3.5.2008 | 10:27
Eldhætta og eldsneytisumræður!
Ég datt inn á bloggsíðu hjá Friðriki Guðmundssyni í morgun og rakst á mjög skemmtilegar limrur hjá honum, sem ég leyfi mér að afrita hér til þæginda um leið og ég vísa til heimilda.
Umdeild fjárveiting
Friðrik. http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/
Karlinn sem skilaði skatti
skammaðist yfir að slatti
borgaður yrði
í brýr yfir firði
til bæja sem selj´ekki Latté.
Friðrik http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/
Bærilegur kláði
Eitt sinn var Klara með kláða
og klóraði fæturna báða.
Hún klóraði hátt
og komst að því brátt
að Klara var allveg að fá´ða!
Gnnar http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/#comments
Dæmalaust falleg er Díana
og dólgarnir alls ekki flýj'ana.
Þeir hugsa um eitt,
sem hún getur veitt
og það fer svona ferlega í'ana.
Ég var eiginlega alveg búinn að gleyma hvað limru formið er skemmtilegt.
Síðan rakst á umræðu hjá einum góðum bloggara sem Ásgreímur heitir, þar sem hann bendir á að tiltölulega lítið mál sér að breyta bílvélum þanig að þær geti brennt öðru en bensíni og olíu. Bendir hann á etanól, lýsi lífrænar olíur og hvalspik sem hugsanlega orkugjafa.
Við komumst sem sagt í okkar fjallajeppaferðir áfram íslendingarnir, meinar hann.
Um þetta spunnust nokkar umræður, þangað til ég drap stemminguna með tveimur misheppnuðum limrum:
Bensín heimsins er að verða búið
Að brenna öðru það er ekki snúið
Etanól og lýsi
(Ásgrímur hjá Nýsi)
Þá getum við á jepp á fjallið flúið
Við bensínishækkunum bölvuðum
en blogguðum um það og "rölvuðum"
þá lýstist upp pera
ég læt það bú vera
Edrú á jeppanum ölvuðum.
Svona geta nú limrur verið misgóðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 11:25
Nútíma kjarabarátta!
Á fyrsta maí er ekki úr vegi að velta fyrir sér um hvað kjarabarátta snýst.
Hér áður fyrr snerist hún um að fólk fengi nóg laun til að framfæra sér og lifa mannsæmandi lífi.
Þetta hefur ekkert breyst! Eða hvað?
Jú, þetta hefur sko breyst. Áður snerist þetta um að fá hærri laun til að geta keypt sér föt, kol og matvæli.
Í dag vitum við að þetta snýst ekki um launin ein, heldur hvað við getum keypt fyrir launin.
Við vitum að launin á Íslandi er ósköp svipuð og annars staðar í Evrópu og skattarnir, þar munar kannski ekki svo miklu.
Við vitum að rafmagn og vatn er ódýrara hér. Og við vitum að eldsneyti á bílinn okkar er álíka dýrt.
En vextir eru að minnsta kosti þrefalt hærri hér á landi en í Evrópu. Samt er fjármagnstekjuskattur hér á landi einn sá lægsti í hinum vestræna heimi.
Og verðtrygging á lánum bætir enn í þessa áþján íslensks almennings.
Stýrivextir Seðlabanka eru sú afsökun sem bankarnir hafa fyrir þessu okri. Málið er að meginhluta lána sinna til að endurlána okkur fá bankarnir erlendis og því er hér augljóslega um okur að ræða.
Olíufélögin voru sektuð fyrir samráð. Góðir hálsar. Hvað á að gera við bankana?
Upptaka Evru ætti að vera baráttumál verkafólks á Íslandi númer eitt, tvö og þrjú.
Ekki satt?
Myndin sýnir Tyrkneskan körfuboltanmann, en eitt frægasta rán Íslandssögunnar er kallað Tyrkjaránið.
Launin hans verð brátt lögð inn á evrureikning, enda Tyrkir á leið í Evrópusambandið.
Þessi leikmaður sem leikur í liði sem heitir Jazz heitir Mehmet Okur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 10:54
Fyrir suma er ekkert jafnrétti til!
Í dag er 1. maí. Þá er baráttudagur verkafólks um allan heim.
Á árum áður snerist verkalýðsbaráttan um það að fólk hefði næg laun til að eiga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum.
Í dag snýst baráttan um svo miklu fleira, svo sem rétt til náms og endurmenntunar, aðgang að heilbrigðisþjónustu, umbætur í lífeyrismálum og húsnæðismálum. Jafnrétti kynja og kynþátta. Verkalýðshreyfingin lætur til sín taka í baráttu fyrir kjörum öryrkja og aldraðra og í umbótum í málfnum sjúkra. Við hugsum líka um réttinn til að lifa í ómenguðu umhverfi og það að eiga rétt á góðu drykkjarvatni.
Við viljum líka standa vörð um tjáningarfrelsi og það á að vera sjálfsagður réttur fólks að taka þátt í starfi stjórnmálaflokka og hafa áhrif á mótun síns samfélags.
Fyrir mér er verkalýðsbarátta allt þetta. Og víða er pottur brotinn í okkar samfélagi í dag. Það er verk að vinna.
En þó að allt þetta sem að ofan er talið sé í fínu lagi, sem vel að merkja það er ekki, er ýmislegt sem getur hamlað aðgangi okkar að þessum réttindum.
Það eru nefnilega margir sem eiga nema takmarkaðan aðgang að þjónustu og möguleikum samfélags síns.
Á meðan svo er er ekkert jafnrétti til. Þessu vil ég helga þennan dag.
Baráttunni fyrir stórbættum samgöngum og baráttunni gegn eiturlyfjaógninni.
Fram þjáðir menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 10:27
Á Uppstigningardegi !
Í dag er baráttudagur verkafólks um allan heim.
Einnig er Uppstigningardagur. Það var þennan dag sem Jesú steig til himna. Dagurinn er bjartur dagur í trúarlífi kristinna. Mörgum öldum eftir himnaför Jesú fór Gagarín í sína himnagöngu. Nútíminn býður upp á margt sem áður var fjarlægt.
Í dag er tími upplýsinga, mannréttinda og ferða milli heimshluta. Þess vegna er mikilvægt að fólk af mismunandi þjóðerni sýni hvert öðru umburðarlyndi og virðingu. Sama gildir um það að virða trú annars fólks.
Grunnskólakennari á Egilsstöðum hefur þurft að verja trúfrelsi okkar og mér finnst umhugsunarvert að hún hefur sætt ámæli fyrir það.
Hún var beðin um að dreifa bæklingi frá sumarbúðum þjóðkirkjunnar í bekknum sínum. Hún neitaði því að taldi það ekki skyldu sína sem kennari. Ég tel að hún hafi tekið ákvörðun sem grundvallast á því að virða trúfrelsi í landinu okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 16:51
Íslendingar beiti sér!
Ég tel að nú sé lag fyrir íslendinga.
Ég tel að við eigum að krefjast þess að kappreiðar á íslenskum hestum verði Ólympíugrein og einnig íslenska glíman.
Íslenska gíman gæti verið hvort sem er grein á sumarleikunum eða vetrarleikum. Helst báðum, því hana má stunda á öllum ártíðum.
Því eins og segir, þar sem tveir íslendingar koma saman, þar er glímt, nema riðið sé.
Tveimur íþróttagreinum bætt við á ÓL 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 09:43
Íslenskt ríkisfang?
Jahá. Mikið langar mig að vita hvernig þjóðerni eða ríkisfang farugla er ákvarðað.
Reyndar er hreiðrið sennilega það sem kemst næst því að kallast heimili fugla, þannig að ef miðað er við það er krían íslensk.
Hins vegar má líka líta á hreiðrið sem fæðingardeild og þá kemur kannski krían aðeins hingað til að verpa, en fer aftur heim á Suðurskautslandið, ekki satt?
Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 12:34
Er þetta nokkuð mál?
Er ekki staða flutningabílstjóra furðuleg?
Ef þeir eru að krefjast lækkunar á þungaskatti og dísilolíuverði, þá spyr maður hvar á að fá fé til að viðhalda og byggja upp vegakerfið?
Er ekki satt að einn flutningabíll slítur vegakerfinu jafn mikið og 10.ooo fólksbílar.
Kannski ætti að hækka þungaskattinn og lækka bæði dísil og bensín?
Svo er annað.
Ef atvinnubílstjórar hafa ástæðu til að mótmæla hvað hafa öryrkjar mátt segja í gegnum árin.
Einnig hafa stjórnvöld staðið fyrir eignaupptöku með aðgerðum sínum, eins og breytingar í kjölfar kvótakerfisins hafa haft í för með sér.
En það eru bara dreifðir og vanmáttugir hópar, sem hafa ekki aðstöðu til sterkra aðgerða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2008 | 16:18
Bíó á Austurlandi!
Á morgun verður tekið í notkun endurbætt bíó á Austurlandi. Þá verður myndin Brúðguminn sýnd í Herðubreið, nánar tiltekið annað kvöld.
Kvikmyndasýningavélar og hljóðbúnaður bíósins hafa verið endurnýjaðar, og voru keyptar úr bíóinu á Reyðarfirði, sem búið er að loka.
Fyrir 25 -30 árum voru nokkur hús sem sýndu reglulega bíómyndir á Austurlandi. Mér skilst að á síldarárunum hafi verið allt uppí fimm sýningar í Herðubreið og svo ball á eftir. Svo sannarlega breyttir tímar í dag.
Vissulega gott mál að það skuli þó vera einn staður sem strfrækir bíó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 15:18
Nú verður allt endanlega vitlaust!!
Búast má við miklum óeirðum á klakanum í kjölfar þess að nú hefur athygli verið vakin á gríðarlega háu verði í bjór á landinu.
Mörgum finnst bensíndropinn dýr hér á landin, en staðreyndin er sú að hann er á sama verði hér og víðast í Evrópu. Það er bjórinn hins vegar ekki.
Ég bíð bara spenntur eftir aðgerðum bjórunnenda. Þær gætu orðið áhugaverðar.
Ég held að nærtækast væri að fylla til dæmis einn pott í laugunum af bjór. Umm kannski ekki góð hugmynd?
Bjór á verði bensíns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 11:50
Flottir Evru bolir.
Mér líst nú ansi vel á þessa aðferð atvinnubílstjóra til að vekja athygli á málefnum sínum.
Að loka vegum landsins er ólögleg aðgerð sem bitnar aðeins á öðrum ökumönnum sem eiga samleið með atvinnubílstjórum, en eiga ekki að vera andstæðingar.
Mér fannst lögreglan full ofsafengin í störfum sínum í gær og ættu í einhverjum tilvikum að biðjast afsökunar á harkalegum handtökum. En lögreglan er ekki öfundsverð af erfiðum hlutverki sínu. Ég vona að fólk skilji það.
En ég ætlaði bara að segja að ég er til í kaupa svona evrubol, eins og kallarnir eru í.
Eins og auga gefur leið tákna tölurnar gengi evru gangvart krónu á mismunandi tímum, sem er einmitt ástæðan fyrir hækkuðu eldsneytisverði á klakanum.
Vörubílstjórar eru auðvitað að heimta sterkan gjaldmiðil, til að fá festu í sinn rekstur.
Evru takk. Evru!
Mættir í skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar