24.5.2007 | 23:46
Við bridgeborðið
Þessi mynd er tekin á bridge kvöldi á Seyðisfirði. Þarna eru Lúvísa Kristinsdóttir, Einar Hólm Guðmundsson, Siggi Þór og Kristinn Valdimarsson að spila.
Einar er að fara að segja 2 spaða og Kiddi var að segja Lúllu brandara held ég.
Bridge er tómstundagaman. Þá meina ég Gaman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 23:10
Ættarmót Snúddanna
Í fyrrasumar var haldið ættarmót Snúddanna á Seyðisfirði. Þetta var alveg meiriháttar ættarmót og margt skemmtilegt gerðist þar.
Til dæmis var efnt til leikja eins og að hlaupa í skarðið. En sjáið myndina? Æ, æ, hann Svenni Skara kann ekki alveg reglurnar.
En þetta var bara gaman og svona á lífið að vera. Ef maður ætlar að skemmta sér þá þarf bara að breyta reglunum aðeins og það virkar betur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 23:34
Knattspyrnulið Hugins
Vegna þess að nú er að hefjast knattspyrnutímabilið er ekki úr vegi að skrifa nokkur orð um knattspyrnulið bæjarins. Huginn.
Huginn stendur á gömlum merg og er sterk knattspyrnuhefð í bænum. Margir kunnir knattspyrnumenn hafa leikið með liðinu, svo sem Þorvaldur Jóhannsson, Adolf Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.
Á þessari mynd etja hinir gulklæddu Huginsmenn kappi við ÍR.
Á myndinni má sjá markvörðinn Jón Kolbein Guðjónsson, Símon Ólafsson, Sveinbjörn Jónasson og Tómas Emilsson.
- Það er svo ágæt getraun fyrir ókunnuga að velta fyrir sér hver þeirra hafi náð langt í keppninni um Herra Ísland.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2007 | 23:04
Á kosningaskrifstofu
Þessi mynd er tekin við opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Seyðisfirði.
Skrifstofan var á Hótel Snæfelli. Viðstaddir opnunina voru frambjóðendur í kjördæminu og formaður Samfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 22:57
Maíkvöld
Maíkvöld á Seyðisfirði eru venjulega friðsæl kvöld. Veðrið í maí er venjulega ekkert. Ekkert kalt lengur eins og á veturna. Ekkert hlýtt eins og á sumrin. Ekkert blautt eins og á haustin. Ekkert hvasst eins og stundum þegar hvöss lægð gengur yfir.
Það er ekki byrjaður ferðamannastraumur og skólarnir eru enn í gangi, þannig að krakkarnir í grunnskólanum fara tiltölulega snemma inn.
Maíkvöld á Seyðisfirði eru mjög stresslaus. Það er ekkert bíó og ekki einu sinni sjoppa opin. Í mesta lagi 3 pöbbar. Ekkert stress. Engin miskunn. Það er klárt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 134469
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar