Athyglisverð könnun.

Undanfarna daga hefur verið í gangi skoðanakönnun á þessari síðu um það hvort Seyðisfjarðarkaupstaður eigi að leita sameiningar við annað sveitarfélag.

Greinilegt er að mikill áhugi er á málinu og margir hafa tekið þátt.   Það er gleðilegt.

Eins og niðurstöður könnunarinnar eru akkúrat núna er helmingur þátttakenda sem vill sameiningu, en hinn helmingurinn er ekki tilbúinn að lýsa stuðningi við það strax.

Þeir sem eru fylgjandi sameiningu horfa flestir til Fljótsdalshéraðs, enda samskipti mikil milli byggðarlaganna fyrir.  Bæði hvað varðar þjónustu og svo er svæðið eitt atvinnusvæði.

Þeir sem ekki eru tilbúnir að styðja sameiningaráform núna, horfa langflestir til erfiðra samganga og eru trúlega tilbúnir til að styðja sameiningu sveitarfélaga þegar samgöngur hafa verið tryggðar við Seyðisfjörð.

Ég vona svo sannarlega að þessi könnun á þessari síðu verði til að beina athygli sveitarstjórnarmanna og alþingismanna kjördæmisins að því að íbúar hér bíða eftir bættum samgöngum og vantar þá ekki áhugann á að stækka sveitarfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:     Lárus Bjarnason

Ég er einn þessara skrítnu Seyðfirðinga sem vilja sameiningu við Egilsstaði. Vissulega þarf að bæta samgöngur í fjórðungnum, en það breytir ekki því að með sameiningu skapast sterkari eining sem ætti að vera betur í stakk búin til að berjast fyrir bættum samgögnum. Við þurfum ekki annað en að líta til Fjarðarbyggðar til að sjá hvaða árangri sameining getur skilað.

Lárus Bjarnason, 2.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband