20.4.2009 | 08:12
Gæslan berst gegn smyglurum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 00:43
Von mín er bara sú.....
Mér finnst að þjóðin eigi rétt á að fá hrein svör frá frambjóðendum.
Mér finnst ekki trúverðugt að lofa skattalækkunum og segja ekki hvar eigi að skera niður í kostnaði hins opinbera. Á að loka heilbrigðisstofnunum eða minnka kennslu barnanna. Spara í háskólum landsins eða skerða kjör námsmanna.
Þeir sem eiga ættingja sem eiga sitt líf undir læknisaðstoð, eiga nákomna ættingja í háskóla og börn í grunnskóla. Þeir sem telja að við eigum áfram að vinna af krafti að samgöngubótum og hlúa að menningarlífi landsins. Allir þessir þurfa svör frá hinum óábyrgu öflum sem geysast um með hálfsannleikann að vopni.
Atvinnumál eru líka stór mál í þessum kosningum. Ég held að núna þurfum við að leita aukinna atvinnutækifæra á öllum sviðum. Þegar er búið að samþykkja lög sem stuðla að auknum atvinnutækifærum. Ný tækifæri í sjávarútvegi og landbúnaði finnast mér spennandi kostur og einnig ferðamennsku.
En atvinnulífið og heimiin eru að kikna undan háum fjármagnskostnaði og von mín er sú að afnám verðtryggingar verði forgangsatriði hjá næstu ríkisstjórn. Greiðsluaðlögun og hækkaðar vaxtabætur eru spor í rétta átt, en án úrbóta í okkar peningamálum verður blessuð krónan okkar dragbítur og mun halda niðri lífskjörum í landinu.
Ég persónulega þekki margar fjölskyldur sem hafa flúið okkar að mörgu leyti ófjölskylduvæna spennusamfélag til norðurlandanna, þar sem félagslegt öryggi virðist traustara, og umhverfi fjölskylduvænna.
Ég held að við íslendingar ættum ekki að vera hrædd við að leita til okkar frændþjóða með fyrirmyndir að betri samfélagi sem byggt er upp með jöfnuð þegnanna að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 10:16
Um þjóðskipulag og stjórnmál.
Allan þann tíma sem ég hef fylgst með stjórnmálaumræðu hefur verið áhugi hér innan lands á því að setja stjórnmálaflokkunum lög, til að gera fjármál þeirra yfir tortryggni hafna.
Það var ekkert leyndarmál að sambandsveldið styrkti Framsóknarflokkinn og að kaupmenn styrktu fremur Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Enda kannski ekki óeðlilegt að fyrirtæki styrktu fremur flokka sem töluðu þeirra máli. En eiga stjórnmálflokkar að gæta hagsmuna félaga og fyrirtækja, fremur en fólksins? Kjósenda sinna?
Ég tel að lög sem sett voru til að takmarka háa fjárstyrki til stjórnmálaflokka hafi verið eðlilegt skref til að tryggja heiðarleika í íslenskum stjórnmálum.
Ég tel sömuleiðis eðlilegt að styrkir til stjórnmálaflokka komi að nokkru leyti frá ríkinu, því að stjórnmálaflokkar gegna þýðingarmiklu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi.
Stundum hefur nokkuð skort á að almenningur líti til stjórnmálastarfs af virðingu. Enda er það svo að stjórnmálaflokkar á íslandi hafa á stundum skellt skollaeyrum við siðferðisviðmiðun innan sinna raða og talið sig komast upp með hvað sem er gangvart almenningi.
Næg eru dæmin, en ég held að í dag muni æ fleiri kjósendur ekki kjósa glansmyndir lengur, því staðan í þjóðfélaginu í dag þýðir að við eigum allt undir að heiðarleiki, jöfnuður og sanngirni taki við af auglýsinga og glansmyndapólítík.
Ég hitti mann að máli um helgina sem spurði mig hvernig mér litist á ástandið hjá okkur í þjóðfélaginu. Ég sagði að mér litist ekkert of vel á og að maður óttaðist að nokkur erfið ár væru framundan, en ég reyndi að vera bjartsýnn. Hann horfði á mig og sagðist telja að ástandið væri alls ekki gott og að hér væri lénskipulag. Hér væri rík auðmannastétt en allur almenningur væri slyppur og snauður, leiguliðar og vinnuhjú.
Ég varð fyrst hissa, en svo þegar ág hugsaði til ástandsins í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, hjá öldruðum, í húsnæðismálum og á vinnumarkaði sá ég að þetta var bara svo hárrétt hjá manninum.
Og ef þú lesandi góður ert á þeirri skoðun að það sé nokkuð til í þessu hjá manninum, hverju má hér breyta til að laga ástandið? Það er spurningin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 15:15
Þjóðin treystir Jóhönnu og vill jöfnuð
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.4.2009 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2009 | 08:24
Stöndum vörð um velferðina.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.4.2009 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 23:38
Efst á baugi hjá mér síðustu daga.
Ég var að koma úr Reykjavík í dag. Við hjónin og aðrir úr fjölskyldunni voru viðstaddir fermingu og fermingarveisluna hennar Söndru Hermannsdóttur. Það var sko yndilegur dagur hjá stúlkunni, og okkur reyndar hinum líka.
Hún Hrefna Sif var víðs fjarri og komst ekki í veisluna, en hún er að vinna sjálfboðastörf og ferðast í Afríkulöndum. Það sem maður hefur heyrt af hennar reynslu er margt lærdómsríkt. Til dæmis um jafnrétti kynjanna, og það hve sjálfsagt er að hafa aðgang að menntun og nægum mat og vatni.
Á laugardaginn var fyrsta gangan yfir Fjarðarheiði í "Göngum göngum" verkefninu. Að þessu sinni var gengið frá Seyðisfirði til Egilsstaða. Það voru rétt um 30 manns sem tóku þátt og meirihluti þeirra gekk alla leið, sem er vel gert. Aðstæður voru afar góðar, engin hálka, engin þoka, sólskin og hægviðri stóran hluta leiðarinnar. Allir þátttakendur voru í öryggisvestum til að sjást betur. Flestir ökumenn sem mættu okkur sýndu hinum gangandi vegfarendum tillitsemi, sem er mikils virði.
Um helgina fóru fram tökur vegna Sony auglýsingar á Seyðisfirði. 50-80 manns koma að til að vinna við verkefnið og auk þess komu að því margir heimamenn, með einum eða öðrum hætti. Um er að ræða verkefni sem nefnist "Sony Soundcity". Hvort Seyðisfjörður tekur upp það nafn alfarið á eftir að koma í ljós, en hver veit nema bæir og staðir á Íslandi verði nefndir eftir vörumerkjum eða kostunaraðilum til að fármagna vexti að skuldabyrði landsins.
Hvernig litist ykkur á Nokia Norðfjörður, Danfoss Dalvík og Kit kat Kópavogur?
En ég var sem sagt að koma úr Reykjavík. Þar ók ég um mörg ný hverfi og heyrði að nú væri orðin til ný merking orðsins einhverfur. Það er maður sem býr einn í hverfi.
Þetta er gott í bili.
Bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 12:29
Maybe I should have?
Ragnheiður þingkona Sjálfstæðisflokks gagnrýnir Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa ekki farið á fund leiðtoga NATÓ ríkjanna til að ræða við það tækifæri Icesave málið, eða var það Icedave málið?
Jóhanna gæti svarað þessu með hinum fleygu orðum: Maybe I should have!
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 10:44
Miklar samgönguframkvæmdir draga úr högginu.
Sex milljarða framkvæmdir boðnar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 22:29
Hvernig gengur?
Þessi spurning á eftir að hljóma hér í bænum á laugardaginn.
Þá verður fyrsta Fjarðarheiðargangan. Hún felst í því að hópur bæjarbúa er tilbúinn að ganga yfir heiðina í nánast hvaða veðri sem er, til að vekja athygli á slæmum samgöngur yfir heiðina. Þó að sjálf færðin valdi því að fólk sem þarf til dæmis að sækja vinnu yfir heiðina, kemst oft ekki leiðar sinnar, þá er það alls ekki eina hættan við þessa leið.
Slæmt skyggni, vegna skafrennings og þoku er stórhættulegt og mikil mildi að sjaldan hefur fólk slasast alvarlega í þeim fjölmörgu árekstum sem orðið hafa á heiðinni.
En nú verður gangandi fólk á ferli. Á laugardaginn verður fólk sem ekki hefur stuðara og bretti framan á sér. Hópurinn er búinn að láta panta sérstök öryggisvesti fyrir þátttakendur og eru göngumenn og konur beðin um að nota þau, eða skærlit föt og endurskinsmerki á fötunum til að stuðla að auknu öryggi.
Við leggjum af stað klukkan 10 á morgun og ég veit að þátttaka verður góð. Það er búið að kynna þetta verkefni vel og undirbúa það eins og kostur er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 22:21
Er allt að verða vitlaust?
Nei ekki er það nú alveg en samt.
Í dag var undirbúningur undir kvikmyndagerð á fullu hér á Seyðisfirði.
Búið að setja upp öflugt mastur út í hólma með nokkrum hátölurum. Búið að breyta Herðubreið í allsherjar miðstöð, vinnustofu og mötuneyti fyrir hina fjölmörgu starfsmenn við verkefnið. Snjóruðningur í fullum gangi og meira að segja hið glæsilega listaverk útlínur hefur verið klætt með blámáluðum krossvið.
Fjölmargir leikarar eru komnir á staðinn og á morgun byrjar sjálf kvikmyndatakan. Í gær kvisaðist um bæinn að Brad Pitt væri væntanlegur í bæinn, enda um eitt stærsta auglýsingaverkefni sem um getur. Þetta atriði var þó trúlega annað hvort óskhyggjahinna fjölmörgu aðdáenda hans hér, eða aprílgabb.
Kvikmyndatakan fer fram í miðbænum við Lónið, en einnig hafa kvikmyndagerðarmennirnir fengið aðstöðu víða annars staðar í bænum bæði úti og inni.
Afraksturinn ætti svo ekki að fara fram hjá okkur, því um er að ræða 3ja mínútna auglýsingu fyrir Sony.
Bloggar | Breytt 13.4.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 134457
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar