Þjóðarkókhlaða?

Slegist á Þjóðarbókhlöðunni

mynd

Tveir menn slógust fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu var um einhverskonar uppgjör að ræða. Mennirnir hlupu síðan inn á Þjóðarbókhlöðuna þegar lögregla kom á vettvang. Grunur leikur á að þeir hafi reynt að fela eiturlyf í hillum safnsins en lögregla handtók mennina.

Lögregla vill hinsvegar lítið gefa upp um atburði morgunsins og verst allra frétta af málinu sem hún segir vera í athugun


Málefni Japsy Jakob

Indversku konunni Japsy hefur verið vísað úr landinu. Til að Útlendingastofnun taki aftur fyrir mál hennar þá verður hún fyrst að fara úr landi. En málið er að ef hún gerir það verður hún að fara til annars lands og neyðist til að fara aftur til Indlands og þar bíður hennar brúðgumi sem hún hefur aldrei séð og á að neyða hana til að giftast.
Mál hennar er því í sjálfheldu og snýst um mannúð og sjálfsákvörðunarrétt hennar annars vegar og ósveigjanlegar formreglur Útlendingastofnunar hins vegar.
Ég óttast að millileið sé ekki til.
Hvorum megin stendur þú lesandi góður?

Öldungavaktin

Engin miskunn. Gellur í glimmer. Stalst til að setja lagið í spilarann.


Tilkynning!

Tökum að okkur að sjá um stærri íþróttaviðburði og menningarhátíðir.

Áhugasamir hafi samband í tíma og best er að bankaábyrgð og upplýsingar um kostunaraðila liggi fyrir fljótlega.

Jón Halldór Guðmundsson og Þorsteinn Arason.

Stjórnstöð Íslandsmóts Öldunga í Blaki.


Áhugaverðar tillögur.

Nú hefur umboðsmaður neytenda bent á leið til að ríkið hlutist til að skuldir landsmanna verði yfirteknar og færðar niður af gerðardómi.

Mér finnst þessi tillaga mjög góð og ætti að taka hana til afgreiðslu og framkvæma hana. Ljóst er því miður að svokölluð greiðsluaðlögun leysir ekki vanda skuldugra heimila.  Sú leið er að mér skilst flókin tímafrek og dýr fyrir viðkomandi og frestar eiungis vandanum. Það versta er að sá sem ætlar að fara þesa leið þarf að ráða ser tilsjónarmann.

Aftur að gerðardómsleiðinni. Hún hefur ýmsa kosti fram yfir leið Tryggva Þórs Herbertsonar, svo sem að unnt er að tekjutengja hana, miða hana við fjölskyldustærð og eignastofn.

 


Ævintýralegur þvættingur.

Það er undarlegt að heyra orð Kjartans Gunnarssonar í þessu viðtali.

Hann sér ekki þau stórtíðindi sem felast í því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins.  Sjálfstæðismenn hafa sjálfir oft gumað af þessum mikla styrk flokksins sem verið hefur burðarstykkið í stjórnmálum landsins.

Annað sem þeir hafa hælt sér af, en það er góður árangur í efnahagsstjórn landsins.  Þeir hafa þakkað sér það.  Því skyldi fólk þá ekki kenna þeim um þegar illa hefur farið undir þeirra stjórn í efnahagsstjórn landsins?

Þegar Kjartan segir að flokkurinn sé fótbrotinn á báðum fótum er síðan alveg ljóst að annar fóturinn brotnaði þegar flokkurinn gat ekki náð farsælli lausn í evrópumálum, en hinn fóturinn brotnaði þegar Davíð Oddsson hraunaði yfir ágætu skýrslu, svokallaða endurreisnarskýrslu sem lá fyrir landsfundinum.

 

 


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamót í íslenskum stjórnmálum.

Kosningarnar í gær marka tímamót í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan í íslenskum stjórnmálum hingað til, beið afhroð og er nú ekki lengur stærsti flokkur landsins.

Samfylkingin fékk mun meira fylgi og vinstri grænir voru ekki langt frá þeim einnig.

Ljóst er að kjósendur líta svo á að sjálfstæðisflokkurinn beri meginábyrgð á þeim vandræðum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir.  Þar að auki lítur út fyrir að flokkurinn hafi ekki unnið úr hruninu og einnig leið flokkurinn fyrir það að "ækon" flokksins hraunaði yfir svokallaða endurreisnarskýrslu sem lögð var fyrir landsfund flokksins.

Samfylkingin virðist hins vegar hafa framtíðarsýn og boðið fram sínar lausnir og hugsjónir sem leiðarljós sem kjósendur treysta á að hjálpi okkur á laið út úr feninu.

Vg vinna sinn stærsta sigur til þessa, en nokkuð dregur úr gleði þeirra að skoðanakannanir höfðu spáð þeim enn meira fylgi.

Framsókn fögnuðu ákaft árangri sínum í kosningum. Þetta er reyndar næst versti árangur flokksins í nærri aldarsögu flokksins.  Þess ber þó að gæta að í raun er flokkurinn að rísa til baka úr miklum deilum, hræringum og gangngerri "detoxmeðferð" í vetur.  Í því ljósi er árangur flokksins virðunandi.

Frjálslyndi flokkurinn hefur logað stafna á milli í innaflokksátökum og þurrkaðist út af alþingi.

Borgarahreyfingin kemur ný inn með 4 menn og er hún afsprengi búsáhaldabyltingarinnar.  Verður spennandi að fylgjast með hvaða svip það fólk setur á þingstörfin.

 

 


Notum kosningaréttinn!

Kjósum í dag.  Það er okkar skylda að taka þátt og án þess vikrar lýðræðið ekki rétt.


Sjávarútvegsmál, má kannski engu breyta þar?

Er ekki upplagt að eftirfarandi verði skoðað til að lappa upp á kvótakerfið?

1. Næsta fiskveiðiár verði óbreytt kvótakerfi.  Við upphaf þess verði greininni gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar verði fyrir þarnæsta fiskveiðiár. 

Fiskveiðiárið 2010-2011 verði eftirfarandi breytingar gerðar:

1.  Svokallaður byggðakvóti verði ekki afnuminn að svo stöddu en úthlutað til vinnslu í viðkomandi byggðarlögum.

2.  Úthlutun annars kvóta verði með eftirfarandi hætti:

Sá afli sem fer til vinnslu í landi fyrnir ekki kvóta, hafi honum verið úthlutað á viðkomandi skip. Samsvarandi regla verði sett er varðar frystiskip.  Afli sem fluttur er út óunninn leiðir til 5% fyrningar kvóta. Sá hluti kvóta skips sem skipið nýtir ekki sjálft fyrnist 10%.

Sá kvóti sem innkallaður er með fyrningarleið verði nýttur til tveggja verkefna: A. Að úthluta honum til nýliða í útgerð og útgerða sem eru að stækka við sig skipum eða bæta við sig fiskiskipum. B. Ráðstafað til atvinnueflingar í baráttu gegn atvinnuleysi.

Svokallaðar strandveiðar sem leyfa á í tilraunaskyni finnast mér að mörgu leyti spennandi kostur. Þó tel ég að eðlilegt sá að setja á þær þak, hvað varðar hámarksaflamagn á bát.

Kannski eru þetta arfavitlausar hugmyndir, en hvað veit ég?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 134457

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband