Athyglisverð könnun.

Undanfarna daga hefur verið í gangi skoðanakönnun á þessari síðu um það hvort Seyðisfjarðarkaupstaður eigi að leita sameiningar við annað sveitarfélag.

Greinilegt er að mikill áhugi er á málinu og margir hafa tekið þátt.   Það er gleðilegt.

Eins og niðurstöður könnunarinnar eru akkúrat núna er helmingur þátttakenda sem vill sameiningu, en hinn helmingurinn er ekki tilbúinn að lýsa stuðningi við það strax.

Þeir sem eru fylgjandi sameiningu horfa flestir til Fljótsdalshéraðs, enda samskipti mikil milli byggðarlaganna fyrir.  Bæði hvað varðar þjónustu og svo er svæðið eitt atvinnusvæði.

Þeir sem ekki eru tilbúnir að styðja sameiningaráform núna, horfa langflestir til erfiðra samganga og eru trúlega tilbúnir til að styðja sameiningu sveitarfélaga þegar samgöngur hafa verið tryggðar við Seyðisfjörð.

Ég vona svo sannarlega að þessi könnun á þessari síðu verði til að beina athygli sveitarstjórnarmanna og alþingismanna kjördæmisins að því að íbúar hér bíða eftir bættum samgöngum og vantar þá ekki áhugann á að stækka sveitarfélagið.


Svartir velkomnir til landsins

Svartir svanir eru velkomnir til landsins. Mér finnst þessir hvítu fallegir, en ég held nú að svartir svanir séu enn fallegri.  Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari þjóð.

Svanir hafa haft jákvæða ímynd í gömlum ljóðum rómantísku skáldanna, en ég hef nýlega heyrt að þeir geti verið grimmir og geti varið sig af miskunnarleysi.

 


mbl.is Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfaþing

lada sportFaðir minn heitir Guðmundur Jónsson og er frá Hlíð á Vatnsnesi. Hann vann lengst af sem smiður að aðalstarfi.  Einnig var hann áratugum saman sjúkrabílstjóri og sá einnig um að laga höfuðið á karlmönnum í sýslunni.  Hann var sem sagt klippari.  Hann er nú á níræðisaldri, hættur að vinna en hefur það bara mjög gott.

Hann átti í mörg ár Mosvits og síðar Lödur.

Ég leyfi mér að birta hér nokkrar bílavísur eftir hann.

Moski er orðinn mesta skar.

mikið hvað hann gengur,

það er af sem áður var,

ekki fljótur lengur.

 

Lada Sport er þarfaþing

þegar kemur vetur,

Undir stýri einn ég syng

öðrum nönnum betur.

 

Lítið miðar Lada sport

löngum talinn bestur,

er að fara annað hvort,

austur eða vestur.

 

Lada er aftur létt og fín,

lipur á sumarvegi

þó ég aki eins og svín

oft á nótt sem degi.


Austurlands bridge.

Ég var að fá drög að mótaskrá Bridgesambands Austurlands.

Þetta er hún: 

22. Bikarkeppni BSA sveitakeppni Magnús 8947199

        5. okt  Paramót Austurlands tvímenningur. Reyðarfjörður Sigurður 6603610

      19. okt  Austurlandsmót í hraðsveitakeppni. Seyðisfjörður Óttar 8606831

    8-9. nóv Austurlandsmót í tvímenningi. Reyðarfjörður Sigurður 6603610

     28. des Jólamót Reyðarfjörður Ríkharður 8981126

10-11. jan Úrtökumót fyrir Íslandsmót sveitakeppni Reyðarfjörður Sigurður 6603610

    1-2. maí Austurlandsmót í sveitakeppni Breiðdalsvík Ríkharður 8981126


Ömurlegur ávani listunnenda!

Hóstakjöltur er ömurlegur ávani tónleikagesta og leikhúsgesta.

Svona búkhljóð þekkjast ekki á rokktónleikum, málfundum og muyndlistarsýningum sem ég hef farið á.

Ég held þess vegna að þessar ræskingar og hóstakjöltur stafi af því að fólk er að einbeita sér að því að þurfa ekki að hósta eða ræskja sig. Þess vegna gerir það það.

Þetta hljómar furðulega, en svona er þetta.

Þetta er samt ósiður hjá menningarvitunum.


mbl.is Hóstaður út af sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tímabært að Seyðisfjörður leiti sameiningar við annað sveitarfélag?

Ljóst er að stefna stjórnvalda og íslenskra stjórnmálaflokka hefur lengi verið að efla sveitarfélög og stækka þau.

Þeim hafa verið færð viðameiri verkefni á undanförnum árum og hafa í einhverjum tilvikum unnið þau með samstarfi sín á milli,  þar sem þau hafa ekki haft burði til að leysa þau ein og sér. Í sumum tilvikum hafa verið stofnuð um verkefni svokölluð byggðasamlög og er sú lausn all algeng hér eystra. Þau hafa hins vegar þann ókost að þeir sem eru ábyrgir fyrir rekstri þeirra hafa einungis óbeinan aðgang að stjórnun þeirra.

Ljóst er að Seyðisfjarðakaupstaður er að sumu leyti óhagkvæm rekstrareining, en hefur samt gengið afar vel að bjóða íbúum sínum fjölþætta þjónustu á hagkvæman hátt.

Þá hefur kaupstaðurinn í samstarfi við íbúa og félagasamtök unnið gott starf í ferða- og menningarmálum og uppbyggingu íþróttaaðstöðu þrátt fyrir smæð sína.

seydis

Samgöngumál Seyðisfjarðar eru erfið og afar ótrygg.  Hafa margir bæjarbúar ekki viljað styðja sameiningar við önnur sveitarfélög vegna þess að bæjarbúar hafa ekki góðan aðgang að þjónustu annars staðar, þegar illa viðrar og benda á að Fjarðarheiði hefur orðið ófær í öllum mánuðum ársins.

Það er því ljóst að von er á fjörugri umræðu um sameiningarmál á næstunni, en sem kunnugt er, hefur ráðherra sveitarstjórnarmála áform um að leggja til við alþingi að lögfest verði 1.000 sem lágmarksíbúatala sveitarfélaga.  Svo vel vill til að ráðherrann er einnig ráðherra samgöngumála og þingmaður kjördæmisins.   


Hvað um Bermudaskál?

Á Íslandi eru fordæmi fyrir móttökum íþróttamanna sem unnið hafa stórkostlegt afrek.  Fyrir um 20 árum unnum við heimsmeistartiltil í bridge og þá var tekið á móti heimsmeisturunum í Leifsstöð og athöfninni útvarpað. Færi ekki vel á að taka eins á móti handboltastrákunum?

Með skál? 


mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugljúf frásögn

Stundum mega fréttir alveg vera smá velgjulegar. En Ólafur er sætur í sér og frábær karakter.
mbl.is Ólafur gaf Þorgerði blómvöndinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjákátlegur boðskapur!

Það sem heyrist frá Framsókn er hjákátlegt.

Þeir vilja selja auðlindirnar á útsölu og sjá helst frumvinnslugreinar. Vilja einhæfni í íslensku atvinnulífi og sjá ekkert nema stóriðju.  Umhverfisstefna þeirra er að þeir líta á mengun sem kost, finnst manni stundum.  Skrítin bændapólitík.

Þeir vilja efla meingallað landbúnaðarkerfi sem hefur ekkert gert annað en að fækka blómlegum sveitum.

Núna eru þeir á móti kvótanum í sjávarútvegi sem við komumst ekki út úr, þökk sé þeim.

Helsta gagnrýnin á ríkisstjórnina er að hún skuli ekki taka lán handa bönkunum, sem verður dýrt fyrir almenning á endanum, en kemur þeim til góða sem fengu ríkisbankana gefins, fyrir tilstuðlan Framsóknar.

Hvaða erindi á svona stjórnmálaflokkur í dag spyr ég nú bara? 

 


mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur.

Frábært lið sem þjóðin er stolt af!

Guðmundur Guðmundsson getur borið höfuðið hátt! 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband