Huginsmenn gulir og glaðir!

Í kvöld eru Huginsmenn gulir og glaðir.

Eins og alþjóð veit spilar Huginn í 3 deild D og er þessa stundina efst liða í riðlinum.

Huginn er búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og það gerðu þeir með því að leggja lið Dalvíkur / Reynis í kvöld 2-3 á úitivelli.

Það var Friðjón sem jafnaði metin í fyrri hálfleik, en heimamenn voru greinileg ákveðnir að selja sig dýrt, enda hörku lið þarna fyrir norðan.

En Huginsmenn eru líka með magnað lið.  Frábær þjálfari og flott liðsheild.  Reynsluboltar eins og Binni Skúla, Marjan og Alexander, ásamt mönnum á borð við Friðjón, Bigga og Jón Kolbein. Þetta er bara fínt lið. Elmar, Egill, og Símon og fleiri og fleiri.  Fínir menn bíða á bekknum eftir tækifæri.

Það var sem sagt 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komust Dalvíkingar yfir aftur. Ég var að segja að þetta er gott lið og dyggilega hvattir af mörgum áhorfendum sem voru komnir á Fiskidaginn mikla, þá vildu heimamenn sigur og aftur sigur.

En Huginn náði að jafna aftur eftir hraða sókn og var eldingin Birgir á ferð.

En svona venjulegur fótboltaleikur er cirka 90 mín og það veit Binni Skúla manna best.  Þess vegna píndi hann sig áfram þó að hann sé ekki í mjög góðu formi. Það borgaði sig fyrir Huginn, því hver annar en Binni skoraði sigurmarkið í kvöld. 2-3 og Huginn í efsta sæti áfram og kominn í úrslitakeppni 3. deildar 2008.

Huginn 2008  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eru Tommi og Sara systkyni?

Höttur vann góðan sigur í 1. deild kvenna þegar liðið vann 1-2 sigur á útivelli. Sara Emilsdóttir skoraði fyrra mark Hattar.

Höttur vann góðan sigur í 2. deild karla þegar liðið vann 1-2 sigur á útivelli. Tómas Emilsson skoraði fuyrra mark Hattar. 

Frábært hjá þessum systkinum!

Rétt er að geta þess að þau eru bæði Huginsmenn í gegn og hefur Tommi sett þau ekki fá í gegnum tíðina fyrir Huginn. Reyndar Sara líka, í yngri flokkum Hugins.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 22:06

2 identicon

Til hamingju með þennan frábæra árangur Jón og allir Huginsmenn!!!

Alltaf gaman þegar Huginn vinnur ;o)

Kv. Begga 

Begga mágkona (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:29

3 identicon

ekki gleyma Sveinbirni sem enn og aftur bjargaði Fjarðabyggð og skoraði sigurmark þeirra á Siglufirði gegn KS/Leiftri.

Gummi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já takk fyrir þetta Begga mín.  Það er eiginlega bara alltaf gaman á Seyðisfirði.

Meira að segja óvænt sól núna. Ekki slæmt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 134029

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband