25.6.2009 | 18:18
Forsendur fyrir styrkingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2009 | 09:17
Til hamingju Helga
„Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 15:19
Afsakaðu Hörður: Umræðan er á fullu..
.. það er víðar talað en úr ræðupúltinu á Austurvelli þar sem Hörður Torfason velur ræðumenn.
Það sem má gjarna tala um er hvaða kostir eru í stöðunni og hvernig getum við leitt landið út úr efnahagsþrengingunum?
Er það lausn að hafna Ice save og samvinnu við IMF?
Er það lausn að hætta að fá ráð hjá konu á borð við Evu Joly og láta Valtý, þennan valinkunna sómamanna stjórna rannsókninni með aðstoð Ólafs Haukssonar þess farsæla embættismanns?
Umræðan endurvakin á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 12:05
Fólskuleg árás!
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 11:27
Reynt að hlífa þeim verst settu.
Greinilegt er að þessi breyting miðar að því að hlífa þeim sem minna hafa eftir föngum.
Enginn deilir um að laga þurfi halla ríkissjóðs. Slíkt er hægt að gera með þrennum hætti. Auka tekjur með skattahækkunum. Hagræða og draga saman í ríkisrekstrinum. Stuðla að aukinni almennri atvinnustarfsemi til að breikka skattstofna. Nú er búið að kynna fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Í skattahækkunum á að sækja tekjur hjá hálaunafólki og í gegnum áfengi bensín tóbak og ýmsar matvörur svo sem kex og sælgæti. Þarna er reynt að skattleggja fremur óholla vöru en nauðsynjar og ná í skattahækkanir, sem vel að merkja enginn mótmælir að séu nauðsynlegar, hjá hinum tekjuhærri fremur en hinum launalægstu. Við niðurskurð er reynt að hlífa þeim verst settu. Mannúð og jöfnuður eru leiðarstef vinstri ríkisstjórninnar. Það er synd að hún skuli fyrst vera kölluð til starfa við að verka upp eftir frjálshyggjusukkið.
Greiðslur til 15% foreldra skerðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2009 | 20:48
Körfubolti
Í loftbóluhagkerfi nútímans setti ég kúlulán í myntkörfu.
Lánleysi mitt kristallaðist í auðu veðbókarvottorði.
Ófullnægðir veðhafar blanda geði í vínstúkum.
Ég styð gröfumanninn dyggilega, þó ekki fjárhagslega.
Munum við brátt sleppa því að kveikja á svarthvítum sjónavarpstækjunum á fimmtudagskvöldum, en hlýða hugsandi á passíusálmana?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 12:46
Sumarið er tíminn!
Sumarið er grilltíminn. Þess vegna er ekki úr vegi að gera könnun á því hvað menn eru að grilla.
Nú grilla allir. Ekki bara sumir eins og áður var.
Málið er að það þarf ekki að grilla bara önd, hreindýr eða nautafílé.
Selkjöt, ýsa, hamborgari, þetta er allt frábært á grillið.
Tjáið ykkur nú. Nú eru allar skoðanir leyfilegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 08:19
Enn einn bankinn í hruninu?
Nei annars, var nokkuð búið að einkavæða Blóðbankann?
Viðræður við starfsmenn Blóðbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2009 | 21:43
Undirbúningur að bæjarhreinsun í undirbúningi.
Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði eru að hefja undirbúning að hreinsun í bænum.
Trúlega munu þau reyna að bæta ásýnd bæjarins á allan hátt. Bílhræ og véladrasl á víðavangi og við fyrirtæki eru til mikils lýtis fyrir þennan bæ sem setur sig út fyrir að laða að sér ferðafólk.
Bæjarvinnuflokkur og garðyrkjumeistari á vegum bæjarins hafa einnig hafist handa við slátt og aðra umhirðu og tiltekt í bænum.
Þrátt fyrir að mörg hús hafi fengið andlitslyftingu á undanförnum árum eru enn mörg hús sem þyldu algerlega smá málingarskvettu á einn vegg eða svo.
Þá pirra mig hroðalega njólaskógarnir sem eru víða í lóðaköntum og óræktarblettum. Einnig er lúpínan sem breiðir sig um allar hlíðar hér í bæ mikið áhyggjuefni.
Ég held að lúpínan sé óleysanlegt mál, en öðru máli gegnir um njólann. Mér finnst eðlilegast að hver og einn lóðaeigandi sjái sóma sinn í því að uppræta þann njóla sem er í augsýn frá hans húsi. Samstillt átak af þesu tæi ætti að fara langt með að leysa njólavandann.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 15:13
Samkomulagið um Icesave.
Ljóst er að Icesave reikningarnir sem Landsbankinn opnaði í krafti aðildar að evrópska efnahagssvæði voru alla tíð á ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueignada samkvæmt aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu. Það samkomulag sem nú hefur náðst tryggir að íslendingar axla ábyrgð samkvæmt þessu en ekkert umfram það. Það tryggir líka bæði lægri vexti af kröfunni og lengri greiðlsutíma en fyrir lá í stjórnatíð Geirs Haarde.
Gamla samkomulagið
Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst.
Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 134456
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar