Lunga lokið.

Nú er Lunga lokið.

Sjálf hátíðin gekk mjög vel fyrir sig að öllu leyti.  Almenn ánægja var með framkvæmd og námskeiðaval sem þátttakendum stóð til boða.  Hápunktur Lunga voru stórir tónleikar og sóttu viðburði hátíðarinnar vel á annað þúsund manns.

Hátíðin er mjög framsækin og er vandað til leiðbeinenda.  Uppskeruhátíðin var skemmtilega framsett og gerð var kvikmynd um hátíðina á meðan á henni stóð.  Tískusýningin í Vélsmiðjunni var mjög flott að öllu leyti.  Þá er einnig athyglisvert að nokkrir atburðir svo sem tónleikar og myndlistarsýning sem ekki er hluti af hátíðinni sjálfri fóru fram hér í bæ þessa daga.

Því miður fylgir svona samkomum ofneysla áfengis sem setur leiðinlegan svip á þær, en þó held ég að  ástandið á Lunga hafið verið eins og sunnudagaskóli miðað við samnkomurnar í Atlavík sem fram fóru fyrir einhverjum áratugum.  Ég held að það hafi verið afar vel staðið að allri gæslu,  þar komu við sögu (skilst mér) björgunarsveitin, bæjaryfirvöld, foreldrar og starfsmenn Lunga og lögreglan.  Þessir hlutir eru án efa algert lykilatriði til að svona viðburður fari vel.

Ég var að bera saman fyrstu Lunga hátíðirnar sem fram fóru við þessa og þar er mikill munur.

Lunga þá var mun meira "lókal" og fór fram á afmarkaðri hátt að öllu leyti.

En enn eitt vel heppnað Lunga er staðreynd.  Rós í hnappagat Öllu og hennar aðstoðarfólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 134069

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband