Er allt að verða vitlaust?

Nei ekki er það nú alveg en samt.

Í dag var undirbúningur undir kvikmyndagerð á fullu hér á Seyðisfirði.

Búið að setja upp öflugt mastur út í hólma með nokkrum hátölurum. Búið að breyta Herðubreið í allsherjar miðstöð, vinnustofu og mötuneyti fyrir hina fjölmörgu starfsmenn við verkefnið.  Snjóruðningur í fullum gangi og meira að segja hið glæsilega listaverk útlínur hefur verið klætt með blámáluðum krossvið.

Fjölmargir leikarar eru komnir á staðinn og á morgun byrjar sjálf kvikmyndatakan.  Í gær kvisaðist um bæinn að Brad Pitt væri væntanlegur í bæinn, enda um eitt stærsta auglýsingaverkefni sem um getur.  Þetta atriði var þó trúlega annað hvort óskhyggjahinna fjölmörgu aðdáenda hans hér, eða aprílgabb.

Kvikmyndatakan fer fram í miðbænum við Lónið, en einnig hafa kvikmyndagerðarmennirnir fengið aðstöðu víða annars staðar í bænum bæði úti og inni.

Afraksturinn ætti svo ekki að fara fram hjá okkur, því um er að ræða 3ja mínútna auglýsingu fyrir Sony.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband