Prenthylki.is Nýtt umhverfisvænt fyrirtæki.

Það er alltaf gleðilegt þegar nýtt fyrirtæki hefur göngu sína á stað eins og Seyðisfirði.

Þetta fyrirtæki er nýtt hér í bæ, en á sér alllanga sögu fyrir sunnan, en er nú flutt hingað og byrjað starfsemi.prenthylki

Fyrirtækið sér um að endurhlaða dufthylki fyrir prentara.  Með því að láta prenthylki.is endurhlaða hylkið þitt spararðu þér fjármuni og þjóðarbúinu gjaldeyri.  Einnig er starfsemin umhverfisvæn, og minnkar kostnað sveitarfélagsins við að urða úrgang. 

Fyrirtækið tekur einnig á móti blekhylkjum til endurvinnslu og rennur ágóðinn af því verkefni til vinnustaðar aldraðra, sem sér um senda það til endurvinnslu.

Svo elskurnar; Ekki henda hylkinu. Talið frekar við prenthylki.is.

Að lokum vísa sem mér barst í tölvupósti:

Hugarvíl og harmur dvín,

er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.
  

Höfundur óþekktur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott mál   og vísan góð.  Kveðja austur

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband