Færsluflokkur: Bloggar

Mistök hjá Þrótti? Skúli Jónsson í Þrótt!

Samkvæmt frétt á vefnum Fotbolti.net er Skúli Jónsson á leið í Þrótt.  Þetta er ábyggilega í fyrsta sinn sem lið í efstu deild fær til liðs við sig 46 ára gamlan mann.  Ég man eftir að Mark Hateley, Tore Andre Flo  og Ian Rush voru rétt um fertugt þegar þeir gengu til liðs við Leeds. 

En sem sagt Skúli Jóns er é leið í Þrótt.  Mér datt raunar í hug að þeir hefðu ætlað að fá Gauta son hans sem er mjög efnilegur í boltanum og orðið eoinhver mistök a la Georg Bjarnfreðarson.   

Skúli Jónsson í Þrótt (Staðfest)

 
 
 
 

Hvað getum við gert?

Ég held að við Íslendingar eigum að fara að snúa okkur að því að reyna að huga að því hvað við getum gert.

Það er fólk í því að reyna að koma fjármálakerfinu í virkni og einhverjir eru að reyna að halda atvinnulífinu í gangi og svo framvegis.

Mér finnst hins vegar almenn umræða í fjölmiðlum og útifundir og þetta vera ofsalega mikið neikvætt og þokukennt. Þessi umræða fjallar mest um það sem við fáum ekki nógu mikið að vita um, til að geta dæmt um.  Það er pirrandi, en mér finnst umræðan stoppa þarna og við komst of lítið áfram.

Hvað getum við, almenningur gert til að hjálpa og láta gott af okkur leiða?

Við getum til dæmis reynt að lifa hófsömu lífi, verið jákvæð og ekki er sniðugt að gera til dæmis börnin okkar of áhyggjufull.  Ég held líka að við ættum að reyna að versla íslenskt og verja þannig störf í okkar samfélagi.

Fyrirtækin okkar þurfa á okkur að halda, fremur en nokkurn tíma fyrr.  

Ef til dæmis allir fara að spara og segja upp Stöð 2 og hætta að drekka kók, af því að það er óþarfi óhollt og dýrt, þá þýðir það að margir missa vinnuna.

En í kreppu gerast einmitt svona hlutir. Við höfum minna af aurum og neitum okkur um munað, eða það sem við getum helst verið án.

Mér finnst að stjórnvöld, sveitarstjórnir og aðrir eigi að gera sérstakt átak í atvinnuþróun og leita að atvinnutækifærum um allt land.

Það er siðferðisleg skylda okkar að byggja aftur upp samfélag sem er að ganga í gegnum erfiðar breytingar.

Verktakastarfsemi og byggingariðnaður til dæmis  Er unnt að finna ný verkefni handa þeim?  Það er slæmt ef hið opinbera slær af fyrirhugaðar framkvæmdir.  Það er dýrt fyrir samfélagið að hafa fólk atvinnulaust. 

Þetta eru svona mánudagshugleiðingar hjá mér að þessu sinni.

Kveðjur. 


Athyglisvert.

Takið þátt í könnun um bestu vinaþjóð Íslands hér á síðunni.


mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælirinn fullur á Seyðisfirði!

gamli skólinn

Nú er mælirinn fullur á Seyðisfirði.

Það er búið að rústa fjárhag íslenska þjóðabúsins og skuldsetja hvert einasta ófætt barn landsins um milljónir. Við tökum ekki þátt í þessu.

bygg

Það er búið að sukka og fjárfesta og byggja fyrir þessa aura. Þetta sukk og framkvæmdir voru einhvers staðar annarsstaðar á landinu í gangi en hér í bæ.

Við vildum hafa okkar að segja og vildum breyta klukkunni til samræmis við Evrópu. Ekki var hlustað á það.  Við búum við betri samgöngur til annara landa en Íslands og höfum beðið um samgöngubætur. Ekki hlustað á það. 

Við höfum fengið skerta bankaþjónustu og búið við hana í einhver ár. Við neitum því að borga fyrir banka sukkið.

Fasteignir hér í bæ hafa verið gerðar verðlausar af lánastofnunum og stjórnvöldum og útaustur á lansfé er ekki okkar mál.

 

Það er því ljóst að mælirinn er að verða fullur hjá Seyðfirðingum og allar líkur á að bærinn lýsi yfir sjálfstæði, Seðlabanka og þar af leiðandi skuldlaust samfélag, þar sem manngildi er metið. Gjaldfrjáls leikskóli þykir sjálfsagt markmið hér í bæ. Skólinn okkar á að laga sig að þörfum nemenda, en ekki öfugt.

Hver vill ekki glaður búa í svona samfélagi?

Enn eru nokkur hús óseld, en fer fækkandi. 

Í dag voru færeyingar að bjóða okkur stóran hluta af varasjóð sínum að láni.  Hvernig getum við tekið við aurum frá þeim?  Þeir eru "lille bror"!  

Og hvað á að gera við þessa peninga.  Geyma þá í einhverjum kassa, þannig að við getum sagst hafa sérstakan gjaldmiðil áfram.  Þessir peningar verða bara notaðir til að við getum í nokkur ár enn sóað fjármunum til að geta sagst vera enn með sjálfstæða mynt.

Er ekki komið nóg?

Þessi mynt og þessi háa verðbólga og þessir háu stýrivextir eru grunnurinn að óréttlæti og eymd í þessu góða landi.

Við Seyðfirðingar þurfum ekki sjálfstæða mynt.  Bara sjálfstæða hugsun.  Það er mikilvægara. 

 

 


Prenthylki.is Nýtt umhverfisvænt fyrirtæki.

Það er alltaf gleðilegt þegar nýtt fyrirtæki hefur göngu sína á stað eins og Seyðisfirði.

Þetta fyrirtæki er nýtt hér í bæ, en á sér alllanga sögu fyrir sunnan, en er nú flutt hingað og byrjað starfsemi.prenthylki

Fyrirtækið sér um að endurhlaða dufthylki fyrir prentara.  Með því að láta prenthylki.is endurhlaða hylkið þitt spararðu þér fjármuni og þjóðarbúinu gjaldeyri.  Einnig er starfsemin umhverfisvæn, og minnkar kostnað sveitarfélagsins við að urða úrgang. 

Fyrirtækið tekur einnig á móti blekhylkjum til endurvinnslu og rennur ágóðinn af því verkefni til vinnustaðar aldraðra, sem sér um senda það til endurvinnslu.

Svo elskurnar; Ekki henda hylkinu. Talið frekar við prenthylki.is.

Að lokum vísa sem mér barst í tölvupósti:

Hugarvíl og harmur dvín,

er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.
  

Höfundur óþekktur.


Hálkuvarnir á Fjarðarheiði.

Í dag átti ég leið upp á Egilsstaði.   Erindið var reyndar að láta skipta yfir á vetrardekk.  Það þýðir ekkert annað en að vera á negldum snjódekkjum á Fjarðarheiði.

Ég var hress með það að Vegagerðin var búin að sanda á heiðinni þegar ég fór yfir klukkan 16.00.

Hins vegar hefur maður oft furðað sig á forgangsröðun þeirrar stofnunar.

halka

Vegurinn um Fjarðarheiði er krókóttur og á nokkrum stöðum bæði slæmar beygjur og brekkur.  Það fer illa saman í hálku eins og er oft á þessum vegi.  Þess vegna er að furðulegt að Vegagerðin skuli sanda fyrst vegi á sléttunum á Héraði,  áður en farið er í brekkurnar á heiðinni.

Vegir á Íslandi hafa verið metnir með tilliti til hversu hættulegir þeir eru.  Þá eru atriði eins og brattar brekkur,  vitlaus halli í beygjum,  beygjur í bratta,  hæð vega og meiri hætta á illviðrum af þeim sökum og margt fleira.

Ég hef heyrt að vegurinn um Fjarðarheiði sé hættulegasti vegur á Íslandi.  Þess vega er óskiljanlegt að hálkuvörnum sé jafn illa sinnt og dæmin sanna


Transport í Nóvember.

Transport er sýning tíu nemenda Konunglegu Listakademíunnar í Kaupmanna-höfn, auk þriggja gestanemenda.  Sýnendur eru flestir nemendur í deild Tuma Magnússonar við ademíuna.  Í deildinni er unnið með ýmsar aðferðir listarinnar, oftast þó tengt málverki á einhvern hátt.  


Danskir_netTumi Magnússon leiðir hópinn frá Kaupmannahöfn til Seyðis-fjarðar með viðkomu í Reykjavík.  Í Reykjavík kynna þau verk sín í Listaháskóla Íslands og skoða jafnframt aðstöðuna við skólann. Frá Reykjavík fara þau svo akandi á tveim bílum til Seyðisfjarðar með næturstoppi að Núpum í Ölfusi.  Hópurinn mun dvelja á Seyðisfirði í viku tíma þar sem þau munu vinna að uppsetningu sýningarinnar í Skaftfelli.  Sýningin mun að hluta samanstanda af verkum sem hópurinn tekur með sér að utan en þau munu einnig vinna töluvert af sýningunni á staðnum.  Þau munu vinna út frá þeim hugrenningum sem kvikna út frá staðnum,  ferðinni,  umbreytingunni og ástandinu.

Opnun sýningarinnar verður klukkan 16 laugardaginn 1. nóvember.

Þessu verður maður að tékka á!


Fjallkonan á Vestdalsheiði?

Fyrir nokkrum árum fundu tveir menn, fyrir tilviljun, á svæðinu austan Vestdalsvatns, nokkuð af perlum og  skarti.  Við nánari rannsókn á fundi þessum kom í ljós;  perlur, leifar af fatnaði, leifar af beinum og tönnum.

fjallkonan Hefur þessi fundur síðan verið viðfangsefni rannsókna fræðimanna og hefur komið í ljós við rannsóknir á beinum manneskjunnart að þessi manneskja sem þarna fannst var ung kona, sem uppi var á ofanverðri 10. öld.  Hún var fædd í Norðanverðri Evrópu, þeas í Skandinavíu eða Eystrasalt svæðinu.

Hið mikla skart sem hún bar segir okkur að þetta var tiginborin kona.

Hefur þessi fornleifafundur orðið mönnum hér á Seyðisfirði og nágrenni hugleikinn. Hvaða kona var þetta? Hvert var hún að fara? Hvaðan var hún að koma og hverra erinda? Hvers vegna lét hún líf sitt á þessum stað?  Menn hafa síðan haft fregnir af niðurstöðum ofangreindra rannsókna og farið að blaða í Landnámu um öðrum heimildum sem tiltækar eru um líf manna á Austurlandi og víðar á landnámsöld.   Einnig hafa menn aflað heimilda á netinu og skoðað örnefni í því svæði sem blessuð konan fannst.

rafperla
Á þessum forsendum er að verða til saga þessarar ungu konu, sem byrjað er að skrá hér og hvar í bænum.  

Líkt og Íslendingasögurnar mun þessi saga verða skrifuð í allmörgum handritum, en í stað kálfaskinns er Word ritvinnsluforritið og í stað förumanna sem bera milli manna handritin ganga útgáfurnar milli manna í tölvupósti.

En til að svala forvitni lesenda skal upplýst að eftirfarandi liggur fyrir um þessa ungu konu sem lét þarna lífið í 700 metra hæð yfir sjávarmáli:

Uni danski hét maður hann nam land á Unaósi á Héraði.  Uni var danskur og illa þokkaður af ýmsum nágrönnumn sínum. Hann vildi leggja Ísland undir Noregskonung.  Af hverju skyldi hann hafa viljað það?  Hann hafði loforð um að hann yrði Íslands jarl.  Hékk fleira á spýtunni?  Já, Haraldur hafði nefnilega gefið honum dóttur sína og bjuggu þau með sínu fólki á Unaósi.  En Uni fékk ekki hljómgrunn fyrir sína pólítík hjá grönnum sínum,  einkum voru Borgfirðingar og Loðfirðingar honum andsnúnir.

Uni fór því suður á land og leitaði stuðnings við sitt mál hjá Leiðólfi.  Hjá Leiðólfi bónda átti hann vetursetu og æxluðust mál þannig að dóttir bónda átti vingott við hann og gerði hann henni barn, sem alls ekki var ætlun Una.

Hér kemur bein vitnun í Landnámu: 

Uni son Garðars, er fyrst fann Ísland, fór til Íslands með ráði Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn.

Uni tók land, þar sem nú heitir Unaós, og húsaði þar; hann nam sér land til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt hérað til Unalækjar.

En er landsmenn vissu ætlan hans, tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja honum kvikfé eða vistir, og mátti hann eigi þar haldast. Uni fór í Álftafjörð hinn syðra; hann náði þar eigi að staðfestast.

Þá fór hann austan með tólfta mann og kom að vetri til Leiðólfs kappa í Skógahverfi; hann tók við þeim. Uni þýddist Þórunni dóttur Leiðólfs, og var hún með barni um vorið. Þá vildi Uni hlaupast á braut með sína menn, en Leiðólfur reið eftir honum, og fundust þeir hjá Flangastöðum og börðust þar, því að Uni vildi eigi aftur fara með Leiðólfi; þar féllu nokkurir menn af Una, en hann fór aftur nauðigur, því að Leiðólfur vildi, að hann fengi konunnar og staðfestist og tæki arf eftir hann.

Nokkuru síðar hljóp Uni á braut, þá er Leiðólfur var eigi heima, en Leiðólfur reið eftir honum, þá er hann vissi, og fundust þeir hjá Kálfagröfum; var hann þá svo reiður, að hann drap Una og förunauta hans alla.

En hverfum nú aftur til Álfhildar ungu konunnar sem beið hans á Unaósi.  Hún var auðvitað orðin uggandi um hve lengi Una dvaldist á Suðurlandi og lét flokk manna fylgja sér til Seyðisfjarðar, þar sem hún hugðist komast sjáleiðina suður um land til að tahthuga með hann Una sinn.  Einnig var hún hálfsmeik við hina óvinveittu nágranna, einkum í Loðmundarfirði.  Þess vegna fóru þau fjallveginn um Vestdal til Seyðisfjarðar.  Þegar það voru komin við Vatnið verða þau þess vör að flokkur víogbúinna manna kemur austan að og eru ófriðlegir.  Húskarlar Una segja ungu konunni að hraða sér niður Vestdal svo hratt sem hún megi.  Hún gerir það og flýtir sér sem mest hún má,  en er varla lögð af stað þegar hún hrasar og meiðir sig illa á fæti.  Hún kemst ekki áfram og  sér þann kost bestan að leita skjóls og skíða upp í hellisskúta til að jafna sig á meiðslunum.  Þar fann hún að meiðslin voru svo slæm að ekki kæmist hún hjálparlaust áfram.

Hjálpin kom aldrei, en örnefni á þessum slóðum bera þessum bardaga vitni.

Einnig eru sagnir um það að rjúpnaskyttur frá Seyðusfirði hafi farið um svæðið fyrir ofan Vestdal, en sumir þeirra fundu illa tilfinningu á slóðum fjallkonunnar og fóru aldrei þar sem fjallkonan fannst.

Þetta er svona grind að þessari sögu í því formi sem ég upplifi hana.    

 

 


Eru sóknarfæri í stöðunni?

Ísland er í slæmri stöðu.  Ríkissjóður var nánast skuldlaus fyrir mánuði en er nú að taka á sig skuldbindingar upp á hundruðir milljarða.  Gengi kónunnar er niðri og ríkisstjórnin er að reyna að halda fjármálakerfinu og atvinnulífinu á lífi. 

Kjör alls almennings eru að hríðversna og verðbólgan hækkar lán og vöruverðið.

En fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott.

 OfficeParty1_thumb[7]

Ísland sem var dýrt land er allt í einu orðið ódýrt land. 

Er þá ekki upplagt að árshátíðarferðirnar sem farnar voru til Amsterdam, Köben og London, verði farnar til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar?

Og við markaðssetjum Reykjavík sem verslunarborg fyrir nálæg lönd?

 Ég legg þetta til.

Í fúlustu! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband