Hjálmar Níelsson.

Árið 1985 hóf ég störf á sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði, sem sumarmaður í fyrstu, en síðan sem gjaldkeri og bókari.

Þá kynntist ég vel Hjálmari Níelssyni sem þar var tryggingafulltrúi.

Áttum við eftir að vinna þarna saman í 15 og hálft ár.

Hjálmar var menntaður vélvirki og hafði unnið sem slíkur, en einnig sinnt ýmsum öðrum störfum. Hann hafði rekið vöruafgreiðslu, unnið hjá Hitaveitu Seyðisfjarðar, hjá ríkismati sjávarafurða.  Hann hafði einnig setið í bæjarstjórn og stjórn Síldarverksmiðja Ríkisins, svo eitthvað sé nefnt af félagsmálavettvangi, því hann var mikill félagshyggjumaður og verkalýðssinni. 

Seinna meir lét hann Lions, Félag Hjartasjúklinga,og Félag Eldri borgara njóta krafta sinna, auk þess sem hann málaði myndir í tómstundum.

Hann var mikill atorkumaður alla tíð og var stöðugt að bæta og laga húsið og garðinn með henni Önnu sinni. Eftir að hann settist í helgan stein, eins og það er nefnt sinnti hann ýmsum verkefnum, svo sem umhirðu um kirkjugarð okkar Seyðfirðinga og einnig vann hann hjá Austfar við afgreiðslu Norrönu seinni árin.  

Hann var afbragðs vinnufélagi og mikill sögumaður. Góður húmor og hlýja kryddaði frásagnir hans og mér fannst frábært að heyra hann rifja upp sögur frá síldarárunum eða stríðinu.

Hann kenndi mér margt og var einskonar "pabbi" okkar yngra fólksins og oft minnti þetta samfélag okkar vinnufélaganna fremur á stórfjölskyldu en vinnustað.

Anna og fjölskyldan fær frá mér hugheilar samúðarkveðjur.

Minning Hjálmars lifir með okkur.


Þarfar ábendingar tófuvina!

Tófuvinir eru greinilega vakandi og sofandi yfir hagsmunum Íslands í víðara samhengi en aðrir.


mbl.is Hagsmuna tófunnar verði gætt í Icesave-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun í atvinnulífi og máli.

Þvættingur og kjaftháttur.

Nú er mikið talað um að við þurfum að örva nýsköpun í atvinnulífinu okkar.

Þegar ný atvinnutækifæri finnast verða gjarnan til ný fyrirtæki.  Þessi fyrirtæki þurfa nöfn við hæfi, sem eru lýsandi fyrir starfsemi þeirra og vekja athygli fólks.

Hér eru tvö dæmi um góð nöfn á fyrirtæki:

Þvættingur er gott nafn á þvottahúsi.

Kjaftháttur er gott nafn á tannlæknastofu.

Ekki satt? 


Gott að vita þetta.

Gott að vita að þessir flokkar vilja alls ekki skattleggja þá sem nýta auðlindir þjóðarinnar. 

Sjálfstæðisflokkur og Framsoknarflokkur eru á móti eignaskatti, á móti hátekjuskatti og vilja hafa skatt á fjármagnstekjur lægri en í nokkru örðu landi.

Þeirra áhersla var að lækka skattleysismörk að raungildi.

Þei vildu taka skattana af láglaunafólkinu og meðaltekjum.  En standa vörð um þá sem hafa breið bökin. Hlífa hátekjufólki, erlendum stórfyrirtækjum og sérstaklega fjármagnseigendum.

Núna sést að þeir vilja alls ekki skattleggja atvinnureksturinn og alls ekki erlend stórfyrirtæki, sem fá raforku hér á útsöluprís.


mbl.is Gagnrýna Árna fyrir ASÍ-ræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knappur afgreiðslutími!

Mörgum hér í bæ þykir afgreiðslutíminn í Landsbankanum og Pósti knappur eftir þessa breytingu.

Afgreiðslutíminn hjá Póstinum dregst saman um 20 klst á viku við þessa breytingu.

Nú verður afgreiðslutíminn á póstafgreiðslu í bænum frá 12.30 til 16.00, sem er vel að merkja sami tími og á Flateyri, Stöðvarfirði, Þingeyri og Vopnafirði.

Kaupstaðir eins og Skagaströnd, Hvammstangi, Patreksfjörður, Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Blönduós osfrv hafa lengri afgreiðslutíma Póstsins.  


mbl.is Pósturinn í samstarf við Landsbankann á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skin og skúrir.

Það skiptast á skin og skúrir.

Nú er 15 stiga hiti og sólarveður á Seyðisfirði. Ég gekk hér út fyrir skrifstofuna og hitti Milla í Pöntun og Jón Olgu, þar sem þeir voru að vinna við að skipta um þakjárn á Bjólfsgötu 1.  Jón hafði orð á því að það hefðu ekki verið margir dagar í sumar betri en þessi. Smiðir kunna að meta veðurblíðuna og láta ekki tilhugsunina um að það frysti aftur eyðileggja fyrir sér góðan vinnudag.

Um helgina var stormur og stórrigning og svo slæmt veður að Paparnir þorðu ekki yfir Fjarðarheiði.

Gústi Guðsmaður hefði á að vera með þeim í för.

En í landsmálum eru líka veðrabrigði.  Undanfarið hefur maður gengið undir manns hönd og útmálað ástandið á versta hátt.  Reynt að gera öll verk ríkisstjórnar tortryggileg og haldið því fram að ekkert væri gert til að bæta líf þjóðarinnar.  Þegar svo áform um aðgerðir eru kynntar,  eru síðan margir til að mæla þeim mót sem ákafast og fyrir bragðið eru öll verk erfiðari og tafsamari en þyrfti að vera.

Núna berast fregnir af því að hinar svartsýnustu spár rætist ekki, þvert á móti liggur fyrir að kostnaður við endurreisn bankakerfisins og Icesave sé mun minni en áður var óttast.

Flestir anda léttar og hressast við.  Ég bíð spenntur eftir kvöldfréttunum og ætla að heyra hvernig tekst að gera góðar fréttir tortyggilegar svo þjóðinni vaxi nú alls enginn kjarkur og bjartsýni strax.

Ætli fjölmiðlaeigendur og stjórnarandstaða framleiði þunglyndislyf?

 


Systkynin á Bakka

Mig dreymdi skrýtinn draum í nótt.  Mér fannst ég fylgjast með systkynum sem búa í þorpi vestur á landi í húsi sem heiti Bakki.

Þau hétu Gísli, Eiríkur og Helga.  Húsið þeirra var gamalt en hafði áður fyrr verið glæsilegasta húsið í þorpinu.  Nú var það hins vegar orðið hálfljótt því þau höfðu ekki hirt um neitt viðhald á því árum saman.  Þau höfðu engin efni á að kosta viðgerðir á því en sáu það út að þau gætu leigt minna hús fyrir bæturnar sínar.

Þau fluttu því úr gamla húsinu sínu og í annað minna en miklu fallegra hús í staðinn.

Gamla húsið stóð nú autt og engin bæjarprýði.

Ég hrökk upp úr þessu draumarugli og fór að hugsa um að nú á að leggja niður pósthúsið á Seyðisfirði og flytja afgreiðsluna í bankann sem er í leiguhúsnæði.  Ekki er það skemmtilegt mál hugsaði ég og reyndi að hugsa um eitthvað skemmtilegra til að sofna aftur.

Ég hugsaði um nöfnin á systkynunum, Gísli, Eiríkur og Helga.

Já, þessi nöfn passa svo vel sem ráðherranöfn, hugsaði ég, Gísli er auðvitað dóms og fangelsismálamráðherra, Eiríkur fjármálaráðherra og Helga Kirkjumálaráðherra, hugsaði ég.

Og svo sofnaði ég aftur.


Seyðfirsk getraun dagsins.

Hvaða myndavélar eru uppáhaldsmyndavélar Jóa Sveinbjörns?

Getraun dagsins

Hvaða blóm er þetta í merki hvaða knattspyrnuliðs er hún?

white rose


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband