Skuldsett þjóð?

Hvernig getur þjóð orðið skuldsett við það eitt að taka lán?

Ég held að ef við þurfum að auka gjaldeyrisforðann þá verðum við að taka lán til að auka hann.

Ef við geymum peninginn og eyðum honum ekki, þá eigum við höfuðstól á móti skuldinni.

Reyndar eiga íslendingar fullt af peningum erlendis, svo sem lífeyrissjóðir,en þeir vilja ekki lána íslendingum.

Það er ekki nóg að mótmæla og mótmæla. Það verður að vera hugsun og hugmyndir um lausnir með í för.

Vonandi tekst að virkja þann kraft sem býr í mótmælendum til að drífa þjóðina fram á við og hún beiti afli sínu til að leysa vandamálin.

Málflutningur mótmælenda er ekki að gera neitt gott í dag, sýnist mér.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, Jón Halldór.
Það er gott að þú sért ánægður með ástandið. Þar erum við ekki sammála og þess vegna fer ég niður á Austurvöll í hverri viku. Ég er ekki sammála öllu sem þar kemur fram en nógu mörgu. Þeir sem þangað mæta eru þó smmmála um að við eigum ekki að borga fyrir það sem við fengum ekki.
Ég tók ekki þátt í veislunni og vil því ekki þurfa að borga fyrir veisluföngin.

Bjarki Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Um hvaða veislu ertu að tala?  Ég held að sú veisla hafi ekki komið út á landsbyggðina í öðru formi en glæsilegum sumarhúsum í Grímsnesinu.

Fólk hefur verið svipt afkomumöguleikum sínum víða um land, til dæmis með dæmalausu kvótakerfi, án þess að Reykvíkingar hafi trommað niðri í bæ.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband