Leiknir Fáskrúðsfirði FC.

huginsmúsLeiknir á Fáskrúðsfirði er afar metnaðarfullt 3. deildar lið. Þeir eru bara að fara þráðbeint upp í 2. deild kallarnir. Svei mér þá!  Á Fáskrúðsfirði hefur lengi verið mikill knattspyrnuáhugi og núna er markið sett hátt. Það  er leikur á Seyðisfirði í dag og er hópur Leiknis þannig skipaður samkvæmt heimasíðu félagsins: "Óðinn, Viðar, Vilberg, Hilmar, Kenan, Adnan, Stephen, Paulius, Roc, Jói, Guðni, Baldur, Ellert, Blaz, David og Maggi Andrésar.  Meiddir eða ekki klárir: Edin, Marinó, Egill, Halli, Vignir, Konni, Björgólfur og Bergvin".

Þannig að í liðinu í dag eru 8 útlendingar og í hópnum í dag eru 7 þeirra. Það er því afar líklegt að þegar stuðningsmenn Hugins á Seyðisfirði kalla; "Áfram Huginn" viti meiri hluti andstæðinganna ekkert um hvort verið er að hvetja annað liðið eða hrópa ókvæðisorð að þessum andskotans útlendingum allstaðar á Íslandi í dag.

Ég held þó að þetta óvenjuháa hlutfall útlendinga hjá Leikni sé ekki Íslandsmet í þeim efnum. Trúlega á Leiftur Ólafsfirði það ennþá, en þeir voru að keppa í efstudeild og Evrópukeppni, en ekki í 3. deild á Íslandi á þeim tíma.

En væntanlega gæti leikur Leiknis við Huginn orðið leikur kattarins að músinni. Allavega setti ég músina mína í Huginsgalla í morgun til vonar og vara.

En samt segi ég: Áfram Huginn, Go, Go, Go!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Halldór

Gaman hvað þú sýnir Leiknisliðinu mikinn áhuga.   Kannski væri samt betra að líta sjálfum sér nær, sem og að kynna sér málið sem maður er að tjá sig um á opinberum vettvangi.   Huginn er ekki síður metnaðarfullur klúbbur en Leiknir með 5 eða 6 erlenda leikmenn á sínum snærum auk þess sem þeir eru með 3ja leikmanna pakka að láni frá Fjölni.  Af þeim erlendu leikmönnum sem léku með Leikni í dag á Seyðisfirði eru tveir sem hafa verið búsettir hér í 5 ár eða lengur, þar af annar sem stundaði meira hluta síns grunnskólanánáms á Fáskrúðsfirði.  Þeir eru að vísu ekki ríkisborgarar en ekkert síðri þegnar að öðru leiti en ég og þú.  Leitt hvað stóri klúbburinn virðist vera með lítið hjarta og tilbúinn með afsakanir fyrirfram. Enda kom það á daginn að hræddir menn gera ekki mikið inn á vellinum. Áfram Leiknir!!

Með bestu kveðju,

Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeilar hins metnaðarfulla 3ju deildar klúbbs Leiknis

Magnús Ásgrimsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll Magnús!

Það er frábært að það eru fleiri en tvö metnaðarfull knattspyrnulið á Austurlandi. Í þeim hópi tel ég Leikni og Huginn. Fjarðabyggð er búið að byggja sig upp af miklum krafti undanfarin ár og einnig Höttur og Huginn. Nú sé ég að það sama er alveg hiklaust segja um Leikni á Fáskrúðsfirði.

Ég vil alveg sérstaklega hæla ykkur fyrir það að halda ótrauðir áfram með ykkar gamalgróna klúbb, þó að sveitarfélagið ykkar sé rekið með Fjarðarbyggð. Það er alvag sjálfsagt að vera með mörg knattspyrnulið í fjölmennum og kraftmiklum sveitarfélögum, og tilvera þeirra getur að sumu leyti eflt knattspyrnulífið á svæðinu.

Þegar ég skrifaði þetta blogg var ég að fjalla um metnað Leiknis og kraft og þá vakti athygli mína óvenjuhátt hlutfall manna með erlend nöfn. Ég sé á svari þínu að þetta eru ekki allt atvinnumenn, heldur sumir þeirra menn sam hafa búið þarna frá blautu barnsbeini.

Leikir Hugins og Leiknis hafa löngum verið spennandi og jafnir. Leikurinn um daginn var engin undantekning.

Leikurinn sýndi að þetta eru lið sem eru nánast jöfn að styrkleika og ég væri ekki hissa á að þau færu bæði í úrslitakeppnina í haust. Og mikið væri nú gaman ef bæði liðin færu upp, eins og austanliðin tvö fyrir 2 árum.

Ég vona að þú haldir ekki að ég sé með fordóma í garð útlendinga eða aðkomumanna yfirleitt.  Hitt er svo annað mál að langvarandi árangur í knattspyrnu hjá liðum eins og Huginn og Leikni næst ekki nema heimamenn séu með, í liðinu og í starfsinu í kringum íþróttina.

Góð íþrótt er gulli betri. Íslandi allt.

Jón Halldór Guðmundsson.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.6.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband