Færsluflokkur: Bloggar

Guðni með stjörnuleik!

Guðni er hress með Rússana og Pútín.  Hann er samaur við sig og vill að Íslendingar hagi seglum eftir vindi.  Gaman að þessu.
mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á greiðslan að vera í Neðra eða Efra?

Ég heyrði einn góðan í gær.  Hann Höskuldur á dekkjaverkstæðinu vill láta breyta heitinu á krónunni.  Hún á að heita Neðra.  Þá getum við borgað í tveimur gjaldmiðlum:  Í Neðra og Í Efra.

En án gamans.  Það sem hefur gerst undanfarna daga er að mestu leyti afleiðing af því hvernig við höfum lifað.  Viðvarandi neikvæður vöruskiptajöfnuður og skuldasöfnun hlaut að taka enda.  Þess vegna féll gengið. Gengið hefur samt fallið mun meira en þessu nemur.  Það umfram fall er vegna þess að í fjármálakreppunni sem er á heimsvísu eru menn hræddir við að eiga krónu. Um leið og þeir sjá að hún mun fara upp,  þá vilja menn krónu umfram allt annað. 

Það sem Seðlabankinn  og Ríkisstjórnin þurfa að gera strax er að ákveða hvernig þeir ætla að koma á jafnvægi og búa til áætlun um að koma krónunni á þann stað að evran kosti svona 120. 

Það þarf þjóðarsátt um að ná þessum markmiðum og ná niður verðbólgunni sem fyrst. Það þarf þjóðarátak til að við kaupum alltaf íslenskt þegar kostur er. 

Það þarf yfirlýsingu um að við ætlum í Evrópusambandið,  ef það er hagstætt fyrir okkur,  eða yfirlýsingu um einhverja aðra framtíðarsýn og lýsingu á því hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar,  til lengri tíma.  Við þurfum að setja peningana okkar í menntun og fjárfestingu sem skilar betra þjóðfélagi en ekki gamblaravitleysu í úrlöndum eins og þeir sem keyptu ríkisbankana leiddust út í.  Þess vegna þarf betri löggjöf um bankastofnanir. 

 


Davíð vill þjóðnýta Hlöllann !

  hlölla

 

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Davíð Oddsson vilji þjóðnýta Hlöllabáta.  Davíð mun hafa látið þessi orð falla tvisvar í dag, fyrst á fundi með ríkisstjórninni í hádeginu og aftur inn á karlasnyrtingunni í Valhöll.  Í ljósi efnahagsástæðna telur Davíð nauðsynlegt að tryggja aðgengi almennings að Hlöllabátum en engar heimildir eru fyrir því að Hlöllabátar eigi í lausafjárerfiðleikum. 

Fréttalína: fleipur.blog.is 


Kemur ekki á óvart.

Hins vegar spurning um að reyna að finna leið sem báðir flokkar geta sætt sig á. Í þeirri stöðu sem er er sennilega engin draumalausn og pantent lausn.
mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd

Ég styð hugmyndina um þjóðstjórn.

Hún á að vera skipuð mönnum úr öllum flokkum og einnig er æskileg að aðilar vinnumarkaðarins, fjármálalífs og Seðlabankans og Háskólasamfélagsins eigi þar fulltrúa:

1. Forsætisráðherra. Jón Ásgeir Jóhannesson.

2. Fjármálaráðherra.  Geir Haarde.

3. Utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

4. Heilbrigðis og tryggingaráðherra. Katrín Jakobsdóttir.

5. Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Einar Kristinn Guðfinnsson.

6. Umhverfisráðherra. Guðni Ágústsson.

7. Iðnaðarráðherra.  Kristinn Gunnarsson.

8. Samgöngumálaráðherra.  Kristján Möller.

9. Dómsmálaráðherra.  Atli Gíslason.

10. Mennta og Íþróttamálaráðherra.  ?

11. Félagsmálaráðherra.  Jóhanna Sigurðardóttir.

12. Viðskipta og bankamálaráðherra.  Björgvin Sigurðarson.

13. Kirkjumálaráðherra. Davíð Odsson.


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt?

Kannski ekki stærsta málið í fréttunum þessa vikuna, kannski ekki.

Könnun um samgöngur á þesari síðu.


mbl.is 40 bílar á gangstéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanbúið vegakerfi

Þessi vegur er ófullnægjandi og þolir ekki þenna umferðarþunga.

Sjá könnun um samgöngumál á síðunni hér.


mbl.is Minni hraði yki hættu á framúrakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt gengi!

Gengi íslensku krónunnar féll enn í dag og hefur aldrei verið lægra.

Krónan er fall-legur gjaldmiðill.

Ef við lítum á þetta frá öðrum bæjardyrum sjáum við að gengið er líka fallegt frá stærðfræðilegu sjónarmiði.

Evran er í 144. (12 í öðru)

Dollar er 100. (10 í öðru).

Yen er 1. (1 í öðru).

Vissulega fallegar tölur.


Seyðisfjörður þarf betri samgöngur.

 

Í kjölfarið á samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um jarðgöng hafa orðið miklar umræður hér Austanlands.

Meðal annars hefur forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sett fram þá ásökun á bloggsíðu sinni að með samþykktinni hafi Seyðfirðingar rofið samstöðuna um Samgöng!  Telur hann að þessi samþykkt bæjarstjórnar sé í andstöðu við almenna bæjarbúa á Seyðisfirði.

Ég er viss um að mikill meiri hluti bæjarbúa á Seyðisfirði sé mjög ánægður með ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

Hún er gerð eftir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði lagt mikinn þunga, fjármuni og tíma í það að berjast fyrir hugmyndinni um Samgöng.  Hugmyndin um Samgöng er stórkostlegt tækifæri til að mynda eitt öflugt samfélag á Austurlandi.  Kannski vantar ekki mikið á að hægt sé að hrinda því í framkvæmd.  Ef þau göng eru jafn hagkvæm og mér sýnist þau vera er undarlegt að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið séu ekki jafn áhugasöm um þau og félagsmenn í samtökunum Samgöng.

Hugmyndin um Samgöng hefði verið frábær fyrir Norðfjörð og ég veit að margir voru oft svekktir yfir því að forsvarsmenn Fjarðabyggðar (að forseta bæjarstjórnar undanskildum) sýndu málinu ekki eindreginn stuðning. 

Hins vegar er það svo að Seyðisfjörður þolir ekki lengri bið í samgönguúrbótum.  Heilsárssiglungar Norrönu og frekari uppbygging atvinnustarfsemi hér eru erfið við núverandi samgöngur.

Margskonar atvinnustarfsemi krefst betri samganga.  Að eiga aðgang að stærra atvinnu og þjónustusvæði, gerir svæðið fýsilegri kost til búsetu. Vegurinn um Fjarðarheiði er eina tenging okkar við íslenska vegakerfið.  Þessi stundum fallega leið getur verið stórhættuleg.  Já, og svo eru bættar samgöngur líka til að örva verslun, bæði á Héraði og Seyðisfirði.

Að tala um Bónus í því sambandi við þessa ályktun er hrein móðgun við Seyðfirðinga og lýsir vanþekkingu á aðstöðu Seyfirðinga.


Seyðfirðingar stoltir af leiðtoganum sínum.

Í vikunni vann Ómar Bogason forseti bæjarstórnar Seyðisfjarðar mikið afrek.  Hann flaug yfir Fjarðarheiðina á heimagerðum vængjum fyrir afli úr 18 brúsum af kveikjaragasi.

Ómar sem hefur verið óþreytandi að berjast fyrir gerð jarðganga til Seyðisfjarðar sagði að tilraun sín væri til að vekja athygli á samgöngum við Seyðisfijörð.

"Seyðisfjörður er gamall bær, en við þurfum nútíma sagmgöngur",  sagði hann kankvíslega og strauk vængjum sínum til að leggja áherslu á orð sín.

flug

Myndina tók Haraldur Snær áhugaljósmyndari.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband