Hvernig gengur?

Þessi spurning á eftir að hljóma hér í bænum á laugardaginn.

Þá verður fyrsta Fjarðarheiðargangan.  Hún felst í því að hópur bæjarbúa er tilbúinn að ganga yfir heiðina í nánast hvaða veðri sem er, til að vekja athygli á slæmum samgöngur yfir heiðina.  Þó að sjálf færðin valdi því að fólk sem þarf til dæmis að sækja vinnu yfir heiðina, kemst oft ekki leiðar sinnar, þá er það alls ekki eina hættan við þessa leið.

Slæmt skyggni, vegna skafrennings og þoku er stórhættulegt og mikil mildi að sjaldan hefur fólk slasast alvarlega í þeim fjölmörgu árekstum sem orðið hafa á heiðinni.

En nú verður gangandi fólk á ferli.  Á laugardaginn verður fólk sem ekki hefur stuðara og bretti framan á sér.  Hópurinn er búinn að láta panta sérstök öryggisvesti fyrir þátttakendur og eru göngumenn og konur beðin um að nota þau, eða skærlit föt og endurskinsmerki á fötunum til að stuðla að auknu öryggi.

Við leggjum af stað klukkan 10 á morgun og ég veit að þátttaka verður góð.  Það er búið að kynna þetta verkefni vel og undirbúa það eins og kostur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 134077

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband