1.6.2007 | 22:55
Vélstjórinn frá Aberdeen er mættur!!!
Fyrsta júlí árið 1894 var ég settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu. Settist ég að á Seyðisfirði og fékk til íbúðar eitt herbergi uppi á lofti í öðrum enda lyfjabúðar Ernst lyfsala.
Þannig hefst frásögn Axels Túliníusar í Gráskinnu hinni meiri þar sem greint er frá afturgöngu téðs skipstjóra.
Fyrsta september árið 1982 var ég ráðinn barnakennari í 3. bekk Seyðisfjarðarskóla. Settist ég að á Seyðisfirði og fékk til íbúðar eitt herbergi í íbúð með samkennara mínum í nýju blokkinni í Hamrabakka.
Þessi 3. bekkur kom til mín í kvöld og las fyrir mig þessa frásögn. Þau gerðu það til að heilsa upp á mig og endugjalda mér að ég gerði mikið af því að lesa fyrir þau í kennslustundum, þegar ég átti víst að vera að kenna þeim. Kennslan gekk upp og ofan og ekki alltaf nægilega vel. Þó sé ég að þetta er myndarfólk allt saman, sem virðist hafa komist vel á legg og eftir einu tók ég í kvöld: Þau lesa öll alveg einstaklega vel krakkarnir. Sko mig eftir allt saman!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 20:29
Menningarstarf sem stóriðja?
Nei, varla verður menningarstarfsemi stóriðja. En hún getur haft jafnvel meiri þýðingu en stóriðja fyrir einstaka staði. Stóriðja er starfsemi sem gefur mörg störf og mikil umsvif, en er ekki sprottin af hefðum og menningu viðkomandi samfélags.
Á Seyðisfirði hefur verið byggð upp menningartengd ferðamennska. Með bara alveg ágætum árangri.
Tækniminjasafn Austurlands er hluti af þessari starfsemi. Það hefur aðsetur í gömlum húsum á Seyðisfirði. Eitt húsið var íbúðarhús norska Frumkvöðulsins Ottó Wathne, sem hóf síldarútveg til vegs og virðingar á Íslandi og byggði upp veldi sitt með rekstri kaupskipa einnig. Í þessu húsi voru einnig aðalbækistöðvar Símans, en sem kunnugt er tók Ritsíminn land á Seyðisfirði. Í öðru húsi sem safnið hefur til umráða var eitt sinn ein fyrsta vélsmiðjan sem byggði vélskip og þannig er safnið nátengt tækni og atvinnusögu lands.
Hér er svo sýnishorn af heimasíðu safnsins, tekmus.is:
29.5.2007 | 08:18
Til að vera viss .....
Tveir kunnungjar sátu á pöbbnum á Reyðarfirði. Reyðfirðingur og Fáskrúðsfirðingur. Svo þegar Fáskrúðsfirðingurinn þurfti að fara á salernið vandaðist málið. Reyðfirðingurinn á næsta borði, humm. En hann fann ráð. Hann skrifaði á miða; "Ég hrækti í bjórinn minn". á miða og fór svo hinn rólegasti að klóið.
Þegar hann kom til baka var búið að skrifa á miðann, ég lika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 21:02
Huginn - Leiknir
Fyrsti heimaleikurinn hjá Huginn í 3. deild karla í ár (rúm 2 ár) var háður á Seyðisfjarðarvelli. Vallaraðstæður voru sæmilegar og veður lygnt og sólríkt en þó svalt.
Áhorfendur voru í kringum 100, en hefðu mátt láta betur í sér heyra.
Leiknir eru með léttleikandi lið, en miðað við að þeir hafa eflt sig mikið með mannskap, ollu þeir mér miklum vonbrigðum.
Markvörður þeira var þeirra besti maður og átti mörg góð úthlaup. Leiknir áttu meira í fyrri hálfleik og átti 3-4 góðar sóknir og í einni þeirra small knötturinn í stöng og annarri skoruðu þeir með góðu skoti. Staðan 1-0 fyrir gestunum í leikhléi.
Huginn komst smám saman meira inn í leikinn og var Friðjón nálægt því að skora í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik átti Huginn leikinn. Sýndi laglegan sóknarleik og samspil úti á vellinum, en náðu ekki að skora.
Brynjar Skúlason var maður leiksins í dag og átti miðjuna. Átti frábæran leik.
Sveinbjörn Jónasson var óheppinn að skora ekki í dag. Í eitt skiptið handlék varnarmaður Leiknis boltann inn í teig, þegar Bjössi var að senda boltann. Sveinbjörn var einnig felldur eftir laglegan leik, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti á gestina.
Dómari leiksins, Hjalti að nafni, var afar slakur í dag og mikið áhygguefni er að ekki er unnt að fá betri dómara til starfa í 3. deild á Íslandi í dag. En svona er þetta. Maðurinn var eflaust að reyna að gera sitt besta, en hann er bara ekki betri en þetta, blessaður kallinn. Frá leiknum í dag. Viðar, Gummi, Friðjón.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 10:04
Leiknir Fáskrúðsfirði FC.
Leiknir á Fáskrúðsfirði er afar metnaðarfullt 3. deildar lið. Þeir eru bara að fara þráðbeint upp í 2. deild kallarnir. Svei mér þá! Á Fáskrúðsfirði hefur lengi verið mikill knattspyrnuáhugi og núna er markið sett hátt. Það er leikur á Seyðisfirði í dag og er hópur Leiknis þannig skipaður samkvæmt heimasíðu félagsins: "Óðinn, Viðar, Vilberg, Hilmar, Kenan, Adnan, Stephen, Paulius, Roc, Jói, Guðni, Baldur, Ellert, Blaz, David og Maggi Andrésar. Meiddir eða ekki klárir: Edin, Marinó, Egill, Halli, Vignir, Konni, Björgólfur og Bergvin".
Þannig að í liðinu í dag eru 8 útlendingar og í hópnum í dag eru 7 þeirra. Það er því afar líklegt að þegar stuðningsmenn Hugins á Seyðisfirði kalla; "Áfram Huginn" viti meiri hluti andstæðinganna ekkert um hvort verið er að hvetja annað liðið eða hrópa ókvæðisorð að þessum andskotans útlendingum allstaðar á Íslandi í dag.
Ég held þó að þetta óvenjuháa hlutfall útlendinga hjá Leikni sé ekki Íslandsmet í þeim efnum. Trúlega á Leiftur Ólafsfirði það ennþá, en þeir voru að keppa í efstudeild og Evrópukeppni, en ekki í 3. deild á Íslandi á þeim tíma.
En væntanlega gæti leikur Leiknis við Huginn orðið leikur kattarins að músinni. Allavega setti ég músina mína í Huginsgalla í morgun til vonar og vara.
En samt segi ég: Áfram Huginn, Go, Go, Go!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 01:04
Bílferjan Norröna og tollþjónusta.
Þessi mynd er tekin í febrúar 2006 á Seyðisfirði. Bílferjan Norröna, sem hér sést siglir árið um kring til Seyðisfjarðar.
Millilandaflug um Egilstaðaflugvöll hefur stóraukist seinni árin, einkum vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Nú í sumar er Iceland Express búið að setja Egilsstaði í áætlunarkerfi sitt.
Árið 2005 fóru 43.461 manns í gegnum tollinn hjá embætti Sýslumanns á Seyðisfirði og síðan hefur ferðamannstraumurinn enn aukist.
Magn fíkniefna sem náðst hefur er umtalsvert og hefur vakið mikla athygli.
Þrátt fyrir þessi miklu verkefni hefur ekki fengist heimild fyrir fleiri föstum stöðum í tollþjónustu embættisins.
Það er einn tollari sem er ráðinn að þessu verkefni. Hann hefur sér til aðstoðar lögregluþjóna og starfsmenna annarra embætta. Málafjöldi hjá embættinu vegna tollalagabrota skiptir hundruðum, eins og sjá má hér:
http://logreglan.is/upload/files/%C1rssk%FDrsla2005.pdf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 14:52
Skagaströnd og Kántríbær
Virkilega gott mál að breyta nafni sveitarfélagsins.
Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 09:48
Kristrún aðstoðar Ingibjörgu
Ég held að þetta sé afar gott mál. Kristrún er með góða menntun sem nýtist vel í þetta. Svo er Kristrún sem kunnugt er varaþingmaður og var óheppin að ná ekki inn á þing. Einungis smáskrítnar reglur um uppbótarmenn, sem láta tilviljun fremur en atkvæðamagn ráða úthlutun uppbótarþingmanna, urðu til þess að hún var ekki kjörin á þing.
Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 22:50
Hugleiðing um útrásina .....
Í umræðu liðinna ára hefur orðið útrásin verið sveipuð dýrðarljóma. Útrásin er tákn um auðfenginn gróða íslenskra fyrirtækja. "Við Íslendingar erum svo góðir í að reka verslanir í Danmörku og Englandi". Bíddu við hvað eru mörg ár síðan Íslenskir neytendur fóru til þessara landa gagngert til að kaupa skó og buxur? - En það er önnur saga.
En útrásin felst líka í því að iðnfyrirtæki eru með starfsemi í mörgum löndum og vinna vöru þar sem það er hagkvæmast hverju sinni. Til dæmis þar sem kaupgjald, skattaumhverfi og fleira er hagkvæmast. Þetta er þróunin víða, ekki satt?
Á síðustu árum hefur íselnskur vinnumarkaður verið opnaður fyrir erlendu farandverkafólki. Þetta er gert til að minnka "þensluáhrif umframeftirspurnar á vinnuafli" eða á maður kannski að segja að til að halda niðri kaupgjaldi verkafólks?
Allir erlendu verkamennirnir í fiskinum og á spítulunum síðustu árin eru þar vegna þess að það fást ekki íslendingar til að vinna þessi störf! Þetta er satt, en vantar ekki seinni hluta málsgreinarinnar? - Á þeim launum sem hægt er að bjóða fólki frá Tælandi, Póllandi og mörgum örðum löndum.
Flestir Íslendingar, sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, eru það vegna þess að þá missum við sjávarútveginn úr okkar höndum. Stöndum við Íslendingar sem sagt vörð um hagsmuni íslenskra Útvegsbænda, en ekki íslensks verkafólks?
Eða er ég kannski að misskilja allt málið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 20:32
Þjónusta á Fjarðarheiði
Nú síðdegis í dag átti ég leið yfir Fjarðarheiði. Þetta þykir nú ekki tiltökumál, enda aðeins 27 km til Egilsstaða, sem er helsta þjónustumiðstöð Austurlands.
Ég tel mig fremur löghlýðinn borgara, og er því kominn á sumardekk.
En færðin yfir heiðina seinni partinn í dag var vægast sagt slæm. Það skóf yfir veginn víðst hvar á háheiðinni og þurfti að fara mjög varlega. Enda ákvað ég að fara varlega, minnugur þess að það hafa verið svona 1-2 bílveltur á viku á heiðinni undanfarið. Sem betur fer hafa meiðsli á fólki ekki verið alvarleg í þessum slysum.
Ástandið þarna í dag var að það var mjög hált, snjókrapi og nánast þæfingsfærð á köflum. Ekki spurning að það var full þörf á að hafa plóginn á ferð til að ryðja mesta hroðanum af veginum.
Þegar ég kom í gsm samband þegar nálgaðist norðurfjallið, hringdi ég í Vegagerðina til að láta þá vita. Ég fékk samband við ágætan mann hjá neyðarnúmeri þeirra og tjáði hann mér að vegurinn hefði verið orðinn auður um miðjan daginn og því hefði þjónustu verið hætt.
Ég sagði honum að ég teldi að nú væri þegar í stað þörf á að hefja þjónustu á veginum að nýju og vegurinn væri stórhættulegur, einkum vegna þess að þegar svona hret kemur seint á vori eru menn almennt komnir á sumardekk.
Ég verð að segja að mér finnst afar oft sem þjónustan á Fjarðarheiði sé óforsvaranleg. Það er eins og Samgönguyfirvöld yelji eftir sér að gera svipaðar öryggiskröfur þar og annars staðar á landinu.
Hvenær er sandað í hálku á heiðinni? Af hverju eru ekki vegrið á heiðinni þar sem hátt er fram af? Gera menn sér grein fyrir að þarna gfara um ferðamenn sem koma með Norrönu allt árið, mest erlendir menn sem vita ekki hvað snjór er?
Hvernig er hægt að hætt þjónustu upp úr 8 á kvöldin? Er eðlilegt að takmarka ferðafrelsi með þessum hætti?
Í raun er ekki hægt að þola þetta helsi til lengdar og ekkert vit í öðru en að gera göng undir Fjarðarheiði og tengingu Mið -Austurlands með Samgöngum að forgangsatriði í samgöngumálum landsins. Það er mín skoðun allavegana!
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 134469
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar