveitina Ísólf, sem hefur farið margar ferðir til að bjarga starndaglópum á heiðinni undanfarna daga.

Nú í dag liggur ferjan Norröna við bryggju hér á Seyðisfirði og er áformað að hún láti úr höfn í kvöld.

Töluverður útflutningur er með skipinu og er hluti varningsins kominn um borð, en 2 vagnar og megnið af farþegum og bílum þeirra eru vitlausu megin við heiðina.  Núna er veðrið að ganga niður sýnist mér og er vonast er til að unnt verði að ryðja núna seinni partinn og koma fólki og fiski til útflutnings yfir heiðina.

Vegna fannfergis eru miklir snjóruðningar við veginn á heiðinni. Meðan þessi göng eru, er hætt við að fljótt verði ófært þegar vind hreyfir á heiðinni.


Frábær listi.

Þetta er glæsileg framvarðarsveit sem stígur hér fram fyrir skjöldu.
mbl.is Efstu menn L-lista í Reykjavík-norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil tímamót.

Eflaust spilar heilsufar Ingibjargar stærsta þáttinn í þessari ákvörðun.

Ég vona hins vegar að þegar Ingibjörg hefur náð sér að nýju, þá muni hún snúa aftur.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófærð á Fjarðarheiði.

Í dag er illviðri á Fjarðarheiði og ekki unnt að ryðja heiðina.  Það er svo slæmt veður.

Enginn kaupstaður í Íslandi býr við slíkar aðstæður.

Það er þæfingur á öðrum fjallavegum eins og til dæmis Oddsskarði og Fagradal.

Núna í vikunni sem leið hafði samband við mig Norðfirðingur sem átti erindi á Seyðisfjörð. Hann hafði tvo eða þrjá dag reynt að komast á Seyðisfjörð en komst ekki vegna ófærðar.  Þegar hann talaði við mig var hann búinn að heimsækja aðra staði, til dæmis Vopnafjörð.

Vopnafjörður er nefnilega, þrátt fyrir að vera langt frá Miðsvæðinu hérna oft í betra sambandi við aðra bæi en Seyðisfjörður.

Þannig er það nú í pottinn búið.

 


Prófkjör Samfylkingarinnar.

Nú liggja fyrir úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð Austurkjördæminu.

Samfylkingin valdi leið sem hleypti hinum almenna stuðningsmanni að borði við að velja frambjóðendur á lista flokksins.

Sú leið kann að vera umdeilanleg, en því verður ekki á móti mælt að hún er lýðræðisleg.

Skipan efstu sæta byggir á sameiginlegu vali um 2.600 manns og mér líst þokkalega á niðurstöðuna.

Vonandi getur hið góða fólk, sem valist hefur til forystu fyrir jafnaðarmenn í kjördæminu, lagt lóð á vogarskálar réttlætis og jafnréttis á næsta kjörtímabili. 


Tveir kostir, hvor er betri?

Gunnlaugur B Ólafsson bloggari fjallar um verðbætur á ágætri bloggsíðu sinni:

"Fyrir rúmum þrjátíu árum eignaðist fólk húsnæði með því að skuldirnar eyddust á báli verðbólgu. Árið 1979 er verðtryggingu komið á til að taka á þessari óeðlilegu tilfærslu eigna. Nú er vandamálið með öfugum formerkjum. Síðustu mánuði hefur verið mikil verðbólga og er verðtryggingin að éta upp eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði."

Var ekki bara betra að láta skuldirnar brenna upp á verðbólgubáli?

Afnema verbætur af íbúðalánum af einni eign sem viðkomandi nýtir sem eigin íbúðarhúsnæði?

Annars væri ég líka til í að skoða húsnæðiskerfið hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum.  Eru þeir með betri lausnir en við.


Skuldaský yfir fallegum bæ!

Nú berast þær fregnir af málefnum míns ágæta sveitarfélags að bæjarráð hefur miklar áhyggjur af hinum hrikalegur skuldabagga sem er að sliga það.

Því miður er þetta sagan með mörg sveitarfélög og vissulega tek ég undir með bæjarráði að það veldur miklum vonbrigðum að núverandi ríkisstjórn skuli ekki nú þegar hafa náð að greiða úr fjárhagsvanda sveitarfélaganna í landinu.

Þess vegna er það ósk allra Seyðfirðinga að þessi ríkisstjórn verði við völd sem allra lengst, því hana skipar ekki fólk sem er sjálft upptekið við að græða sjálft á daginn og grilla á kvöldin.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 134458

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband