Færsluflokkur: Bloggar

Getur verið að þetta hafi ekki þurft að fara svona?

Getur verið að íslensku bankarnir hafi ekki verið illa staddir?

Getur verið að ástæða þess að éir lentu í vandræðum hafi verið almennur gjaldeyrisskortur í landinu?

Er hugsanlegt að ísæenski seðlabankinn hafi samið við norrænu seðlabankanum um fyrirgreiðslu fyrir ienhverjum mánuðum, en beðið með að taka það fé þangað tilæ á mánudaginn var?

Getur verið að inngripið í Glitni hafi haft meiri áhrif en Seðlabankiann óraði fyrir?

Getur verið að íslendingar, ríkið, lífeyrissjóðir og almeningur hafi tapað gífurlegum fjármunum vegna einnar illa ígrundaðrar ákvörðunar?

Ég spyr. Ég veit ekki. 


Tökum slátur

Hrærum í blóði.  Valgerður er örugglega með í því,  þó Guðna bjóði við því.
mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tristan í West Ham?

Spænski strækerinn Diego Tristan er orðaður við West Ham.

Diego-Tristan_1333134

Tristan var ein skærasta stjarna Deportivo Lacoruna fyrir fáum árum og Lacoruna var þá með skemmtilegasta liðið á Spáni, eins og menn muna.

West Ham á marga stuðningsmenn á Íslandi og er talað um að Björgólfur verði að selja klúbbinn vegna íslensku bankakreppunnar.

Hættan á skaðabótaskyldu West Ham vegna Tevez málsins vofir yfir West Ham, en ekki eru öll kurl komin til grafar í því furðulega máli.  Esnka knattspyrnu sambandið dæmdi Tevez ekki ólöglegan leikmann með West Ham.  Samt sem áður getur West Ham verið skaðabótaskylt vegna þess að Sheffield Utd féll í 1. deild. 

Tökum dæmi:  Óvenjuleg mistök urðu á skrifstofu KSÍ í haust.  Gult spjal á Dennis Siim var ekki skráð og gat hann þá spilað leikinn gegn Keflavík, sem var úrslitaleikur um sigur í Landsbankadeild.

Er hætta á því að Keflavík geti fengið FH dæmt til að borga skaðabætur vegna þess tekjutaps að þeir komast ekki í meistaradeildina?  Sem sagt dæmt einhvern annan en þann sem "brýtur á" þeim.  

En að öllu gamni slepptu.

Það væri óstjórnlega gaman að sjá Tristan spila undir stjórn Zola í haust.

Lið West Ham er í fínu formi og engin ástæða fyrir þá að missa sig í janúarútsölunum þeta sísonið.

 


Engar lausnir?

Undanfarin vika hefur verið skrýtin vika.

Veröldinni er snúið á hvolf.  Kapítalisminn er dauður og líka útrásin.  Gamlir vinir eru nú óvinir og við getum helst vænst aðstoðar hjá Rússum.  Eða hvað?

Ríkið verður að taka yfir bankana til að tryggja skilvirkni fjármálakerfisins og tryggja atvinnuvegunum aðgang að fjármagni.  Þetta skiljum við og styðjum öll.

En í ljósi síðustu atburða vakna ýmsar spurningar:

Vandamálin með flökt gjaldeyris virðast mikil og trúverðugleiki krónunnar er ekki mikill erlendis.  Við þetta bætast mikilir erfiðleikar ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka við að tryggja okkur gjaldeyri.  Við höfum móðgað "elskurnar" okkar í Bretlandi þannig að þeir hafa fryst innistæður okkar þar. Engar úrlausnir liggja fyrir hendi.  Hvað veldur?

happy-pig Verkefni dagsins er að leysa málin og benda á lausnir.  Að því verki vinna væntanlega ríkisstjórn, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, ekki síst.  Að benda á sökudólga og rífast um af hverju svona er komið, það er nokkuð sem getur beðið.   En samt vakna áleitnar spurnmingar um  verk  eða öllu heldur undarlegt verkleysi Seðlabankans undanfarna mánuði. 

Seðlabankastjóri mætti í Kastljós í vikunni og fékk þar gott tækifæri til að skýra af hverju hann hefur ekki gert þetta og ekki hitt.  Helsta niðurstaðan af því langa viðtali var að hann kallaði eigendur íslensku bankanna illum nöfnum og lýsti því yfir að við myndum ekki borga skuldir þeirra erlendis.

Ég tel að svona orðaval sé ekki til að styrkja traust á íslensku bönkunum og íslensku krónunni.


Ekki sitja og kvíða.

Ég held að þessa dagana hafi margir áhyggjur.  Mér hefur liðið illa sjálfum, þannig að ég ímynda mér að það sé þannig með fleiri.

life inst Þetta er eðlilegt, en það að sitja einn og kvíða er það versta sem maður gerir.

Það sem þú átt að gera er að tala við fjölskylduna og vini þína, til dæmis á vinnustað eða í sima.  Aflaðu þér upplýsinga hjá bankanum eða einhverjum sem þú treystir vel.  Í verstu tilvikum er ráðlegt að leita til læknis.

Við skulum líka muna eftir börnunum, þau fylgjast vel með og hafa mörg örugglega áhyggjur.  Þau þurfa að fá útskýringar líka.  Hinir öldruðu þurfa líka einhvern til að tala við og deila með áhyggjum.  

Það er hætt við að margir sitji inni með "ástæðulausar" áhyggjur í svona óvissu ástandi.

Því segi ég; " Dont worry, be happy".


Lausn fjármálakrísunnar í sjónmáli.

Það voru blikur á lofti í gær, en í dag berast fregnir af lausn fjármálavanda íslensku krónunnar.

Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafa lagt nótt við dag í leita fjármunum og nú berst hjálp úr óvæntri átt.

Seðlabanka Íslands mun hafa borist bréf frá skrifstofustjóra fjármálaráðuneytis Nígeríu, Rufus Aiygmeni, sem boðið hefur seðlabanka Íslands háar fjárhæðir fyrir að aðstoða hann við færslu fjármuna út úr Nígeríu á bankareikning í Sviss. 

 Þótt ekki sé þjóðstjórn í Nígeríu segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri að þarna sé tækifæri til þess að auka gjaldeyrisforða Íslendinga án mikillar fyrirhafnar en fjárhæðin sem seðlabanka Íslands er lofað er hátt í 80 milljón bandaríkjadala.  Davíð sagði að fyrst þyrfti að ganga frá lausum endum sem meðal annars fælust í greiðslu 100.000 bandaríkjadala á reikning Rufusar til þess að auðvelda honum flutning fjárins.  "Rufus lofaði okkur greiðslu ef við greiddum þessar fjármuni núna þannig að við bíðum átekta" sagði Davíð við fréttamann.

Fréttagátt; fleipur.blog.is


Brottför hraðað.

króna evra

Ég var að heyra að nokkrir pólverjar hefðu keypt sér far með ferjunni Norrönu í dag.  Brottför hennar er áformuð í kvöld um miðnættið.

Ferjan kom til hafnar á Seyðisfirði rétt um hádegið, í suðaustan slagveðri, hafði sem sagt lens yfir hafið.

norröna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband