Bygging skólahúss á Seyðisfirði.

skólinnNú um nokkurra ára skeið hefur verið stefna bæjaryfirvalda á Seyðisfirði að klára að byggja skólahús á Seyðisfirði.

Gamli skólinn er illa hentugur til skólahalds og þyrfti afar miklar breytingar að gera til að bæta úr því.  Enda hófst bygging nýja skólahússins fyrir 26 árum og tími til kominn að halda áfram.

Fyrir nokkrum árum var úttekt gerð á skólahaldi á Seyðisfirði af fulltrúum menntamálaráðuneytisins.  Leiddi sú úttekt í ljós að skólahald hér er í góði lagi, að öðru leyti en því að gamla skólabyggingin fær algjöra falleinkunn.

Núverandi bæjarstjórn hefur látið laga teikningar að nýja skólanum, sem kallaður er "grunnskólinn" vegna þess að búið er að steypa grunn að húsinu, og er að leita að fjármagni til byggingarinnar.

Það hefur ekki gengið.  Tekjur sveitarfélagsins gera ekki meira en að rísa undir reglulegum útgjöldum, þrátt fyrir að stóraukin framlög úr jöfnunarsjóði hafi náð að bæta rekstrarniðurstöðuna hjá bænum á síðasta ári.

Nú í sumar tók bæjarstjórn ákvörðun um að byggja við leikskólann.  Bar þá ákvörðun brátt að og virðist hafa verið gerð án samráðs við þá nefnd sem fer með málefni leikskóla og grunnskóla.  Teikning skólans var líka gerð án formlegs samráðs við stjórnendur leikskólans og starfsfólk.  Mikið lá á!

Svo virðist sem fræðslumálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæjarstjórn sé á þeirri skoðun að bygging yfir grunnskólann geti beðið.  Nema að skyndihugdettur við eldhúsborð út í bæ eigi hér eftir að ráða í málefnum bæjarins. Kannski það verði framtíðin?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134070

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband