Efst á baugi hjá mér síðustu daga.

Ég var að koma úr Reykjavík í dag.  Við hjónin og aðrir úr fjölskyldunni voru viðstaddir fermingu og fermingarveisluna hennar Söndru Hermannsdóttur.  Það var sko yndilegur dagur hjá stúlkunni, og okkur reyndar hinum líka.

Hún Hrefna Sif var víðs fjarri og komst ekki í veisluna, en hún er að vinna sjálfboðastörf og ferðast í Afríkulöndum.  Það sem maður hefur heyrt af hennar reynslu er margt lærdómsríkt.  Til dæmis um jafnrétti kynjanna, og það hve sjálfsagt er að hafa aðgang að menntun og nægum mat og vatni.

Á laugardaginn var fyrsta gangan yfir Fjarðarheiði í "Göngum göngum" verkefninu. Að þessu sinni var gengið frá Seyðisfirði til Egilsstaða.  Það voru rétt um 30 manns sem tóku þátt og meirihluti þeirra gekk alla leið, sem er vel gert.  Aðstæður voru afar góðar, engin hálka, engin þoka, sólskin og hægviðri stóran hluta leiðarinnar.  Allir þátttakendur voru í öryggisvestum til að sjást betur. Flestir ökumenn sem mættu okkur sýndu hinum gangandi vegfarendum tillitsemi, sem er mikils virði.

Um helgina fóru fram tökur vegna Sony auglýsingar á Seyðisfirði.  50-80 manns koma að til að vinna við verkefnið og auk þess komu að því margir heimamenn, með einum eða öðrum hætti.  Um er að ræða verkefni sem nefnist "Sony Soundcity".  Hvort Seyðisfjörður tekur upp það nafn alfarið á eftir að koma í ljós, en hver veit nema bæir og staðir á Íslandi verði nefndir eftir vörumerkjum eða kostunaraðilum til að fármagna vexti að skuldabyrði landsins.

Hvernig litist ykkur á Nokia Norðfjörður, Danfoss Dalvík og Kit kat Kópavogur?

En ég var sem sagt að koma úr Reykjavík.  Þar ók ég um mörg ný hverfi og heyrði að nú væri orðin til ný merking orðsins einhverfur. Það er maður sem býr einn í hverfi.

Þetta er gott í bili.

Bless.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 134030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband