Frábær fundur um samgöngumál.

Ég var að koma að frábærum fundi Samfylkingarinnar á Seyðisfirði um samgöngumál í Félagsheimilinu á Seyðisfirði.

Frummælendur voru Kristján Möller samgönguráðherra, Einar Már Sigurðarson alþingismaður, erindi Kjartans Ólafssonar félagsfræðings var flutt af Guðrúnu K Árnadóttur, Magnús Jónasson kynnti Euro Rap sem er aðferð til að meta hversu hættulegir vegir eru.  Einnig flutti Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri ávarp.

Að framsögum loknum voru fjörugar umræður og fyrirspurninr frá fundarmönnum.

Sérstaka athugli mína vakti það að þó að tekið hefði verið fram að heimilt væri að spyrja um önnur efni, svo sem atvinnumál og efnahagsmál kom enginn fyrirspyrjanda inn á þau, nema í tenglsum við samgöngumálin.

Þetta sýnir hve ofarlega samgöngumál eru í huga íbúa míns byggðarlags.

 


Um myndun þjóðstjórnar.

Almenningur í þessu landi þrýstir mjög á um myndun þjóðstjórnar.  Eða réttara sagt að kosið verði strax. Og að stjórnin fari strax frá.

Almenningur treystir ekki stjórnvöldum og bönkunum og trúlega ekki alþingi heldur.

Ég hef fylgst með undanfarið með umræðunni og því hvað ríkisstjórnin er að gera.  Aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lántökur ríkissjóðs ásamt áætlun um aðgerðir ríkisstjórnar hafa nýverið spurst út.  Eftir ákveðinni áætlun er nú unnið af hálfu stjórnarinnar.

Ég hef heyrt margavíslegar skoðanir hagfræðinga á stöðunni, og þeir segja eitt og annað, en flestir eru sammála að við áttum bara einn kost. Samstarf við IMF.

En ólgan meðal almennings er mikil og ég held að ef myndun þjóðstjórnar væri gerleg til að allir stjórnmálaflokkar komi að borðinu við þessar aðstæður væri sú leið sem æskilegust er við þessar erfiðu aðstæður.

Ég held að rétt væri að láta reyna á þennan kost.

Stöndum saman.

 

 


Ný könnun um verðbætur og fjármál

Vek athygli á nýrri könnun um verðpbætur og fjámál.

money


Ofbeldi, já takk?

Er svo komið að ofbeldi er litið velþóknunaraugum? 

bilde

 Af vef RUV.is

"Mótmælendur við Hverfisgötuna brutu að minnsta kosti 5 rúður á lögreglustöðinni, beittu gangstéttarhellu til að brjóta glugga í aðalhurð hússins og sóttu síðan stærðar viðardrumb og reyndu að brjóta með honum innri hurðina í anddyri lögreglustöðvarinnar.  Þegar þangað var komið brá lögreglan á það ráð að beita piparúða gegn fjöldanum.  Síðan tóku sérsveitarmenn sér stöðu fyrir framan húsið og vörðu það.  Þá kom til handalögmála.  Álfheiður segist ekki geta lagt mat á það hvort mótmælendur hafi gengið of langt.
Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir Álfheiði ekki hafa farið yfir strikið."

Það eru brotnar rúður og það er reynt að brjóta upp innri hurð á lögreglustöðinni, þegar lögreglan grípur til nauðvarna.

Samt getur Álfheiður ekki lagt mat á hvort gengið hafi verið of langt.

Svona gildismat sýnir að það er full ástæða til að efast um dómgreind hinnar góðu konu.

 


Hörður með falskan tón í dag.

Mér finnst í góðulagi að mótmæla og boða til funda til að margir geti hlustað á mann tala í einu.

En að standa fyrir árás á lögreglu er ekki í lagi.  Ekki.

Þetta var sorglegur dagur í Reykjavík í dag.


Skuldsett þjóð?

Hvernig getur þjóð orðið skuldsett við það eitt að taka lán?

Ég held að ef við þurfum að auka gjaldeyrisforðann þá verðum við að taka lán til að auka hann.

Ef við geymum peninginn og eyðum honum ekki, þá eigum við höfuðstól á móti skuldinni.

Reyndar eiga íslendingar fullt af peningum erlendis, svo sem lífeyrissjóðir,en þeir vilja ekki lána íslendingum.

Það er ekki nóg að mótmæla og mótmæla. Það verður að vera hugsun og hugmyndir um lausnir með í för.

Vonandi tekst að virkja þann kraft sem býr í mótmælendum til að drífa þjóðina fram á við og hún beiti afli sínu til að leysa vandamálin.

Málflutningur mótmælenda er ekki að gera neitt gott í dag, sýnist mér.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpa og samgöngur á ráðstefnu!

Á miðvikudaginn verður haldin á Seyðisfirði ráðstefna um samgöngumál.

Fundurinn er haldinn af Samfylkingunni og verður fundarefnið málefni Seyðisfjarðar, framtíðin og samgöngumál. Fundarstaður er Félagsheimilið Herðubreið.

halka

Frummælendur verða Kjartan Ólafsson sérfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, Kristján Möller samgönguráðherra og einnig verður Einar Már Sigurðarson þingmaður mættur á fundinn.

Ráðstefnan hefst klukkan 18.00 og í fundarhléi verður boðið upp á súpu.

Allir áhugasamir um umræðuefnið eru velkomnir. 


Ríkisstjórnin axlar byrði með þjóð sinni.

Gott mál hjá ríkisstjórninni. Hún ætlar að axla byrðar með þjóð sinni.

Hún hefur einnig ákveðið að taka sérréttindi æðstu manna ríkissins varðandi eftirlaun til endurákvörðunar.

Ég fyrir minn hatt er sáttur við þetta.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Portobello Road

bookstoreLitið við í Travel Bookstore.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 134459

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband