5.12.2008 | 12:13
Útvarp Seyðisfjörður, góðan daginn.
Nokkur umræða hefur verið um svæðisstöðvar RÚV undanfarið. Fyrirhuguðum niðurskurði þeirra hefur verið hnekkt, eftir mikla mótmælaöldu.
Hér á Seyðisfirði er útvarpsstöð, sem er því miður afar lítið notuð. Þó hefur Örvar Jóhannsson séð um útsendingar af einstökum atburðum á liðnum árum.
Hann hyggst senda út messur um jólin og ávarp bæjarstjóra á gamlárskvöld. Er það vel.
Ég leyfi mér að setja fram þá ósk að útvarpsstöðin okkar verði meira notuð og svona innanbæjarútvarp býður upp á ýmsa möguleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2008 | 11:26
Á ólöglegum lyfjum?
Allt bendir til þess að hryðjuverkamennirnir hafi notað kókaín og LSD, sem eru ólögleg eiturlyf vel að merkja. Einnig kemur fram í fréttinni að þeir hafi byggt sig upp með sterum, sem eru ólöglegir og eiga íþróttamenn sem slíkt nota settir í langt keoppnisbann.
Hvort þessi lyfjanotkun verður metin til að þyngja refsingar yfir mönnunum á eftir að koma í ljós.
Hryðjuverkamenn á kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 18:17
Af Styrmi og eineltinu gegn Davíð.
Styrmir Gunnarsson kvartar á AMX.IS yfir einelti sem Samfylkingin skipuleggur gegn Davíð Oddssyni.
Hann verði fyrir harkalegum árásum sem seðlabankastjóri og þessi málflutningur fái mikinn hljómgrunn í samfélaginu.
Við þessar umkvartanir er tvennt að athuga.
Umræðan um hrun bankakerfisins hefur snúist um annars vegar það umhverfi frjálsræðis í voðskiptum, sem allir héldu að væri svo gjölfult fyrir þjóðfélagið sem ríkisstjórnir undir forystu Davíðs Oddssonar komu óneitanlega á. Vegna þessa hefur nafn Davíðs oft verið nefnt í umræðu manna, enda stærði hann sig af þessum verkum sínum á sínum pólitíska ferli og stærði sig af góðærinu sem hann bjó til. Hví skyldi hann kveinka sér undan því að vera nú nafngreindur í umræðunni. Það er mikill misskilningur að Samfylkingin stjórni þessari umræðu, en Samfylking, eins og allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa verið að endurmeta stöðuna út frá þessum gríðarlegu áföllum sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir.
Hins vegar hefur umræðan snúist um þær viðvörunarbjöllur sem glumið hafa undanfarin hartnær tvö ár yfir okkur, einkum Seðlabankanum, sem Seðlabankinn virðist ekki hafa tekið mikið mark á, þó að hann hafi gert fjármál og horfur í fjármálum landsins að umtalsefni á einhverjum fundum til dæmis með ríkisstjórninni. Ýmsir hagfræðingar hafa bent á að Seðlabankinn undir stjórn Davíðs hafi alls ekki staðið sig í þessum efnum. Einnig hafa störf seðlabankastjórans verið umfjöllunarefni í greinum erlendra blaða og tímarita. Hafa hinir erlendu blaðamenn lýst furðu sinni á að stjórnmálamaður sé settur yfir Seðlabanka. Slíkt fyrirkomulag ku vera einsdæmi.
Það er slæmt mál að ekki megi gagnrýna Seðlabankastjóra á Íslandi bara af því að hann heitir Davíð Oddsson. Það er slæmt að ekki megi gagnrýna hvernig staðið var að nýskipan í efnahagslífi landsins og hvernig staðið var að einkavinavæðingu bankanna, bara af því að Davíð Oddsson var þá ráðandi í ríkisstjórn.
Það er undarlegt að ekki megi ræða það að einhverjir aðilar í lykilembættum stjórnkerfisins eigi að víkja úr störfum sínum, vegna efnahagsáfallanna, bara af því að Davíð Odssons er sá sem fyrstur ætti að standa upp úr sæti sínu.
Að kalla þetta einelti er ekki rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 13:35
Anna á Hesteyri
Út er komin ævisaga Önnu á Hesteyri eftir Rannveigu Þórhallsdóttur bókmenntafræðing á Seyðisfrði.
Í kynningu bókarinnar segir:
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna? Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt? Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu? Einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi - sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 11:04
Ástæðulaus breyting?
Það er spurning hvort þetta sé ástæðulaus breyting.
Ef ég tek dæmi af tollafgreiðslu bílferjunnar Norrönu, þá koma að því verkefni starfsmenn tolls, lögreglu og sýslumanns á Seyðisfirði, tollverðir og hundamaður frá Eskifirði, tollverðir frá Tollstjóranum í Reykjavík og lögreglumenn frá embætti Ríkislögreglustjóra.
Þessi framkvæmd hefur gengið afar vel og virðist ekki hafa liðið fyrir að vera samstarfsverkefni margra embætta.
Hvort ástæða þess að frumvarp um að tollgæslan á landinu öllu verði færð undir Reykjavík á sér rætur í skipulagi málaflokksins á landinu öllu, eða í máli sem varðar eitt tiltekið embætti, skal ég ekki dæma um.
Landið eitt tollumdæmi um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 23:11
Sanngjörn úrslit.
Liverpool átti meira í leiknum en West Ham betri færi.
Fair result.
Benítez: Áttum skilið að sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2008 | 23:38
Eruð þið gift?
Nú í dag, rifjaðist upp fyrir mér saga sem ég heyrði einu sinni.
Þannig var að ungur maður dvaldi í Englandi um nokkurra vikna skeið. Vinkona hans á Íslandi fékk hann til að senda sér heim kjól og sagði honum að merkja sendinguna orðinu "gift" til að hún þyrfti ekki að borga toll af sendingunni.
Þegar hann kom heim sagðist hann hafa sent Siggu kjól frá Englandi og að hann hefði platað tollinn til að hún þyrfti ekki að borga toll af sendingunni. Hann hefði sagt þeim að þau væru gift.
En nú í vikunni bárust fregnir af því að félag sem geymdi höfuðstól Samvinnutrygginga væri gjaldþrota. Fyrir örfáum mánuðum var í þessu félagi mikil eign, sem nú hefur horfið.
Rekstri Samvinnutrygginga lauk fyrir mörgum árum og samvinnutryggingar voru G T (gagnkvæmt tryggingafélag). Samvinnufélög voru, eins sparisjóðirnir, í félagslegri eigu. Það þýðir að einstaklingar sem stofnuðu þessi félög áttu stofnfé þeirra, en höfuðstóllinn að öðru leyti líklega eign viðskiptavinanna.
Svi virðist sem ákveðnir aðilar sem tengdust S-hópnum hafi notað eignir samfélagsins, með fyrrgreindum afleiðingum. Hvort þeir hafi notað nafnið Gift, með gamansöguna hér að ofan í huga er svo önnur saga.
Bloggar | Breytt 1.12.2008 kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2008 | 23:26
Seyðisfjarðarmyndir
Sýning Godds á ljósmyndum frá Seyðisfirði var opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardaginn.
Myndir hans eru einkum af ýmsum listamönnum og frá menningaratburðum hér í bænum undanfarin sumur.
Myndirnar eru fullar af lífi og sumri og sannkallað augnakonfekt, auk þess að vera ágætur mannlífsspegill á sumarlífið á Seyðisfirði.
Það á vel við að færa okkur sem hér búum smá sól í kroppinn núna í kuldanum og þessi sýsning gerir það.
Ætlunin var að opna málverkasýningu Hjálmar Níelssonar sem málar éinkum landslag með olíulitum, en sú opnun dregst fram á næstu helgi. Verður einnig gaman fyrir okkur bæjarbúa að sjá myndverk hans.
En aftur að Goddi. Hann er illa haldinn af þeim sjúkdómi sem nefndur hefur verið "Seyðisfjarðarveikin". Hann kynntist bæjarlífinu og mannlífinu hér í bæ fyrir allmörgum árum og hefur oftsinnis tjáð alþjóð þá skoðun sína að hér sé afar gott að vera og staðurinn frábrugðuinn flestum örðum að ýmsu leyti.
Hér er fallegt og hér er einhver óútskýrður kraftur í mannlífinu, sem hann reyndi að skýra á laugardaginn.
Hann vildi meina að þetta ætti rætur til þess að Seyðfirðingar horfa ekki til Reykjavíkur, heldur til Evrópu. Seyðisfjörður er ekki bær sem á Reykjavík að höfuðborg og viðmiðun, heldur Evrópu sem umhverfi. Hér er ég að endursegja Godd, og orða þetta kannski dálítið öðruvísi en hann, en hvað um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 18:17
Jólahlaðborð og aðventa hefst.
Í dag hefst aðventa og hér á Seyðisfirði er fallegt veður eftir nokkra óvægna hríðardaga.
Bæjarbúar hafa sett upp mikið af jólaskreytingum til að lýsa upp skammdegið. Þetta léttir vissulega lundina.
Annað sem á að létta lundina eru jólahlaðborð. Eyþór vert vill halda jólahlaðborð með drukk og dansi og slík hlaðborð var haldið í gærkvöldi hér í bæ. Þetta vara vel sótt og prýðilaga heppnuð skemmtun. Heimamenn sáu um matartilstand og allt slíkt. Héraðsbúar heiðruðu okkur með nærveru sinni í stórum hópum. Ágúst Ármann og vinir hans léku undir dansi og borðum. Þorvaldur var veislustjóri. Forseti bæjarstjórnar var franskur konsúll. Og síðast en ekki síst kom Bjartmar Guðlaugsson og gerði hreinlega allt vitlaust með stórkostlegri söngdagskrá.
Svo vel vill til að hans ferill sem söngskálds hófst er hann bjó hér í bæ fyrir um 30 árum. Hann mun hafa samið "Súrmjólk í hádeginu" út í frystihúsi og "Háseta vantar á bát" hér meðan hann var enn framsóknarmaður.
Textar hans eiga enn skýrskotun til okkar og fékk hann afar góðar undirtektir.
Það var sem sagt engin miskunn á þessu jólahlaðborði.
En þessi tegund jólahlaðborðs er ekki öllum að skapi. Eflaust munu margir njóta þes að fara á jólahlaðborð á Hótel Öldu og Skaftfell, þar sem fólk getur setið í aðeins rólegri stemmingu en var í Herðubreið í gærkvöldi.
En aðventan er hafin. Við skulum vona að jólaandinn, umhyggja fyrir náunganum og þeim sem sárt eiga um að binda komi nú enn frekar í staðinn fyrir efnishyggjuna og kaupæðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 15:17
Hrikaleg tíðindi.
Auðvitað á að skerða þjónustu út á landi og mér finnst þá að réttast sé að leggja af ríkisútvarpið sem stofnun. Leifarnar af henni heiti þá Útvarp Reykjavík.
Þá mætti leyfa Austfirðingum að hafa sitt útvarp sjálfum alveg ótruflað af vitleysunni í Reykjavík. Það mætti reka ágæta stöð með mannafla upp á svona 20 starfsmenn með fréttatíma 2 svar á dag tilkynningum og ýmsu efni frá fólki í landshlutanum.
Stærstu sveitarfélög fengju sérstakan útvarpsþátt í þessu nýja sjálfstæða svæðisútvarpi.
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 134459
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar