Hárrétt!

Ákvörðunin sem Alþingi tók í dag var að heimila ríkisstjórninni að fara og ræða aðild Íslands að Esb.

Hvort niðurstaða þeirra viðræðna verður sú að leggja aðildarsamning fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu er enn óvíst. 

Þeir Framsóknarmenn og liðsmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði á móti þessu, tóku að mínu mati afstöðu til málsins á einhverjum öðrum forsendum, en málefnalegum.

Mig hlakkar til að heyra hvað þeir voru að hugsa.  


mbl.is „Efinn ætíð góður förunautur í hverri vegferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum samráð olíufélaganna?

Íslenskur almenningur styður samráð olíufélaganna, því það tryggir góða afkomu fyrirtækjanna í þeirri ágætu grein og hjálpar þeim að borga afgreiðslufóliki sínu góð laun.
mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hverja er Landsmót Umfí?

Ég tók þátt í Landsmóti UMFÍ um nýliðna helgi.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að keppa í bridge fyrir mitt svæðasamband, UÍA.

Okkar liði gekk ekki alveg ægilega vel, en ég hafði samt gaman af þessu, annars væri maður ekki í þessu.

Hitt er svo annað mála að mér finnst að landsmót eigi að vera fyrir alla. Það sem upp á það vantar er nú ekki mikið, helst það að þetta sé kynnt betur og gert að enn meiri almenningsíþróttahátíð.  Á landsmótinu var til dæmis almenningshlaup sem heppnaðist vel og vakti mikla athygli.

Mér finnst að UÍA eigi að láta meira að sér kveða á þessu þóti. Það á að vera metnaður að senda lið í flestum greinum og kannski þarf að breyta reglum, þannig að til dæmis sé unnt að senda fleiri en eitt lið í vinsælustu greinunum, eins og fótbolta.

Ég sá að UÍA er búið að láta gera flotta æfingagalla sem eru til sölu og mér finnst meiri liðsbragur á keppnislið sem klæðist flottumbúningu utan vallar á svona móti.

En megintillaga mín til ungmennahreyfingarinnar eru sem sagt:

Gerum Landsmótið að almenningsíþróttahátíð fyrir alla aldursflokka.     

 

 


Vegir liggja til allra átta.

Á Seyðisfirði liggja vegir til allra átta.

Reyndar er það svo að akandi kemst maður ekki mjög langt nema til vesturs, en það er önnur saga.

seyðisfjörður

Ef maður er á innri brúnni yfir Fjarðará liggja vegir til allra átta og til að undirstrika þetta heita görurnar Vesturvegur, Austurvegur, Norðurgata og Suðurgata.

Vissulega vel til fundin götunöfn og vel við hæfi.


Gamla Rafstöðin í Fjarðarseli.

Ein að mörgum skemmtilegum gönguleiðum í nágrenni Seyðisfjarðar er hér úr bænum sunnanverðum inn að Fjarðarseli.

Þar er þessi gamla og merkilega rafstöð. Henni er afar vel haldið við og hægt að fá að skoða hana með samkomulagi við fyrirtæki okkar allra, Rarik ohf.

fjar_arsel.jpg

 


Bletturinn.

Í maí fór hluti af fjölskyldunni til Hvammstanga.  Hún Hugrún kom með okkur, og ég held að henni hafi líkað það bara vel.

Meðal þess sem við gerðum þá var að skreppa út í Blett með Munda afa og Eyjólfi. Þessi mynd var tekin þá.

blettur_874756.jpg


Mývatnsmaraþon 2009

Flottur hópur frá Seyðisfirði tók þátt í Mývatnsmaraþoni 2009.

Þessi mynd segir meira en mörg myvatn_09.jpgorð.


Gangan yfir Fjarðarheiði.

Nokkur hópur fólks á Seyðisfirði hefur starfað í verkefni undanfarna mánuði, sem nefnist Göngum Göngum hópurinn.

Markmið hópsins er að standa fyrir göngum yfir Fjarðarheiði og með því vekja athygli á erfiðum og ótyggum samgöngum um Fjarðarheiði.

Með þessu vill hópurinn einnig stuðla að samheldni bæjarbúa og hollri hreyfingu þáttakenda.

Þriðja ganga hópsins var í gær og að þessu sinni var gengið alla leið frá Eyvindarárbrú að félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. 

Þátt tóku milli tuttugu og þrjátíu manns og gengu flestir alla leið yfir heiðina.  Aðstæður voru alls ekki góðar og mestan hluta leiðarinnar var gengið í þoku.  Reynt var að gera ýmislegt til að auka öryggi þátttakenda. Þáttakendur voru flestir í skærlitum öryggisvestum sem forsvarsmenn göngunnar hafa útvegað.  Sett voru upp sérstök viðvörunarskilti beggja megin heiðarinnar.  Lögreglan var á svæðinu með eftirlit. Brýnt var fyrir göngufólki að ganga á köntunum og ganga ekki hlið við hlið.

Gangan sjálf gekk vel fyrir sig og engin slys á fólki.  Þó mátti í einhverjum tilvikum ekki muna miklu, því að akgreinar á heiðinni eru fremur þröngar og ökumenn ekki allir jafn varkárir.  

Tilfellið er nefnilega að vegurinn um Fjarðarheiði er alls ekki hættulaus gönguleið. 

Hann er einnig hættulegur fyrir akandi umferð, á veturna er það slæmt skyggni bæði vegna skafrennings og þoku, og svo eru akstursskilyrði oft slæm vegna hálku.

Á sumrin er oft þoka á þessum háa fjallvegi og brýnt að hafa gát á.

Loks bar að nefna það að samkvæmt mælingum Ólafs Guðmundssonar á vegum á Íslandi er þessi vegur einn sá hættulegasti á Íslandi.

Almennur skilningur á þörfinni fyrir úrbætur er alltaf að aukast,  og ég er þess full viss að jarðgangatenging til Seyðisfjarðar er að margra mati eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum landsins.

Starfið í þessum hópi hefur verið gefandi og maður hefur kynnst betur yndislegu fólki.  Fyrir það er ég þakklátur.


Er hægt að semja aftur um Icesave?

 

Ef til vill er hægt að semja aftur Icesave. En hver tekur mark á Íslendingum sem koma á nokkurra vikna fresti til að semja um sama málið? 

Stjórnarandstaðan sýnir mikið ábyrgðarleysi með málfutningi sínum.  Hennar skoðaun mótast af því að reyna að fella ríkisstjórnina og dansar með ýmsum sem gagnrýnt hafa Ice save.  Ég held að flestir séu á móti Ice save vegna þess að okkur finnst að ósanngjarnt er að öll þjóðin líði fyrir gerðir bankanna.

Sigmundur Davíð er búinn að missa alla tiltrú fólks með málflutningi sínum. Hann er tækifærissinni. Bjarni á voða bágt en hefur núna fallið í þá gryfju að tala af ábyrgðarleysi um Icesave málið. 

Ríkisstjórnin er á fullri ferð að koma okkur út úr mesta vandanum. Hún er búin að semja við aðila vinnumarkaðarins.  Lánin frá norðurlöndunum og AGS koma á næstu dögum. Munurinn á gengi íslensku krónunnar hér og erlendis er að minnka og unnt er að kaupa krónur sumsstaðar erlendis á ný. Þar með sjáum við að við getum aflétt gjaldeyrishöftum innan kannski fárra mánaða.  Vaxtalækkunarferli er hafið. Búið er að leggja fram áform um hóflegar skattahækkanir sem þó snerta ekki verst settu hópnana. Búið er að setja fram markmið um tiltekt í ríkisrekstrinum.

Verið er að vinna í að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um framlög til atvinnuuppbyggingar.

Ef við fellum Icesave munum við missa trúverðugleika sem þjóð, krónan enn falla og ríkisstjórnin falla með enn meiri pólitískri óvissu.

Að fella Icesave mun verða okkur dýrt. En stjórnarandstaðan spyr ekki að því. Henni líður illa yfir árangri ríkisstjórnarinnar.


Tveir frábærir kostir fyrir Eið!

Það væri sko ekki amalegt að spila með Hermanni, eða hinum vingjarnlega Herminator.

Hinn kosturinn er ekki síðri, en Zola er að ná flottum árangri sem stjóri hjá West Ham. 


mbl.is Eiður til Zola og West Ham?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 134456

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband