Illgresi til óprýði.

Margir segja að Seyðisfjöður sé fallegur bær.  Það er nokkuð til í þessu.

Eitt af því sem er til óprýði er njólinn.

Nú hefur komið fram tillaga hjá umhverfimálaráði bæjarins að hafið verði átak til að uppræta þetta hvimleið gresi.

Það er alveg ljóst að þetta átak verður ekki öflugt nema með samstilltu átaki bæjarfélagsins og bæjarbúa. 

njoliHér í bæjarlandinu er nýtt land, uppfylling á hafnarsvæðinu sem njólinn er að leggja undir sig. Þarna á bæjarfélagið sjálft beinan hlut að máli.  Sömu sögu er að segja um ýmis svæði sem tilheyra bæjarfélaginu.

Það sem að einstaklingum snýr ætti hins vegar að vera einkalóðir og nánasta svæði umhverfis lóðir fólks. lupinan

Víða í hlíðum bæjarins klæðir lúpínan landið blárri slikju sem kæfir annan gróður.  Ég tel þetta mikla meinsemd og tel mikilvægt að uppræta þetta.  Það kann að vera erfitt verk.

Á svæði við Fossgötu er mikið af lúpínu og eins fyrir ofan bæinn. Þarna er vandi sem erfitt kann að vera að taka á.

Þessi nýi áhugi bæjaryfirvalda á málinu er hins vegar gleðiefni og verður gaman að fylgjast með framvindu þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kunnið þið ekki að gera njólajafning fyrir austan?  Nú í hallærinu ættuð þið bara að borða hann.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hólmdís. Nei við kunnum ekkert á njólajafning, bara jólajafning. (5 aurar takk).

Hins vegar er hvönn, birkilauf og ýmislegt fleira töluvert notað, einkum sem krydd hér austanlands. 

Ditta. Já, að mörgu leyti er bærinn fallegur, ekki síst á haustin.  Þú minnist á mömmu þína.  Má ég spyrja, hvað hún heitir.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér líkar vel við njólann.  Ef það er nóg af honum er þetta eins og lítill skógur, séð úr fjarska.  Með nóg af njóla í garðinum er maður eigandi fallegs Bonzai skógar.

Að vísu vex njólinn ekki allstaðar, og það virðist frekar auðvelt að útrýma honum.  Maður bara sagar hann niður á réttum tíma, og leyfir einhverju öðru að taka yfir.  Einhverju grasi sem breytir moldinni svo njólinn getur ekki vaxið þar.

Lúpínan er líka afar skemmtileg.  Snemma á vorin þegar þetta kemur undan snjó getur verið gaman að safna saman uppþornuðum stilkunum og gera sér brennu úr þeim.  Ekki alltaf stemming fyrir slíku samt.  Gott er að hafa með sér sykurpúða. 

Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ditta,  það er akki laust við að ég þekki þetta fólk alltsaman. Nú næ ég þessu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 12:00

5 identicon

Ég bjó í þessum fallega bæ á síðustu öld.Þegar ég var ungi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:03

6 identicon

Ég er líka ein af þessum brotfluttu en man nú ekki eftir miklum njóla :) horfi líklega bara á fjöllinn þegar ég kem :)

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 134029

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband