Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2008 | 15:37
Hoggið að þeim sem hlífa skildi?
![]() |
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.11.2008 | 14:17
Norræna er mikilvæg fyrir okkur.
Minni alveg sérstaklega á að ferðamenn sem koma með þessu skipi ferðast um allt landið og langflestir fara hringveginn.
Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom fram að um 30% þeirra sem koma með ferjunni yfir sumartímann ferðast um Vestfirði.
Þessir ferðamenn eru því mikilvægir fyrir ferðaþjónustu um allt land, eitthvað annað en hægt er að segja um langflesta ferðamenn sem koma með flugi um Keflavík.
![]() |
Norræna hættir að sigla til Björgvin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 10:39
Færeyingar bestu vinir okkar.
Samkvæmt könnun á síðunni hér, eru okkar traustustu vinir Færeyingar. Þetta er álit 70% þáttakenda og einnig æðstu manna þjóðarinnar samkvæmt fréttum dagsins.
Komin er ný könnun í loftið um jólahlaðborð.
Gleðjumst og verum vinir. Engin miskunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 22:08
Fyrsta afborgunin?
Fékk þess mynd senda tölvupósti með textanum: Fyrsta afborgunin af Ice save skuldunum?
Ég svaraði; Farið hefur fé betra, þetta er fé af Snæfellsnesinu, er það ekki?
Kiddi Jóh lagði þetta hins vegar til málanna:
Þetta er talsvert fjármagn,en það er óhreint og þreytulegt að sjá og etv á leið í fjárþvætti,búið að eta yfir sig á féþúfum landsins.
Ég er alveg hress með kallinn, það þýðir ekkert annað en taka lífinu létt og láta volið vera í öðru sæti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2008 | 20:55
Flottir krakkar!
![]() |
Lego-keppni grunnskólanema |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 20:41
Austurlandsmót í tvímenningi í bridge.
Austurlandsmóti í tvímenningi í bridge var að ljúka á Reyðarfirði í dag.
14 pör víða af Austurlandi tóku þátt í mótinu.
Úrslitin:
1. Einar Guðmundsson og Kristinn Valdimarsson Bridgef Seyðisfj. 92 stig.
2. Hafþór Guðmundsson og Ævar Ármannssson B Suðurf. 52 stig.
3. Magnús Ásgrímsson Brf Suðurfj og Sigurþór Sigurðsson Bf Fjótsd 46 stig.
4. Þórður Pálsson og Sigurður Stefánsson, Bridgef Vopn / Fljótsd. 27. stig.
5. Unnar Jósepsson og Jón Halldór Guðmundsson B Seyðisfj. 20 stig.
6. Guttormur Kristmannsson og Guðmundur Snorrason B Fljótsd. 19 stig.
7. Pálmi Kristmannsson og Stefán Kristmannsson B Fljótsd. 16 stig.
Sem sagt, yfirburðir hjá Einari og Kidda.
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 11:34
Til hamingju með daginn, Hrefna Sif.
- 1893 - Women in the U.S. state of Colorado are granted the right to vote.
- 1912 - The Deutsche Opernhaus (now Deutsche Oper Berlin) opens in the Berlin neighborhood of Charlottenburg, with a production of Beethoven's Fidelio.
- 1917 - Russian Revolution: In Petrograd, Russia, Bolshevik leaders Vladimir Lenin and Leon Trotsky lead revolutionaries in overthrowing the Provisional Government (As Russia is still using the Julian Calendar, subsequent period references show an October 25 date).
- 1917 - World War I: Third Battle of Gaza ends: British forces capture Gaza from the Ottoman Empire.
- 1934 - Premiere of Rachmaninoff's Rhapsody on a Theme of Paganini at the Lyric Opera House in Baltimore, Maryland, United States.
- 1963 - Wunder von Lengede: In Germany, eleven miners are rescued from a collapsed mine after 14 days.
- 1967 - Carl B. Stokes was elected as Mayor of the City of Cleveland, Ohio, becoming the first Black Mayor of a major American city.
- 1989 - Douglas Wilder wins the governor's seat in Virginia, becoming the first elected African American governor in the United States.
- 1989 - Hrefna Sif Jónsdóttir fæðist.
- 1990 - Mary Robinson is first woman to be elected President of the Republic of Ireland
- 1996 - NASA launches the Mars Global Surveyor.
- 2000 - Hillary Rodham Clinton is elected to the United States Senate, becoming the first former First Lady to win a public office in the United States.
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 09:08
Bæjarmál á Seyðisfirði.
Á síðasta fundi bæjaráðs á Seyðisfirði voru fulltrúar foreldrafélagsins mættir til að ræða gjaldskrá leikskólans. Niðurstaða liðsins var þessi:
3. Foreldrafélag leikskólans. Frestað frá síðasta fundi.
Mættar eru frá foreldrafélaginu: Jóhanna Pálsdóttir, Eva Björk Jónudóttir, Svava Lárusdóttir og Dagný K. Sigurðardóttir. Gjaldskrá leikskólans rædd. Ákveðið var að bæjarráð og foreldrafélag vinni sameiginlega að endurskoðun gjaldskrár leikskólans.
Ég hef einkum tvennt að athuga við þetta mál:
1. Foreldrafélag leikskólans er greinilega mætt á fund bæjrarráðs til að ræða gjaldskrá leikskólans. Samkvæmt mínum upplýsingum er þessi leikskóli einn sá ódýrasti á landinu. Auk þess tekur hann við börnum frá 1 árs aldri, sem er alls ekki alls staðar. Í þriðja lagi er mikill faglegur metnaður í leikskólanum og gott starf og til dæmis er á elsta ári leikskólans sérstakur undirbúningur að grunnskólanámi, svokölluð brú milli skólastiga. Mjög brýnt er að þetta fólk hafi í huga að grunnskólinn á Íslandi er gjaldfrjáls og mín skoðun er sú að hann eigi að vera það áfram. Ég tel að það starf í leikskólnaum sem lýtur að undirbúningi undir grunnskólann eigi þess vegna að vera gjaldfrjáls líka.
Ég ætla að vona að hugsjónin um jafnrétti til náms sé ekki dauð í þessi velmenntaða unga fólki.
2. Af hverju er fræðslumálaráði haldið frá málinu? Á það ekki að vera umsagnaraðili um málefni grunnskólann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2008 | 22:10
Umhugsunarvert og trúlega rétt ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 19:04
Leikskólinn Sólvellir á Seyðisfirði.
Hér á Seyðisfirði höfum við afar góðan og farsælan leikskóla. Þar hefur lengi verið mikið mannval og hærra hlutfall af fagmenntuðu fólki. Þess vegna hefur starf skólans lengi verið annað og meira en geymslustaður fyrir börnin.
Leikskólakonurnar hafa farið víða og kynnt sér starf leikskóla annars staðar og byggt upp uppeldisstofnun sem ber virðingu fyrir barninu og starf leikskólans gefur því tækifæri til að þroskast í gegnum leik. Það hefur verið skoðun fræðsluyfirvalda að æskilegt sé að öll börn á leikskólaaldri fái tækifæri til að vera í leikskóla, án tillits til efnahags foreldra.
Brú milli skólastiga er verkefni sem leikskólinn og skólinn hafa byggt upp saman og er markmið þess að aðlaga börnin að starfinu í grunnskólanum. Það er skoðun mín og margs annars félagshyggjufólks að landsmenn búi við jafnrétti til náms. Skólagjöld á framhaldsskólastigi og ég tala nú ekki um grunnskólastigi séu því ekki réttlætanleg. Þess vegna er eðlilegt að sá hluti leikskólastarfs sem er aðfari grunnskólans sé gjaldfrjáls.
Í grunnskólanum hafa orðið miklar breytingar á síðustu árum. Er nám nemendanna einstaklingsmiðað og eru 3 árgangur í hverjum nemendahópi.
Úr uppeldisstefnu Leikskólans Sólvalla:
LEIKUR er iðja barna rétt eins og vinna er iðja fullorðinna. Í gegnum leik læra börn, þroska og þjálfa mikilvæga þætti félagsfærni eins og samskipti, samvinnu, traust og að fylgja reglum. Þetta eru nauðsynlegir færniþættir m.a. til að börn geti eignast og haldið vinum, tekið þátt í íþróttum og tómstundum og liðið vel í skólastarfi jafnt sem daglegu lífi.
Börnin okkar eru getumiklir einstaklingar sem eru færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og við verðum að gefa þeim tíma og skapa þeim aðstæður til að gera hlutina sjálf, á eigin forsendum og hraða og hætta að grípa fram fyrir hendurnar á þeim.
Börn hafa þörf fyrir ást, öryggi, hlýju og viðurkenningu hins fullorðna, því þarf leikskólinn okkar að vera öruggur, hlýlegur, skemmtilegur og örvandi vinnustaður sem vekur gleði og forvitni barnanna ásamt því að efla frumkvæði, sjálfstæði og jákvæða sjálfsmynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar