5.10.2009 | 11:49
Urgur út af Vestdalseyrinni!
Mikill urgur er í fólki í bænum út af svokölluðu Vestdalseyrarmáli.
Vestdalseyrin á eins og margir vita afar sérstakan sess í huga bæjarbúa. Við hana eru tengdr margar sögur úr fortíð bæjarins og vitað er að þar eru merkar minjar í jörðu.
Nú síðast var málið til umfjöllunar í ferða og menningarnefnd bæjarins og segir í bókun nefndarinnar:
"Ferða- og menningarmálanefnd ítrekar skoðun sína í því hve Vestdalurinn og Vestdalseyrin eru náttúru- og menningarsögulega mikilvægt svæði þar sem vanda þarf vel til verka og ber að vernda eftir fremsta megni. Ferða- og menningarmálanefnd harmar þann farveg sem deilan um nýgert bílastæði er kominn í og skorti á samráði við nefndina í því máli, sérstaklega í ljósi vinnu við skiltagerð og ýmsar aðrar hugmyndir sem nefndin hefur unnið að á síðustu misserum um að gera Vestdalseyrinni og -dalnum þau skil sem því ber."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 00:00
Tímamót í stjórnmálum á Íslandi.
Nú þessa dagana stöndum við á miklum tímamótum í stjórnmálum á landinu.
Ríkisstjórnin er að leggja línurnar um úrlausn vanda skuldugra heimila.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa gefið til kynna að bið eftir afgreiðslu IMF á næsta áfanga láns megi ekki bíða öllu lengur og ICESAFE málið megi ekki teja næstu skref okkar til að ná efnahagslegum markmiðum okkar.
Umhverfisráðherra setur virkjunarframkvæmdir í sambandi við Helguvíkurverkefnið í umhverfismat sem heild og það vinnur gegn stöðugleikasáttmálanum.
Seðlabankinn nær ekki að lækka vexti og það eru viss vonbrigði meðal annars fyrir aðila vinnumarkaðarins.
Iðnaðarráherra á viðræður við Alcoa og Norðurþing og ákveðin laun vegna Helguvíkurverkefnisins virðist í sjónmáli.
Ríkisstjórnin leggur línurnar um umsvifamiklar breytingar á stofnunum, ráðuneytum og stjórnsýsluumdæmum, sem virðast vera afar róttækar.
Það er mikið um að vera og ekki ólíklegt að átök verði um ýmis af þessum málum á næstu vikum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 16:29
25 manna listinn í Time.
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2009 | 09:04
Um hagkvæmni og skattamál.
Að mestu leyti er skattkerfi okkar íslendinga skilvirkt, hagkvæmt og tiltölulega auðskilið.
Ég ætla ekki að hafa einkunnina réttlátt. Ástæður þess að ég geri það ekki eru nokkrar, til dæmis er ég á þeirri skoðun að hátekjuskattur eigi rétt á sér. Ég tel einnig að meðan stimpilgjald er við lýði, sem er sérstakur skattur á skuldara öðrum fremur, þá eigi eignaskattur líka rétt á sér.
Þegar uppgjör á álagningu ársins liggur fyrir í kringum 1. ágúst á ári hverju, þá kemur í ljós hvort maður skuldar eða á inni. Nú í ár eiga mjög margir inneign sem er greidd út og eiga svo að borga til baka oft í gegnum launagreiðendur sína. Þessi hópur er mun stærri núna en áður hefur verið. Þessi óþarfa skriffinnska hlýtur að vera þjóðfélaginu dýr.
Til að laga þetta aftur þarf að gera tvennt: Heimila það að barnabótum sé skuldajafnað upp á móti skattskuldum. Heimila það að barnabótum, ofgreiddri staðgreiðslu og vaxtabótum sé skuldajafnað á móti ógjaldföllnum gjalddögum opinberra gjalda við álagningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 18:13
Gaman að sjá Leeds með knattspyrnusýningu í gærkvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 23:11
Átta flökkusögur um hrunið leiðréttar.
Ýmislegt er á kreiki í umræðunni varðandi hrunið, sem margir taka sem gefnu, en þolir ekki gagnrýna skoðun. Hér eru átta dæmi.
1. "Afskriftir skulda [útrásarvíkings X] lenda á almenningi." Rangt, þær lenda á kröfuhöfum gömlu bankanna. En í tilviki Landsbankans er Tryggingasjóður innstæðueigenda og síðan ríkissjóður meðal forgangskröfuhafa, þannig að þar má segja að tap gamla bankans sé tap almennings. Svo er þó ekki í Glitni eða Kaupþingi (nema óbeint í gegn um lífeyrissjóði og að einhverju leyti Seðlabanka).
2. "Krónan féll vegna þess að bankarnir og/eða eigendur þeirra tóku stöðu gegn henni." Ekki rétt nema ef til vill að litlu leyti. Krónan féll aðallega vegna þess að peningamálastefnan var vond, leyfði krónunni að styrkjast of mikið 2003-6 og síðan kom alþjóðlega fjármálakreppan sem olli flótta úr öllum áhættusömum fjárfestingum, þar á meðal vaxtamunarviðskiptum með krónu. Sjá nánar í þessari bloggfærslu.
3. "Það er fullt af peningum í felum á Tortólu, það þarf bara að fara og sækja þá." Svo mikið er víst að það eru engir peningar á Tortólu, þar er varla banka að finna. Hins vegar eiga fyrirtæki skráð á Bresku jómfrúreyjum (en stærsta eyjan heitir Tortóla) eflaust bankareikninga víða, bara ekki á eyjunum sjálfum. En því miður var stærsti hluti efnahagsreikninga bankanna (og eignarhaldsfélaganna) bara loft, þ.e. skuldasúpur og ofurgíraðar spilaborgir. Það loft hvarf jafnfljótt og það myndaðist. Eitthvað smáræði er eflaust eftir, en ekki stóru fjárhæðirnar sem sumir virðast halda; þær töpuðust einfaldlega og urðu að engu. Af lofti ertu kominn og að lofti skaltu aftur verða.
4. "Óverðtryggð lán eru betri en verðtryggð þegar áföll verða." Óverðtryggð lán til langs tíma eru yfirleitt með breytilegum vöxtum til skamms tíma í senn. Slíkir vextir urðu gríðarlega háir 2008-2009 og greiðslubyrði hefði orðið mun meiri en af verðtryggðum jafngreiðslulánum, þar sem verðbætur dreifast yfir allan líftíma lánsins. Verðtryggðu jafngreiðslulánin voru að mörgu leyti lán í óláni og hafa veitt skjól frekar en hitt.
5. "[Útrásarvíkingur X] á að borga skuldir [hlutafélags Y þar sem X var hluthafi]." Það kann að teljast siðferðislega æskilegt í ýmsum tilvikum að hluthafar borgi skuldir sem þeir hafa stofnað til í gegn um félög sín. En, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá eru hlutafélög þess eðlis skv. hlutafélagalögum að hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldum félaganna, umfram hlutafjárframlög sín. Þetta er lánveitendum fullkunnugt þegar þeir lána hlutafélögum, og á með réttu að endurspeglast í lánskjörum, tryggingakröfum o.s.frv. Hitt er svo annað mál að stjórnir og stjórnendur hlutafélaga bera margháttaða ábyrgð skv. lögum og liggur refsing við ýmissi háttsemi sem lög tiltaka.
6. "Það á að setja afturvirk lög til að geta refsað [útrásarvíkingi X]". Slíkt er bannað skv. 69. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins íslands: "Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað." Ákvæði sama eðlis eru í mannréttindasáttmálum, enda er hér um að ræða eina af meginstoðum lýðræðis og réttarríkis. Það væri verr af stað farið en heima setið að ætla sér að krukka í þessu.
7. "Við ráðum ekki við Icesave." Jú, sérstaklega ef fyrirvarar Alþingis halda. Ef okkur ber gæfa til að stjórna efnahagsmálum með skynsamlegum hætti næstu árin, til dæmis með fagmenn eins og Gylfa Magnússon og Má Guðmundsson í brúnni og með aðstoð AGS, þá ráðum við ágætlega við Icesave-greiðslurnar.
8. "Allt er farið í steik og það er eins gott að pakka saman og fara." Vísbendingar í hagtölum eru frekar jákvæðari en svartsýnar spár gerðu ráð fyrir. Samdráttur landsframleiðslu verður minni en ætlað var á þessu ári, og ekki meiri en víða annars staðar. Vöruskiptajöfnuður hefur snúist hratt við og er vel jákvæður um þessar mundir. Atvinnuleysi er minna en spáð var. Búið er að vinna úr Icesave deilunni og verið er að endurreisa bankana. Umsókn um aðild að ESB er á góðu róli, en stefna á aðild og evru mun veita okkur kærkominn stöðugleika og viðspyrnu. Og við munum geta lokað stórum hluta fjárlagagatsins með þeirri einföldu aðferð að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna.
Eins og sönnum Íslendingi sæmir, dreg ég rökrétta ályktun: Þetta reddast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 16:30
Könnun um Vestdalseyrarmálið.
Mín skoðun á málinu er sú að....
... nei annars, ég ætla að segja ykkur þegar þið hafið kosið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.9.2009 | 12:47
Getur ekki verið í lagi!
Nokkur félög í íslenska boltanum hafa komið sér upp gerviliðum, þeas öðrum félögum sem rekin eru og stjórnað af móðurklúbbnum.
Þessi lið eru gjarnan í 3. deild og eru vettvangur fyrir leikmenn sem ekki komast í aðalhóp viðkomandi félags.
Að mínu mati þarf að setja þessum liðum takmörk og þá þannig að þau komist aldrei upp úr neðstu deild, eða þá að þau komist aldrei upp í þá deild sem móðurfélagið er í.
Ef seinni kosturinn væri valinn væri einnig hægt að breyta reglum þannig að til dæmis KR tefldi fram liðum í öllum deildum.
Afturelding með tvö lið í 2. deild? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 17:49
Að eiga góða æsku daga er mikið lán.
Hverju barni er mikið lán að eiga góða æskudaga. Að foreldri búi því skjól á heimilinu og leiðbeini því um framkomu og lífsmáta.
Sú leiðbeining er stundum í orðum, en þó oftar og áhrifaríkara í hátterni og lífsstíl.
Fyrir þetta er aldrei fullþakkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2009 | 13:37
Hvað varðar BB um þjóðarhag?
Nú nær lágkúrulegur málflutningur Bjarna Benediktsson nýju hæðum.
Hann ákveður nú að reyna að hvítþvo sig af úrlausn ICE save vandans, en mun aldrei geta firrt Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð á þessu vandamáli.
Flokkurinn handvaldi kaupendur bankanna, sem fengu þá á vildarkjörum.
Mikil vonbrigði eru að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki í þessu stóra máli axla ábyrgð á lausn þess sem unnin var þó í samráði við flokkinn. Flokkurinn skeytir engu um þjóðarhag en stjórnast af því af öðrum sjónarmiðum.
Víki verði fyrirvörum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar