Við bridgeborðið

bridgeÞessi mynd er tekin á bridge kvöldi á Seyðisfirði. Þarna eru Lúvísa Kristinsdóttir, Einar Hólm Guðmundsson, Siggi Þór og Kristinn Valdimarsson að spila.

Einar er að fara að segja 2 spaða og Kiddi var að segja Lúllu brandara held ég.

Bridge er tómstundagaman. Þá meina ég Gaman.


Ættarmót Snúddanna

Í fyrrasumar var haldið ættarmót Snúddanna á Seyðisfirði.  Þetta var alveg meiriháttar ættarmót og margt skemmtilegt gerðist þar.

kunnáttuleysi Til dæmis var efnt til leikja eins og að hlaupa í skarðið. En sjáið myndina? Æ, æ, hann Svenni Skara kann ekki alveg reglurnar.

En þetta var bara gaman og svona á lífið að vera. Ef maður ætlar að skemmta sér þá þarf bara að breyta reglunum aðeins og það virkar betur.


Knattspyrnulið Hugins

Huginn SeyðisfirðiVegna þess að nú er að hefjast knattspyrnutímabilið er ekki úr vegi að skrifa nokkur orð um knattspyrnulið bæjarins. Huginn.

Huginn stendur á gömlum merg og er sterk knattspyrnuhefð í bænum. Margir kunnir knattspyrnumenn hafa leikið með liðinu, svo sem Þorvaldur Jóhannsson, Adolf Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

Á þessari mynd etja hinir gulklæddu Huginsmenn kappi við ÍR.

Á myndinni má sjá markvörðinn Jón Kolbein Guðjónsson, Símon Ólafsson, Sveinbjörn Jónasson og Tómas Emilsson.

- Það er svo ágæt getraun fyrir ókunnuga að velta fyrir sér hver þeirra hafi náð langt í keppninni um Herra Ísland.


Á kosningaskrifstofu

Á KosningaskrifstofuÞessi mynd er tekin við opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Seyðisfirði.

Skrifstofan var á Hótel Snæfelli. Viðstaddir opnunina voru frambjóðendur í kjördæminu og formaður Samfylkingarinnar.


Maíkvöld

Maíkvöld á Seyðisfirði eru venjulega friðsæl kvöld. Veðrið í maí er venjulega ekkert. Ekkert kalt lengur eins og á veturna. Ekkert hlýtt eins og á sumrin. Ekkert blautt eins og á haustin. Ekkert hvasst eins og stundum þegar hvöss lægð gengur yfir.

Það er ekki byrjaður ferðamannastraumur og skólarnir eru enn í gangi, þannig að krakkarnir í  grunnskólanum fara tiltölulega snemma inn.

Maíkvöld á Seyðisfirði eru mjög stresslaus. Það er ekkert bíó og ekki einu sinni sjoppa opin. Í mesta lagi 3 pöbbar. Ekkert stress. Engin miskunn. Það er klárt.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 134469

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband