Hvað getum við gert?

Ég held að við Íslendingar eigum að fara að snúa okkur að því að reyna að huga að því hvað við getum gert.

Það er fólk í því að reyna að koma fjármálakerfinu í virkni og einhverjir eru að reyna að halda atvinnulífinu í gangi og svo framvegis.

Mér finnst hins vegar almenn umræða í fjölmiðlum og útifundir og þetta vera ofsalega mikið neikvætt og þokukennt. Þessi umræða fjallar mest um það sem við fáum ekki nógu mikið að vita um, til að geta dæmt um.  Það er pirrandi, en mér finnst umræðan stoppa þarna og við komst of lítið áfram.

Hvað getum við, almenningur gert til að hjálpa og láta gott af okkur leiða?

Við getum til dæmis reynt að lifa hófsömu lífi, verið jákvæð og ekki er sniðugt að gera til dæmis börnin okkar of áhyggjufull.  Ég held líka að við ættum að reyna að versla íslenskt og verja þannig störf í okkar samfélagi.

Fyrirtækin okkar þurfa á okkur að halda, fremur en nokkurn tíma fyrr.  

Ef til dæmis allir fara að spara og segja upp Stöð 2 og hætta að drekka kók, af því að það er óþarfi óhollt og dýrt, þá þýðir það að margir missa vinnuna.

En í kreppu gerast einmitt svona hlutir. Við höfum minna af aurum og neitum okkur um munað, eða það sem við getum helst verið án.

Mér finnst að stjórnvöld, sveitarstjórnir og aðrir eigi að gera sérstakt átak í atvinnuþróun og leita að atvinnutækifærum um allt land.

Það er siðferðisleg skylda okkar að byggja aftur upp samfélag sem er að ganga í gegnum erfiðar breytingar.

Verktakastarfsemi og byggingariðnaður til dæmis  Er unnt að finna ný verkefni handa þeim?  Það er slæmt ef hið opinbera slær af fyrirhugaðar framkvæmdir.  Það er dýrt fyrir samfélagið að hafa fólk atvinnulaust. 

Þetta eru svona mánudagshugleiðingar hjá mér að þessu sinni.

Kveðjur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er erfitt að breyta einhverju, eða að ætlast til þess að aðrir breyti hlutunum, ef maður fær engar upplýsingar um hvað er í raun að gerast: ss skilyrði gjaldeyrissjóðsins. hvað ráðamenn eru að aðhafast, almennt havða spil eru í stöðunni. Við getum ekki dregið ályktanir, stutt eða hafnað einhvarju sem við vitum ekki hvað er.

hilmar jónsson, 3.11.2008 kl. 23:35

2 identicon

Þetta er svo sorglegt ástand

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já sorglegt er þetta ástand og öryggisleysi hjá mörgum. Við verðum samt að reyna að vera jákvæð og gera okkar besta, held ég.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 07:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er spurning um völd.  Það er verið að draga okkur fram og aftur í krafti þess að við vitum mjög lítið.

Hvað er hægt að gera?  Það þýðir lítið að heimta meiri upplýsingar, því þær fáum við aldrei.  Við höfum ekkert vitað hvað var í gangi undanfarin 10 ár, svona til dæmis.  Það eru ekkert hagsmunir valhafa.

Það væri helst að allir myndu allt í einu taka upp á því að kjósa Ómar Ragnars í stað VG & Framsóknar, Frjálslynda í stað Samfylkingar, og Lalla Johns ef hann byði sig nú fram í stað Sjálfstæðisflokks.

Það myndi ógna þessu pakki, ekkert annað.  Valið stendur nefnilega ekkert um S, D, F eða VG.  Þeir eru ekki inní myndinni.  En: ég veðja á að þeir komast til valda aftur í sömu hlutföllum og áður. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Getum við ekki reynt að gera illt ögn skárra?

Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þú ert ekki svo vitlaus. 

Núna eru heilu verktakafyrirtækin farin á hausin og fólk að flykkjast á atvinnuleysisbætur. Sumir sem halda vinnu, þurfa að sætta sig við dagvinnuna berstrípaða. 

Jú, við getum gert illt ögn skárra en það væri í lagi að stjórnvöld gerðu slíkt hið sama.  Ekki að reyna að skafa yfir skítinn sem menn virðast vera að reyna að fela.

Í dag, er ekkert hægt að gera.  Það er ekki þannig að fólk geti sparað og sleppa kóki og stöð 2.  Margir geta bara ekki leyft sér þetta ef þeir ætla að láta endana ná saman.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 5.11.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 134030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband