Húsaleigubætur.

Undanfarnar vikur hafa umræður um húsaleigu orðið veigamikill þáttur í umræðum við eldhúsborðið á heimili mínu.

Ástæðan er sú  tvö eldri börn mín eru að fara í nám til Reykjavíkur í vetur og hafa verið að leita sér að húsnæði.

Til dæmis mun dóttirin leigja með 3 vinkonum sínum íbúð í borginni á 160.000 kall á mánuði.  Þetta er að sjálfsögðu heildarverð og dragast frá þessu húsaleigubætur.  Þar sem aðeins ein þeirra fær borgaðar bætur og fullar húsaeligubætur eru 18.000.- fær hver þeirra kr. 4.500.- í húsaleigubætur.

Ef fjölskylda væri að leigja íbúðina væru bæturnar hærri, eða 6.000 kr í viðbót per barn.

Námsmenn sem búa á stúdentagörðum eða heimavist með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu eiga einstaklingsbundinn rétt á húsaleigubótum, en ekki þeir sem leigja á frjálsum markaði, þar sem þeirra húsnæði er ekki greitt niður af peningum okkar allra.

Mér finnast þessar reglur um húsaleigubætur afar skrýtnar og skora hér með á alla þingmenn og verðandi þingmenn að beita sér í þessu réttlætismáli.

Varla þarf að taka það fram að ef núverandi þingmenn gera ekkert í þessu réttlætismáli, munu hinir verðandi þingmenn leya þá af hólmi innan tíðar.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar húsaleigubætur eru reiknaðar út á furðulegan hátt og reglurnar í kringum þær eru skrítnar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, mörgum finnst það.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svo tekur leigumarkaðurinn mið af bótunum: leigan er því hærri.

Þetta er allt eitt stórt svindl sem kostar bara peninga. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.8.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Heilmikið til í þessu.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband