Samkomulagið um Icesave.

Ljóst er að Icesave reikningarnir sem Landsbankinn opnaði í krafti aðildar að evrópska efnahagssvæði voru alla tíð á ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueignada samkvæmt aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu. Það samkomulag sem nú hefur náðst tryggir að íslendingar axla ábyrgð samkvæmt þessu en ekkert umfram það. Það tryggir líka bæði lægri vexti af kröfunni og lengri greiðlsutíma en fyrir lá í stjórnatíð Geirs Haarde.

Gamla samkomulagið

Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst.

Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú eru berin sannarlega súr og andskotanum verra að þurfa að kyngja þeim. En annað er ekki í stöðunni.  Eina huggunin er að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem hana bera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 134064

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband