Færsluflokkur: Bloggar

Umboðsmaður Austurlands!

„Nei, nei, nei, ég er ekki umboðsmaður Íslands. Ég er ekki með samning við stjörnurnar þannig að þær megi ekki vera hjá einhverjum öðrum líka. Ég er meira svona tengi­liður. Já, ókei. Þú mátt kalla mig tengilið Lionsklúbbs Seyðisfjarðar," segir Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri og … tengi­liður Seyðisfjarðar.

Gunnar, hefur nú verið í forsvari fyrir skemmtinefnd Lionsklúbbs Seyðisfjarðar í mörg ár, hefur haft milligöngu um að mynstra stjörnur á skemmtanir – reddar skemmtiatriðum, jólasveinum, skemmtikröftum, árshátíðarmyndböndum og stemmningu. Og það eru engar smástjörnur á mála hjá honum. Svo bara sé litið til þeirra sem gefa kost á sér í veislustjórn þá eru þar menn allt frá Sigga Jóns upp í Valda Jó.

Rafvirkjar, framkvæmdastjórar, bílstjórar, eldri borgarar og opinberir starfsmenn eru þarna áberandi: Rúnar R, Ómar Bo, Jón Halldór, Bragi Blú, Gæi paint, Lalli Bja, Gaui Ósk – listinn er tilkomumikill óneitanlega.

star

Allt sem hugurinn girnist hvað skemmtilegt fólk varðar. Og veislustjóra­teymi. Addi Guðmunds og Óla Lomm, og þeir búkarestfélagar Grétar á Stöðinni og Hjálmar Níels. Og svo Gunni sjálfur og Snorri Jóns, sem vinnur reyndar með honum. Af hverju vill hann ekki vera með konu sinni frekar en þér, spyr blaðamaður Gunnar forviða? „Hann vill þetta. Þeim semur svo illa. Nei, nei, ég veit það ekki. Hann gerir það líka. Þetta er bara frekja í mér," segir Gunnar spaugandi.

Auðvitað kostar að fá stjörnurnar í veisluna en þær er hægt að fá frá um hundrað þúsund krónum og upp úr. Fer eftir því hvað menn vilja fá. En innifalið í því er yfirleitt eitt skemmtiatriði og svo kynning á dagskrá og er viðvera þá um þrír tímar. Oft þarf að funda með viðkomandi og leggja línurnar. Gunnar útvegar líka hópa til að sjá um réttu stemninguna ef um þemaveislur er að ræða.

Það getur verið kúnst að raða þessu öllu upp svo vel sé. „Ætli Lárus sé ekki dýrastur. Enda tekur hann ávallt mig með sér. Svo eru þeir félagar Siggi Valda og Jón Halldór í þeim klassa einnig en þeir eru nánast hættir og taka bara að sér stórar veislur," segir Gunnar aðspurður – en hann harðneitar að svara því hver sé ódýrasti veislustjórinn sem hann bjargar í veisluna.


Norröna afgreidd að næturþeli!

Bílferjan Norröna var tollafgreidd í nótt, en hún lagðist að bryggju kl. 3.00 í nótt.  Fór skipið um klukkan 7.00 með mun fleiri bíla og farþega en komu með henni.  Það er gleðilegt hve mikil umferð er með ferjunni fram á haustið.

Ástæða þessa óvenjulega afgreiðslutíma er einkum sú að veðurhorfur á hafinu fyrir suð austan land eru slæmar í dag, en leyfarnar af Ike eru að fara yfir Atlantshafið í dag og á morgun.

Veðrið í dag á Seyðisfirði er hins vegar afar gott 15 stiga hiti og sólskin. Þó er smá andvari af suðaustri og útlit fyrir að nokkuð hvessi í nótt og fyrramolið.

Meðal þess sem fór út mð ferjunni voru bílar með búnað Cirkus Agora.  Áformuð sýning "sirkússins" norska á Egilsstöðum í kvöld fellur niður af þessum sökum. Þess vegna má segja að horfur séu á því að eini hópurinn sem verði fyrir barðinu á fellibylnum mannskæða á Íslandi verði sem sagt blessuð börnin hér á Austurlandi.

 


Ferð Norrönu flýtt!

Það er frábært að áætlun skipsins er svo rúm að unnt er að sneiða hjá illvirðum sem fyrirsjánleg eru á hafinu hér á milli Íslands og Færeyja.

norröna

Siglingar skipsins hafa gengið sérdeilis vel á þessu ári og í sumar.  Algert met í farþegafjölda og er ferjan mikilvæg fyrir þjóðarbúið,  því að erlendir ferðamenn sem koma með henni eru hér að meðaltali um 3 vikur og færa þjóðabúinu einhverja milljarða í gjaldeyristekjur.

cirkus 

Auk þess er ferjan mikilvæg leið fyrir ýmsa flutninga.  Sirkus sem verið hefur á ferð um landið, kom einmitt með henni og um daginn komu 120 stk glæsilegur Volkswagen bílar sem eru hér á landi til að evrópskir blaðamenn geti prófað þá í okkar fallega landslagi.

Það er að mínu mati fátt dásamlegra en að keyra um okkar fagra land og mér finnst sá tími sem nú er að ganga í garð vera fallegasti árstíminn.

smygl 

En sem sagt;  Hundar og tollarar vakna til starfa í nótt þegar flestir landsmenn sofa áhyggjulausir vært á sínum kodda.  Vonandi getum við sofið rótt og treyst því að löggæslumenn og tollarar hér eystra geri áfram sitt allra besta til að stemma stigu við innflutningi fíkniefna. 


mbl.is Ferð Norrænu flýtt vegna veðurspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott lógó!

Mér áskotnaðist West Ham treyja fyrir ári og mér finnst logoið XL vera töff.

Reyndar svolítið kaldhæðnislegt í mínu tilviki, þar sem ég fylli alveg út í stærðina XL.

Mínir menn í Leeds léku á árum áður með auglýsingar á borð við Top Man og Admiral.

Þau merki voru við hæfi Leeds United þess tíma.

Liverpool eru með bjór á bumbunni og hafa verið það í einhver ár, sem er ekki eins Töff.

En auglýsngar á treyjum fótboltaliða eru jú fyrst  og fremst  tekjulind, hvað sem líður þessum hugrenningum.

 


mbl.is West Ham leikur án auglýsinga á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtökin Samgöng.

Fyrir 4 árum voru stofnuð samtök í Mjóafirði.  Var tilgangur þeirra að berjast fyrir samgöngumbótum milli Eskifjarðar og Héraðs, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar.

Ég er félagi í þessum samtökum og er stjórn þeirra skipuðum miklum fallbyssum.

Ég er að vona að stjórnin vinni ötullega að málinu bak við tjöldin, en ef svo er ekki hef ég miklar áhyggjur, því lítið hefur heyrst í samtökunum í heilt ár. 


Umbúðalaust sagt:

..... Hvílík myndataka og útsendingarstjórn!  Sjónarhornið með þeim hætti að erfitt var að fylgjast með því sem gerðist á vellinum. Engin atvik endursýnd. Langlégasta útsending sem ég hef séð í mörg ár.

....  Hvílíkur dómari.  Margar ákvaðanir rangar og grófur leikur Skota látinn óátalinn.

....  Emil og Aron Einar frábær leikur. Stefán mjög góður.  Kristján flottur.  Nú er kominn tími til að láta Gunnleif í markið.  Þarf aðeins meira sjálfstraust og hungur í okkar menn.  Þurfum að kunna að skipta Eiði út af ef hann er búinn.  Ekki bara taka yngsta manninn útaf.

.... Annars átti Ísland aldrei að tapa þessum leik. 


mbl.is Ólafur stillir upp sama byrjunarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í nýjan stjóra?

Gianfranco Zola hálfnafni minn er nú talinn líklegastur af kandídötum í starfið.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við jobbið eru Milic landsliðsþjálfari Króata og Donadoni fyrrum landsliðsþjálfari Ítala og Michael Laudrup sem meðal annars hefur stýrt Getafe á Spáni.

Allir þessir leikmenn voru farsælir leikmenn og Bilic og Zola eiga það sameiginlegt að hafa leikið í Englandi.

Zola spilaði sem kunnugt er um árabil með Chelsea og hann var að mínu mati þannig leikmaður að maður gat ekki annað en dáðst að honum. Tekniskur og alltaf í góðu skapi. Aldrei neitt vesen, aldrei neinn blús.

Ef hann hefur þessa eiginleika sem stjóri og nýtir þá, þá segir mér svo hugur að hann geti orðið sterkur stjóri.

 

 

 


mbl.is Tilkynnt um ráðningu Zola á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegur dómur!

Ég trúði varla mínum augum þegar ég las um að sigur hefði verið dæmdur af Hamilton á sunnudaginn.

Niki Lauda er búinn að tjá sig um dóminn og ummæli hans eru afdráttarlaus.
Þetta er versti dómur sögu Formúlunnar:

Former world champion Niki Lauda has slammed the decision that saw Lewis Hamilton stripped of his Belgian Grand Prix victory as "the worst judgment in the history of F1."

Lauda was left incensed after the race stewards handed Hamilton a retrospective 25-second drive-through penalty for 'cutting a corner and gaining an advantage.'

The incident concerned, at the end of lap 42 of the 44-lap race and as rain began to fall, allowed Hamilton to move into the lead ahead of Ferrari's Kimi Raikkonen.

However, the 23-year-old immediately conceded the lead back to the Finn, prior to conjuring a superb overtaking manoeuvre into the La Source hairpin.

On a greasy track, an enthralling cat-and-mouse game followed that culminated in Raikkonen sliding into a wall, and Hamilton claiming victory.

But two hours after the race the stewards intervened, awarding a penalty that demoted Hamilton to third, and as far as Lauda is concerned, also throwing the sport into chaos.

"This is the worst judgment in the history of F1, the most perverted judgment I have ever seen," lambasted three-times champion Lauda

"It's absolutely unacceptable when three functionaries (stewards) influence the championship like this.

"Hamilton did nothing wrong. He was on the outside, he then let him (Raikkonen) by, which is the rule, and afterwards he passed him.


Formúlan í Belgíu, Hamilton frábær!

Ég fylgdist með formúlunni á Spa í Belgíu. Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var frábær og tók Kimi Raikkonen á glæsilegan hátt á lokakaflanum. Þessi ungi maður sýndi hvers hann er megngur og Pélípe Massa átti aldrei möguleika á sigri í þessari keppni.

lewis-hamilton1

Hamilton hefur nú góða forystu og  ekkert getur komið í veg fyrir að hann hampi meistartiltinum í haust nema stórslys.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband