Færsluflokkur: Bloggar

Huginsmenn gulir og glaðir!

Í kvöld eru Huginsmenn gulir og glaðir.

Eins og alþjóð veit spilar Huginn í 3 deild D og er þessa stundina efst liða í riðlinum.

Huginn er búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og það gerðu þeir með því að leggja lið Dalvíkur / Reynis í kvöld 2-3 á úitivelli.

Það var Friðjón sem jafnaði metin í fyrri hálfleik, en heimamenn voru greinileg ákveðnir að selja sig dýrt, enda hörku lið þarna fyrir norðan.

En Huginsmenn eru líka með magnað lið.  Frábær þjálfari og flott liðsheild.  Reynsluboltar eins og Binni Skúla, Marjan og Alexander, ásamt mönnum á borð við Friðjón, Bigga og Jón Kolbein. Þetta er bara fínt lið. Elmar, Egill, og Símon og fleiri og fleiri.  Fínir menn bíða á bekknum eftir tækifæri.

Það var sem sagt 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komust Dalvíkingar yfir aftur. Ég var að segja að þetta er gott lið og dyggilega hvattir af mörgum áhorfendum sem voru komnir á Fiskidaginn mikla, þá vildu heimamenn sigur og aftur sigur.

En Huginn náði að jafna aftur eftir hraða sókn og var eldingin Birgir á ferð.

En svona venjulegur fótboltaleikur er cirka 90 mín og það veit Binni Skúla manna best.  Þess vegna píndi hann sig áfram þó að hann sé ekki í mjög góðu formi. Það borgaði sig fyrir Huginn, því hver annar en Binni skoraði sigurmarkið í kvöld. 2-3 og Huginn í efsta sæti áfram og kominn í úrslitakeppni 3. deildar 2008.

Huginn 2008  


Húsaleigubætur.

Undanfarnar vikur hafa umræður um húsaleigu orðið veigamikill þáttur í umræðum við eldhúsborðið á heimili mínu.

Ástæðan er sú  tvö eldri börn mín eru að fara í nám til Reykjavíkur í vetur og hafa verið að leita sér að húsnæði.

Til dæmis mun dóttirin leigja með 3 vinkonum sínum íbúð í borginni á 160.000 kall á mánuði.  Þetta er að sjálfsögðu heildarverð og dragast frá þessu húsaleigubætur.  Þar sem aðeins ein þeirra fær borgaðar bætur og fullar húsaeligubætur eru 18.000.- fær hver þeirra kr. 4.500.- í húsaleigubætur.

Ef fjölskylda væri að leigja íbúðina væru bæturnar hærri, eða 6.000 kr í viðbót per barn.

Námsmenn sem búa á stúdentagörðum eða heimavist með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu eiga einstaklingsbundinn rétt á húsaleigubótum, en ekki þeir sem leigja á frjálsum markaði, þar sem þeirra húsnæði er ekki greitt niður af peningum okkar allra.

Mér finnast þessar reglur um húsaleigubætur afar skrýtnar og skora hér með á alla þingmenn og verðandi þingmenn að beita sér í þessu réttlætismáli.

Varla þarf að taka það fram að ef núverandi þingmenn gera ekkert í þessu réttlætismáli, munu hinir verðandi þingmenn leya þá af hólmi innan tíðar.

Góðar stundir. 


Svæðisútvarp Austurlands og LUNGA?

Nú á dögunum tókst Svæðisútvarpinu að "skúbba" alveg hrikalega.

Þessi útvarpsstöð gróf upp einhvern kurr hjá hljómsveit sem kom fram á tónleikum Lunga um daginn. Snerist óánægjan um það að eftir að einn meðlima hljómsveitarinnar komst að því að ein hljómsveit fékk öðruvíusi samning en hann þá taldi hann sig hlunnfarinn. 

Eigi að síður kom fram að staðið var við samninga Lunga við hljómsveitina að öllu leyti og nemur kostnaður Lunga við ferðakostnað og uppihald hverrar hljómsveitar sem kemur hingað að sunnan einhverjum 150 til 200 þúsund.

Einnig kom fram að Lunga er rekið með tapi og skilur aðeins eftir sig smá tap fyrir bæinn hér, en vonandi mikið krydd í tilveru margra ungmenna.  Sú hlið Lunga er ekki aðalatriði í Svæðisútvarpi Austurlands.

Svo blöskraði mér mest,  þegar ég heyrði að útvarpsmaður hefði komið þessari óánægju af stað með því að leka upplýysingum um þóknun einstakra hjlómsveita á milli þeirra.

Þetta er ekki minn tebolli af svæðisútvarpi,  verð ég að segja. 

 

 


Hestur fannst í þýskalandi.

Spilling eykst og gamlar dyggðir dvína

mér datt í hug að bykkjan hefði strokið 

Hestaþjófar hefja útrás sína

ég held í flestöll skjólin sé nú fokið.

 

 


mbl.is Týndur hestur fannst í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bygging skólahúss á Seyðisfirði.

skólinnNú um nokkurra ára skeið hefur verið stefna bæjaryfirvalda á Seyðisfirði að klára að byggja skólahús á Seyðisfirði.

Gamli skólinn er illa hentugur til skólahalds og þyrfti afar miklar breytingar að gera til að bæta úr því.  Enda hófst bygging nýja skólahússins fyrir 26 árum og tími til kominn að halda áfram.

Fyrir nokkrum árum var úttekt gerð á skólahaldi á Seyðisfirði af fulltrúum menntamálaráðuneytisins.  Leiddi sú úttekt í ljós að skólahald hér er í góði lagi, að öðru leyti en því að gamla skólabyggingin fær algjöra falleinkunn.

Núverandi bæjarstjórn hefur látið laga teikningar að nýja skólanum, sem kallaður er "grunnskólinn" vegna þess að búið er að steypa grunn að húsinu, og er að leita að fjármagni til byggingarinnar.

Það hefur ekki gengið.  Tekjur sveitarfélagsins gera ekki meira en að rísa undir reglulegum útgjöldum, þrátt fyrir að stóraukin framlög úr jöfnunarsjóði hafi náð að bæta rekstrarniðurstöðuna hjá bænum á síðasta ári.

Nú í sumar tók bæjarstjórn ákvörðun um að byggja við leikskólann.  Bar þá ákvörðun brátt að og virðist hafa verið gerð án samráðs við þá nefnd sem fer með málefni leikskóla og grunnskóla.  Teikning skólans var líka gerð án formlegs samráðs við stjórnendur leikskólans og starfsfólk.  Mikið lá á!

Svo virðist sem fræðslumálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæjarstjórn sé á þeirri skoðun að bygging yfir grunnskólann geti beðið.  Nema að skyndihugdettur við eldhúsborð út í bæ eigi hér eftir að ráða í málefnum bæjarins. Kannski það verði framtíðin?   


Rétt hjá Bubba.

Það er algjörlega réttmætt hjá Bubba að gagnrýna áherslur Bjarkar og margra annarra, í virkjunarmálum.  Það er verið að berjast gegn álveri og virkjunum alveg sérstaklega og setja þá baráttu undir merki umhverfisverndar.  Tilfellið er eð færa má rök að því að í langflestum tilvikum hefur vel tekist til með virkjanir á Íslandi.  Við höfum ekki fórnað dýrmætum náttúruperluim og reynt hefur verið að kosta kapps til að virkjanir falli inn í umhverfi sitt.   Ýmsir aðrir kostir til orkuöflunar hafa mun meiri mengun í för með sér.

Svo er annað.  Til dæmis með virkjun Kárahnjúkavirkjunar var verið að skapa mörg störf út á landsbyggðinni.  Mikill fólksflótti hefur verið víða af landsbyggðinni og þessi virkjun og álverið var stórt skref til að sporna við því.   Ég minnist þess ekki að hafa heyrt virkunarandstæðinga ræða þessa hlið málisins.

Það er margt að í íslensku samfélagi.  Ég var búinn að nefna það að margt fólk hefur þurft að flytja af verðlausum eignum sínum og byrja annars staðar á núlli.  Það er mikið misréttismál að mínu mati. Þarna hefur svokölluð byggðastefna brugðist og nær ekki að vega upp afleiðingar kvótakerfis í landbúnaði og sjávarútvegi.

Eiturlyfjaógnin, sem nær að klófesta æ fleira fólk á sinn grimma hátt. Það er líka slæmur blettur á okkar samfélagi.  Við vitum að í þessu máli hefur Bubbi beitt sér sérstaklega.

Efnahagslegt misrétti er mikið og breytingar síðustu ára í skattamálum hafa stóraukið þann mun.  Jafnrétti kynja og réttindi útlendinga eru málefni sem enn vantar mikið á að séu í jafnvægi.  Við munum eftir meðferðinni sem Falun Gong fólkið fékk, til dæmis.

Þetta ríka samfélag á í erfiðleikum með að þjónusta aldraða með sómasamlegum hætti og sjúkrastofnanir ráða varla við hlutverk sitt í einhverjum tilkvikum.

Okkar ágæta listafólk sem hefur verið svo virkt í því að berjast gegn atvinnuuppbyggingu á landinu hefur bara ekki gert neitt í því að leggja hönd á árar í því að vekja þjóðina í ýmsum öðrum þjóðfélagsmálum.  Það er mín skoðun.


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lunga lokið.

Nú er Lunga lokið.

Sjálf hátíðin gekk mjög vel fyrir sig að öllu leyti.  Almenn ánægja var með framkvæmd og námskeiðaval sem þátttakendum stóð til boða.  Hápunktur Lunga voru stórir tónleikar og sóttu viðburði hátíðarinnar vel á annað þúsund manns.

Hátíðin er mjög framsækin og er vandað til leiðbeinenda.  Uppskeruhátíðin var skemmtilega framsett og gerð var kvikmynd um hátíðina á meðan á henni stóð.  Tískusýningin í Vélsmiðjunni var mjög flott að öllu leyti.  Þá er einnig athyglisvert að nokkrir atburðir svo sem tónleikar og myndlistarsýning sem ekki er hluti af hátíðinni sjálfri fóru fram hér í bæ þessa daga.

Því miður fylgir svona samkomum ofneysla áfengis sem setur leiðinlegan svip á þær, en þó held ég að  ástandið á Lunga hafið verið eins og sunnudagaskóli miðað við samnkomurnar í Atlavík sem fram fóru fyrir einhverjum áratugum.  Ég held að það hafi verið afar vel staðið að allri gæslu,  þar komu við sögu (skilst mér) björgunarsveitin, bæjaryfirvöld, foreldrar og starfsmenn Lunga og lögreglan.  Þessir hlutir eru án efa algert lykilatriði til að svona viðburður fari vel.

Ég var að bera saman fyrstu Lunga hátíðirnar sem fram fóru við þessa og þar er mikill munur.

Lunga þá var mun meira "lókal" og fór fram á afmarkaðri hátt að öllu leyti.

En enn eitt vel heppnað Lunga er staðreynd.  Rós í hnappagat Öllu og hennar aðstoðarfólks.


Lunga fréttir

Nú er listahátíðin Lunga komin á fullt skrið.  Námskeiðin hófust á mánudag. Kvikmyndasýningar og einhverjir tónleikar hafa þegar verið haldnir.  Meðal annars í Mini Cine.  Í kvöld fórum við hjónin á flotta myndlistarsýningu í Bókabúðinni og tískusýningu í Vélsmiðjunni.  Á þessari sýningu gat að líta íslenska fatahönnun nokkurra íslenskra fatahönnuða, sem flestir eru héðan af svæðinu.

Sýningarfólkið stóð sig frábærlega og var ég auðvitað mjög stoltur af henni Hrefnu Sif minni.

Umhverfið og andrúmsloftið var sérstakt og tónlistin í höndum Gísla Galdurs var frábær að mínu mati.

Mér finnst gaman að tískusýning og fatahönnun er hluti af listgreinum þessarar hátíðar, sem og kvikmyndagerð og sirkuslistir.


NOVA, er það ekki málið?

Undanfarna mánuði hef ég verið í viðskiptum með gsm símann hjá SKO.  Ástæða þess var sú að SKO bauð öll símtöl innan SKO frítt.  Þess vegna sá fjölskyldan sinn hag í því að vera í SKO. 

Svo breyttist þetta SKO í TAL og krakkarnir mínir fóru annað.  Þá sá ég að símreikningarnir voru komnir upp úr öllu valdi.

nova sími

Og þar sem ég þekki marga sem eru í NOVA hef ég ákveðið að færa mig yfir í NOVA.

Ég hvet alla sem eru hjá símanum til að fara eitthvað annað.  Þá sér Síminn sig knúinn til að bjóða almenningi sómasamleg kjör hjá sér.

Eða það vona ég alla vega.  Ég er sem sagt að reyna að hjálpa Símanum til að laga sig að kúnnunum.

Þeir hjá Síimanum eru nefnilega mínir menn.  Þess vegna get ég ekki skipt við þá með gemsann.

En á meðan allir í NOVA. Borgum 2.000 á mánuði og málið er dautt.

 

 


Yfir kaffinu.....

.. í dag kom til umræðu að gaman er að sjá krakka á Seyðisfirði búa til bát úr bárujárni.  Krakkar hér áður fyrr voru alltaf að búa sér til eitthvað, eins og kassabíl,  fleka eða bát til að sigla.  Með því að láta þau hafa allt mögulegt í hendurnar erum við kannski að taka frá þeim að þau fá hvata til að búa til hluti sjálf.

... að oflof er kannski illu umtali verra?  Kveikjan að þessu var auglýsing í fréttablaðinu 10. júlí um bókina Daggardropar. Auglýsingin gengur út á að fjöldi nafngreindra einstaklinga hælir höfundinum í hvert reipi. Athygli vekur að allt þetta fólk notar meira og minna sömu orðin.  Höfundurinn er alveg stórkostleg kona í alla staði.  Það sem er skrýtið er að ekkert er sagt um bókina, sem þó er verið að auglýsa.

.... 1200 manna skemmtiferðakip er í höfninni á Seyðisfirði í dag.  Mikið af útlendum pensjónistum á flandri um bæinn.  Trúlega að leita sér að lopapeysu eða útskorinni tréskál eftir Reyni Júll.

.. þannig er það. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 134720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband