Hvítasunnuþraut 3. vísbending.

Þessi listamaður sem ég er að spyrja um hneigðist til flúxuslistar á 7. áratugnum og  gerði verk úr úrgangi og lífrænum efnum. 

list

Og nú hlýtur svarið að poppa upp! 


Hvítasunnuþraut önnur vísbending.

Rifjað er upp að spurt er um listamann sem er fæddur 1930 og var meðlimur í súm hópnum.

Önnur vísbending:

 einar bragi

Hann vann mikið við hönnun og stofnaði bókaforlag með Einari Braga. Tekið skal fram að Einar þessi Bragi er ekki tonlistarmaðurinn á Seyðisfirði, heldur bókskáldið Einar Bragi.

Smá viðbit við vísbendinguna.  Listamaðurinn tengist Seyðisfirði á ákveðinn máta.

 einar bragi bragason


Hvítasunnu þraut

Þessi þraut er í formi vísbendingaspurningar.

Spurt er um listamann.

ragnhst1 Þessi mynd er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur.  Mynd hennar tilheyrir sýningunni gluggar á Laugavegi. 

En fyrsta vísbendingin um þenna listamann er sú að hann er fæddur 1930 og var meðlimur í svokölluðum SÚM hópi.

 

 


Merkilegt mál!

Svefn er manninum nauðsyn,  það er víst gömul speki.  En nákvæmlega af hverju?  Um það liggur ekkert ljóst,  þó ýmsar kenningar séu til um það.

Niðurstöður þessarar rannsóknar eru mikill fengur og renna enn frekari stoðum um að við þurfum að sofa vel og hvílast.   Það er einn af hornsteinum heilsusamelgs lífernis. 

 


mbl.is Tengsl milli offitu og svefns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Strandsiglingar eru byggðastefna, þær eru umhverfisvænar og létta á vegakerfinu, sem fer illa vegna þungaflutninga, eins og kunnugt er.

Gott mál hjá Ármanni.


mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn léttur.

Ágætur vinur minn er nokkuð sjóaður kylfingur, ben er einnig að byrja í blaki.

Hann er nýkominn í strangri golfferð, þar sem það voru 36 holur á dag,  karl minn.

Hann mætti á blakæfingu í kvöld og félögum hans brá allverulega í brún,  þegar fyrsta uppgjöfin í æfingunni var tekin.

Hann öskraði; "Fore" og skellti sér í gólfið.

 

 

 

 


Vísbendingaspurning.

Spurt er um mann.

1. Vísbending:

Guð lét Satan leggja margar erfiðar freistingar fyrir þennan mann til að reyna guðhræðslu hans.

(3 stig)

2. Vísbending:

Eftir honum heitir bók.

(2 stig)

3. Vísbending.

Ekki veit hvað hann starfaði eða hvort hann var atvinnulaus, en nafn hans vekur mann til umhugsunar um það.

(1 stig)


Frægðarför Seyðfirðinga!

Blakdeild Hugins sendi 3 lið á Íslandsmót öldunga í blaki.

Um er að ræða 2 karla lið og eitt kvennalið.  Karlaliðin kepptu í 3. og 4. deild.  Þeir nefna sig "Broskarla" og "Broskarla II".  Er skemmst frá því að segja að Broskarlar II sem kepptu í 3. deild urðu í öðru sæti og unnu sér rétt tila ðkeppa í 2. deild að ári.

Kvennaliðið nefnir sig "Honey Bees".  Eins og nærri má geta draga þær nafn sitt af hunangsflugunni, en hinn hefðbundni Huginsbúningur er svart og gul röndóttur eins og hunagsflugan.  

Þær urðu fyrir nokkrum áföllum vegna meiðsla leikmanna fyrir mótið og rétt skröpuðu í lið.  Það kom þó ekki í veg fyrir ágætan árangur, því þær náðu 3. sæti og voru hársbreidd frá því að vinna sig upp um deild.  Alveg frábært hjá þeim.

Eins og ýmsir vita kannski er konan mín hún Magga Vera  "Honey Bee" og þess vegna hef ég fylgst vel með þvert yfir landið,, eins og nærri má geta.

Keppendur Hugins fengu það verkefni að hafa Frakklands þema á mótinu og kynntu þær andstæðingum sínum frönsk rauðvín og osta fyrir hvern leik.  Hvort það hefur haft góð áhrif á árangur þeirra veit ég ekki.

Í lokahófi sem haldið er í kvöld var næsti keppnisstaður tilkynntur.

Svo skemmtilega vill til að næsta mót verður haldið að ári á Egilsstöðum og Seyðisfirði.  Og Magga hefur verið útnefnd sem öldungur á því móti.

Þannig að það verður bara gleði hér í bæ að ári.

Ætli maður verði ekki að byrja að æfa í haust?

Blakkveðjur.

Að lokum er svo hér tillaga að nýjum búningi fyrir stelpurnar:

honey

 


Kallarðu þetta leikrit?

Í kvöld var frumsýnt frumsamið leikrit í afmælissýningu hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar.

Leikritið nefnist "Kallarðu þetta leikrit?" og er samið af Ágústi Torfa Magnússyni í tilefni þessara tímamóta.

Ágúst Torfi er Seyðfirðingur og var leikhúsmaður við það að taka þátt í starfi leikfélagsins.  Hann hefur áður samið leikrit fyrir okkur og er afar athyglisvert leikskáld.  Til hamingju Ágúst Torfi!

Sýningin fjallar um leikfélag úti á landi sem er að setja upp sýningu og ýmis vandamál sem upp geta komið við  uppfærsluna.  Sýningin lýsir samskiptum leikara og leikstjóra og áhugaleikfélagsumhverfinu á gamansaman og léttan hátt.

Höfundurinn hugsar fyrst og fremst um það að skemmta okkur með þessari sýningu og kryddar hana með nokkrum góðum dægurlögum frá ýmsum tímum,  sem mörg tengjast Seyðisfirði.  Þá bregður höfundur á leik og gerist jafnvel heimspekilegur,  þegar hann leikur sér með það að hafa leikrit í leikriti og gefur það sýningunni hressilegan blæ.

Leikstjóri sýningarinnar er Snorri Emilsson sem er afar sjóaður og farsæll leikshúsmaður og er greinilegt að hann gerir vel í því að láta léttleika sýningarinnar njóta sín.

Stærstu hlutverkin í sýningunni eru í höndum Ívars Björnssonar og Guðna Sigmundssonar.

Þeir standa sig afar vel báðir og Guðni fer sívaxandi sem leikari, enda kominn með mikla reynslu og nýtir það. Ívar hins vegar er ekki eins reyndur en hann er algjörlag leikari af guðs náð.  Ég ætla að vona að skólastjóri Listaháskólans lesi þessi orð og sendi honum skírteini um leikarapróf. Hann er með þetta í sér dreingurinn.

Tónlistarflutningur var svo í umsjón Charles Ross, Þorsteins Arasonar og Sólrúnar Friðbertsdóttir  og fórst þeim það vel úr hendi.

Takk fyrir skemmtunina.

eydís

 

 Þetta er hún Eydís sem fer á kostum sem konan sem leikur vinnukonuna.

Sjá nánar á bloggsíðu hennar. 

http://eydisbj.bloggar.is/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband