23.8.2008 | 23:38
Leikurinn á morgun.
Það er ekki laust við að maður sé óþreyjufullur í biðinni eftir leiknum á morgun.
Hér í bæ er mikill viðbúnaður og verður kvikmyndahús bæjarins opnað og leikurinn sýndur á tjaldinu í beinni.
Ég spjallaði við bróður minn í danaveldi um leikinn og áhuga dana. Að hans sögn eru afgreiðslumenn í stórcenterinu í Kolding búnir að missa allan áhuga á handboltakeppninni á OL og líta menn sem fagna velgengni Íslands hornauga. Lenti hann í því að vera vísað á dyr vegna þessa í Spánarleiknum.
Síðan sagði hann mér frá viðtölum við mikinn sérfræðing í danska sjónvarpinu.
Það var viðtal við danskan spesialista í handbolta um möguleika íslands um daginn og hann sagði að við hefðum ekki möguleika á verðlaunasæti, því við værum bara lítil þjóð. Svo var aftur viðtal við hann eftir að við vorum búin að vinna Spán og vorum að fara að spila um gullið. Þá kom aðeins annar vinkill á málið. Íslendingarnir eru komnir svona langt af því að þeir fatta ekki að þeir eru bara lítil þjóð.
Þeir eru svo dæilegir þessir danir.
Bloggar | Breytt 25.8.2008 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 09:55
Frábær frammistaða hjá ungum markverði.
Hann hefur vissulkega vakið athygli og vonandi fá hann og hinir strákarnir það sem þeir eiga skilið. Gull.
Gaman væri ef þessi árangur yrði notaður í framhaldinu til að auka útbreiðslu handboltans.
Hér á Austurlandi eru nokkur góð hús, en engin handboltalið.
Hér fyrir austan var nokkuð öflugt handboltastarf á Seyðisfirði, en einnig á Fáskrúðsfiði og Norðfirði.
Handboltinn bjargaði honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 18:03
Ísland í endaspæli!
22. aug 2008, 16:07
Minsta landið í liðítrótts-finalu nakrantíð
Mynd: Arnór Atlason og Sverre Jakobsson
Ísland er minsta landið, sum hevur verið í einari finalu í einum endaspæli í liðítrótti.
Kinesisku áskoðarnir yvirgóvu seg. Fólkið frá Heimsins fólkaríkastu tjóð, sum sótu á áskoðaraplássunum í hondbóltshøllini róptu: Ísland Jia Yuu, sum merkir Koyr á Ísland. Íslendingar hava veruliga sett seg á heimskortið í dag. Og eftir, at hava kannað tað kann staðfestast, at Ísland er minsta tjóðin nakrantíð, sum hevur verið í einari finalu fyri A-landslið í einum endaspæli í liðítrótti. Sama um vit tosa um hondbólt, fótbólt, flogbólt, kurvabólt, landhokki, íshokki, vatnpolo, baseball ella softball. Litava hevur verið í nøkrum hálvfinalum í kurvabólti, og Uruguay hevur vunnið HM í fótbólti tvær ferðir, umframt, at Uruguay hevur verið í øðrum HM-hálvfinalum. Í Uruguay búgva 3.500.000 fólk, í Litava búgva 3.400.000 fólk, í Íslandi búgva 300.000 fólk. So talan er veruliga um nógv tað minstu tjóðina, sum hevur verið í einari finalu í einum endaspæli í liðítrótti. Tað verið seg OL, HM ella EM. Men stoltu og røsku íslendingarnir hava ikki latið seg tølað av íbúgvaratalinum, men hava í hondbólti havt tað, sum fasta málisku, at Vit eru 7 ímóti 7 á vøllinum..
Þeir er flottir Færeyingarnir, eins og ég hef alltaf sagt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 22:19
Smásaga um Holtið og breytta tíma.
Þegar ég var að alast upp, upp úr miðri síðustu öld, var þjóðfélagið töluvert öðruvísi en í dag.
Ég ólst upp á Hvammstanga og mig langar til að segja frá því hér, að margir verkamenn þar áttu kindur og höfðu túnbleðla til að heyja ofan í þær.
Afi minn, hann Bjarni Gíslason var einn af þessum verkamönnum og þeir voru margir aðrir sem tilheyrðu þessum hópi.
Mig langar til að kynna til sögunnar einn þessara manna, en það er hann Guðmundur Sigurðsson sem átti gulan hund og konu sem hét Pálína. Þessi Guðmundur var einstaklega góður maður og var kallaður Guðmundur góði, vegna þess að hann ávarpaði aðra gjarnan með því orði.
Guðmundur átti heima í litlu húsi sem heitir Holt og stendur við Klapparstíg á Hvammstanga.
Þegar ég var í heimsókn á Hvammstanga í vikunni var nýr eigandi þess, Tryggvi Sigurðsson að lagfæra húsið sem er 100 ára á þessu ári með aðstoð Bangsa (Björns Sigurðssonar). Ég stoppaði aðeins hjá þeim félögum og meðal þess sem Bangsi sagði mér, var að í húsinu væri skrá um íbúa þess frá árinu 1908 og að margir hefðu búið í því um tíðina. Meðal þeirra væri afi minn og amma, Bjarni og Jórunn.
Þegar ég kom heim nefndi ég þetta við mömmu mína og sagði hún mér þá að amma hefði sagt henni að það hefði verið svo kalt í herberginu sem þau leigðu í húsinu að sæng systur ömmu hefði frosið við vegginn. Þessi systir mömmu veiktist af kíghósta í þessu húsi og fékk síðan bronkítis ofan í það og dó.
Þegar ég hugsa um þessar aðstæður verður mér hugsað til þess að þjóðfélagið sem amma og afi bjuggu við fyrstu hjúskaparár sín var ansi mikið öðru vísi en það er í dag.
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 13:42
Málningarsumarið mikla.
Þetta sumar sem nú er að líða verður trúlega í huga mínum sem málningarsumarið mikla.
Við ákváðum að mála húsið okkar að utan.
Eins og frægt er sumsstaðar var húsið bleikt og blátt og var því stundum kallað "Barbiehúsið" af gestkomandi.
Húsið þarfnaðist málunar og við ákváðum að skipta um lit og völdum að mála húsið í gráum litum.
Við höfum eytt stórum hluta af sumarfríi okkar í þetta verkefni og fengið frábæra aðstoð.
Bæði frá Óskari "afa", sem hjálpaði okkur mikið við málun og smíðar þegar hann og Hrefna amma voru hér um daginn.
Svo fengum við frábæra hjálp hjá afa Knúti við að mála þakið. Nú siðusta daga höfum við náð að mála þakið og það er mikið maus að færa til stiga og stillansa og svo eru ekki allir jafn liprir að klifra fram og til baka um brött þök.
Nú er sem sagt búið að mála húsið og einungis lítils háttar frágangur eftir.
Á þessari mynd er verið að mála veggina, en ekkert byrjað á þakinu.
Þess má geta að þakið er koksgrátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 23:29
Illgresi til óprýði.
Margir segja að Seyðisfjöður sé fallegur bær. Það er nokkuð til í þessu.
Eitt af því sem er til óprýði er njólinn.
Nú hefur komið fram tillaga hjá umhverfimálaráði bæjarins að hafið verði átak til að uppræta þetta hvimleið gresi.
Það er alveg ljóst að þetta átak verður ekki öflugt nema með samstilltu átaki bæjarfélagsins og bæjarbúa.
Hér í bæjarlandinu er nýtt land, uppfylling á hafnarsvæðinu sem njólinn er að leggja undir sig. Þarna á bæjarfélagið sjálft beinan hlut að máli. Sömu sögu er að segja um ýmis svæði sem tilheyra bæjarfélaginu.
Það sem að einstaklingum snýr ætti hins vegar að vera einkalóðir og nánasta svæði umhverfis lóðir fólks.
Víða í hlíðum bæjarins klæðir lúpínan landið blárri slikju sem kæfir annan gróður. Ég tel þetta mikla meinsemd og tel mikilvægt að uppræta þetta. Það kann að vera erfitt verk.
Á svæði við Fossgötu er mikið af lúpínu og eins fyrir ofan bæinn. Þarna er vandi sem erfitt kann að vera að taka á.
Þessi nýi áhugi bæjaryfirvalda á málinu er hins vegar gleðiefni og verður gaman að fylgjast með framvindu þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.8.2008 | 19:32
Æi, Bubbi minn!
Nú er ég ekki á þínu bandi góði maður.
Sá sem er tilbúinn til að taka séns í von um gróða verður að vita að vera tilbúinn að "éta leðrið" og tapa, ef svo illa fer. Þannig virkar kapítalisminn bara, er það ekki? Reyndar er Bubbi ekki að væla, heldu kannski fremur að miðla reynslu sinni öðrum til varnaðar.
Þetta minnir mig einnig á gaurinn sem seldi kvótann sinn, en er nú að stunda mótmælaveiðar, því hann vill nú fá að veiða óáreittur eins og hver annar. Þarna er ósamræmi í siðferði hans finnst mér.
En svona er nú með margt, það hefur margar hliðar.
Allur sparnaðurinn fór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 21:59
Huginsmenn gulir og glaðir!
Í kvöld eru Huginsmenn gulir og glaðir.
Eins og alþjóð veit spilar Huginn í 3 deild D og er þessa stundina efst liða í riðlinum.
Huginn er búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og það gerðu þeir með því að leggja lið Dalvíkur / Reynis í kvöld 2-3 á úitivelli.
Það var Friðjón sem jafnaði metin í fyrri hálfleik, en heimamenn voru greinileg ákveðnir að selja sig dýrt, enda hörku lið þarna fyrir norðan.
En Huginsmenn eru líka með magnað lið. Frábær þjálfari og flott liðsheild. Reynsluboltar eins og Binni Skúla, Marjan og Alexander, ásamt mönnum á borð við Friðjón, Bigga og Jón Kolbein. Þetta er bara fínt lið. Elmar, Egill, og Símon og fleiri og fleiri. Fínir menn bíða á bekknum eftir tækifæri.
Það var sem sagt 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komust Dalvíkingar yfir aftur. Ég var að segja að þetta er gott lið og dyggilega hvattir af mörgum áhorfendum sem voru komnir á Fiskidaginn mikla, þá vildu heimamenn sigur og aftur sigur.
En Huginn náði að jafna aftur eftir hraða sókn og var eldingin Birgir á ferð.
En svona venjulegur fótboltaleikur er cirka 90 mín og það veit Binni Skúla manna best. Þess vegna píndi hann sig áfram þó að hann sé ekki í mjög góðu formi. Það borgaði sig fyrir Huginn, því hver annar en Binni skoraði sigurmarkið í kvöld. 2-3 og Huginn í efsta sæti áfram og kominn í úrslitakeppni 3. deildar 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2008 | 13:17
Húsaleigubætur.
Undanfarnar vikur hafa umræður um húsaleigu orðið veigamikill þáttur í umræðum við eldhúsborðið á heimili mínu.
Ástæðan er sú tvö eldri börn mín eru að fara í nám til Reykjavíkur í vetur og hafa verið að leita sér að húsnæði.
Til dæmis mun dóttirin leigja með 3 vinkonum sínum íbúð í borginni á 160.000 kall á mánuði. Þetta er að sjálfsögðu heildarverð og dragast frá þessu húsaleigubætur. Þar sem aðeins ein þeirra fær borgaðar bætur og fullar húsaeligubætur eru 18.000.- fær hver þeirra kr. 4.500.- í húsaleigubætur.
Ef fjölskylda væri að leigja íbúðina væru bæturnar hærri, eða 6.000 kr í viðbót per barn.
Námsmenn sem búa á stúdentagörðum eða heimavist með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu eiga einstaklingsbundinn rétt á húsaleigubótum, en ekki þeir sem leigja á frjálsum markaði, þar sem þeirra húsnæði er ekki greitt niður af peningum okkar allra.
Mér finnast þessar reglur um húsaleigubætur afar skrýtnar og skora hér með á alla þingmenn og verðandi þingmenn að beita sér í þessu réttlætismáli.
Varla þarf að taka það fram að ef núverandi þingmenn gera ekkert í þessu réttlætismáli, munu hinir verðandi þingmenn leya þá af hólmi innan tíðar.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.8.2008 | 00:11
Svæðisútvarp Austurlands og LUNGA?
Nú á dögunum tókst Svæðisútvarpinu að "skúbba" alveg hrikalega.
Þessi útvarpsstöð gróf upp einhvern kurr hjá hljómsveit sem kom fram á tónleikum Lunga um daginn. Snerist óánægjan um það að eftir að einn meðlima hljómsveitarinnar komst að því að ein hljómsveit fékk öðruvíusi samning en hann þá taldi hann sig hlunnfarinn.
Eigi að síður kom fram að staðið var við samninga Lunga við hljómsveitina að öllu leyti og nemur kostnaður Lunga við ferðakostnað og uppihald hverrar hljómsveitar sem kemur hingað að sunnan einhverjum 150 til 200 þúsund.
Einnig kom fram að Lunga er rekið með tapi og skilur aðeins eftir sig smá tap fyrir bæinn hér, en vonandi mikið krydd í tilveru margra ungmenna. Sú hlið Lunga er ekki aðalatriði í Svæðisútvarpi Austurlands.
Svo blöskraði mér mest, þegar ég heyrði að útvarpsmaður hefði komið þessari óánægju af stað með því að leka upplýysingum um þóknun einstakra hjlómsveita á milli þeirra.
Þetta er ekki minn tebolli af svæðisútvarpi, verð ég að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar