Reynt að hlífa þeim verst settu.

Greinilegt er að þessi breyting miðar að því að hlífa þeim sem minna hafa eftir föngum.

 

Enginn deilir um að laga þurfi halla ríkissjóðs. Slíkt er hægt að gera með þrennum hætti.  Auka tekjur með skattahækkunum. Hagræða og draga saman í ríkisrekstrinum.  Stuðla að aukinni almennri atvinnustarfsemi til að breikka skattstofna.  Nú er búið að kynna fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.  Í skattahækkunum á að sækja tekjur hjá hálaunafólki og í gegnum áfengi bensín tóbak og ýmsar matvörur svo sem kex og sælgæti. Þarna er reynt að skattleggja fremur óholla vöru en nauðsynjar og ná í skattahækkanir, sem vel að merkja enginn mótmælir að séu nauðsynlegar, hjá hinum tekjuhærri fremur en hinum launalægstu. Við niðurskurð er reynt að hlífa þeim verst settu. Mannúð og jöfnuður eru leiðarstef vinstri ríkisstjórninnar. Það er synd að hún skuli fyrst vera kölluð til starfa við að verka upp eftir frjálshyggjusukkið.


mbl.is Greiðslur til 15% foreldra skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

þessi grein er náttúrulega kjaftæði.... fyrirgefðu.....  Hvaða mannúð er það gagnvart t.d. ungu vel menntuðu fólki.... Segjum með 3 börn nýbúin að kaupa sér lítið raðhús upp á t.d. 50 millur... Sem það var fullkomlega burðugt og stimplað í bak og fyfir af okkar kerfi að það væri greiðsluhæft af....  Við erum ekki að tala um hálaunafólk en með góða menntun erum við kannski að tala um nálægt 500.000... í heildarlaun, sem er ekki svo brjálæðislegt ef fólk er búið að kosta til mörgum árum í menntun með tilheyrandi kostnaði sem það er líka að borga af núna.  Þetta fólk er að berjast við að halda húsnæðisskuldbindingum sínum þrátt fyrir að Ríkið ætli að láta öll lán falla á það og í ofanálag eru nýburaforeldrar sendir heim með svona TEKJUSKERÐINGU... sem enginn gerði í þokkabót ráð fyrir.  Hvað er að þessu liði þarna í Ríkisstjórn.  Þeir eru að DREPA unga fólkið sem hefur verið að kaupa sér éignir sl.  5-6 ár  og að líta á þetta sem jöfnuð er FÁRÁNLEGT.  

Fólk hér og þá aðallega ungt fólk er búið að koma sér í sínar skuldbindingar  MEÐ RÁÐLÖGÐU LEYFI bankastofnana og Íbúðalánasjós  og nú á að fara að taka tekjumöguleika af  nýburaforeldrum.......  Þú verður líka að athuga að þetta fólk hefur oft líka skuldbindingar við Lánasjóðinn og er að greiða heil mánaðarlaun á ári til baka til hans.

Þetta er fólkið okkar sem er að fara úr landi vegna  aðgerðaleysis þessarar ríkisstjórnar!!!  Og verður EKKI  til staðar þegar þegar við þurfum á að halda.  Menntafólkið okkar!!

Helga , 20.6.2009 kl. 12:29

2 identicon

Sammála þér Ernir, ungt fólk í dag hefur haft val til að lifa lágt eða hátt. Ég sjálf titla mig alls ekki gamla rétt rúmlega þrítuga, ég er ekki háskólamenntuð en ég er samt menntuð:) Ég valdi þá leiðina að taka skóla á lengri tíma og ná að vinna með í stað þess að taka námslánsskuldir, tekur lengri tíma en hefur heldur betur borgað sig fyrir mig núna allavega, síðan var ekkert nauðsynlegt að eiga hús/íbúð upp á 50 milljónir eða bíl upp á 6 milljónir..Allir höfðu og hafa val hvernig þeir vilja lifa og þeir verða þá líka að taka afleiðingunum...ekki að ég sé neitt að gera lítið úr þeim sem hafa verið að kaupa fyrir háar fjárhæðir, en eins og fyrr segir þetta var val hvers og eins, og til þess að rétta þjóðarskútuna af þá hlýtur að þurfa að spara/skera niður einhversstaðar og eðlilega lenda þeir í því sem hæstu tekjur hafa og mestu eignir, við þurfum  öll að blæða fyrir þetta sukk nokkurra manna en við hljótum að komast yfir það með jákvæðni og góðum vilja. Allavega ætla ég mér að gera það

Erna (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Helga

Það er skammarlegt að heyra svon tal...  Og hver var að tala um lúxúsbíla?  Ég tók bara dæmið sem húsnæðislán!  Og það sem ég var að reyna að segja og þið hafið greinilega ekki skilið....  Var það að fólk á höfuðborgarsvæðpinu NEYDDIST til að kaupa á okurprís sitt húsnæði. Skiptir þá ekki máli hvort það var 4 herbergja íbúð á 35 millur eða raðhús á 50.  Fólk valdi það sem EFNI OG AÐSTÆÐUR LEYFÐU ÞVÍ.  Þannig að Erna mín bónaðu geislabauginn þinn bara betur, sennilega hefur þú verið svo heppin að kaupa þér úti á landi ef þú hefur getað safnað!  5 manna fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu geta ekki stólað á leiguhúsnæði það er ekkert öryggi.  Og þegar fólk var í fínni vinnu og metið fullkomlega greiðsluhæft fyrir sínum skuldbindingum, þá er fáránlegt að hengja það eins og eitthvað græðgispakk.

Og þú Ernir, talar um öryrkja og ellilífeyrisþega,.... auðvitað er sorglegt að þetta lendi líka á þeim en það erekki sanngjarnt að þetta lendi 120% á unga fólkinu og bara 20-30% á hinum.  Og til þess að þú skiljir hvað ég meina.... því þú hefur sennilega ekki þurft að kaupa þér húsnæði á okurprís sl. ár... og ég segi ÞURFT.  Að þá er ég að meina það að þetta fólk situr uppi með að húsnæðisverðið sem það teygði sig upp í er TVÖFALT og ofan á það eru launalækkun, atvinnuleysi, skerðing fæðingarorlofs og annað.  Ef húsnæðislánin yrðu leiðrétt, væri minna mál og kannski gerlegt fyrir fólk að taka á sig allt hitt.   En það er EKKI gerlegt að halda húsnæði sínu með alla skerðinguna LÍKA!

Helga , 20.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 134000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband