23.11.2009 | 20:20
Umræðan um forsetaembættið.
Íslenska lýðveldið er bráðum 65 ára. Sama gildir um forsetaembættið.
Á þessum tíma hafa 5 einstaklingar gegnt þessu embætti. Þeir hafa starfað hver með sínum hætti.
Ég hygg að fáir séu ósammála því að langvinsælust forsetanna sé frú Vigdís Finnbogadóttir, en sá sem lang umdeildastur er, er núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.
Gagnrýnin á Ólaf hefur verið sett saman af þremur þáttum:
Fjármál: Hann hafi verið of ferðaglaður og kostað mun meira en fjárveitingar til hans embættis gáfu tilefni til. Hann hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalögin og beitt umdeildu ákvæði í stjórnarskránni sem hefð hafði skapast um að forsetinn beitti ekki. Þannig var hætta á því að frumvarpið færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hefði kostað mörg þúsund króina.
Talaði fyrir eigin stefnu í utanríkismálum: Hann hafi látið til sín taka á alþjóðlegum ráðstefnum og reynt að gera sig gildandi, til dæmis í málefnum er snerta loftslagsmál. Þetta sé hlutverk ríkisstjórnar og viðkomandi ráðherra, ekki forsetans.
Stuðlaði að velgengni útrásarvíkinga erlendis: Hann hafi stutt útrás íslenskra fyrirtækja erlendis og beri að segja af sér, til að axla ábyrgð sína á bankakreppunni.
Með þessu hafi virðing almennings fyrir embætti forseta íslands beðið afar alvarlegan hnekki.
Ég get ekki verið sammála þessu. Var það til auka veg og vanda embættisins þegar ríkisstjórnin reyndi að þvinga frú Vigdísi til að skrifa undir lögbann á flugfreyjur á kvenfrelsisdaginn?
Var það til að auka virðingu fyrir embættinu þegar handhafar forsetavalds keyptu heilu sendibílafarmana af áfengi á kostnaðarverði í hvert sinn er forsetinn fór af landi brott?
Var það til að auka virðingu embættisins þegar handhafar forsetavalds, veittu flokksgæðingi og flokksbróður sínum uppreisn æru, þvert á almenna siðferðistilfinningu þjóðarinnar?
Ólafur Ragnar hefur verið duglegur við að sækja ýmsar ráðstefnur um loftslagsmál. Hann hefur valið málstað sinn vel. Málstað sem líkt og gróðursetning Vigdísar ætti að vera öllum upplýstum mönnum þóknanlegur. Baráttan gegn eyðingu ósonlagsins er mannkyninu í hag, en hún var pínulítið óþægileg fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur, sem litu svo á að álið væri eina málið.
Ólafur hefur líkt og fyrirrennarar hans viljað gera sitt til að greiða götu íslenskra fyrirtækja erlendis. Hann markaði ekki stefnuna um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Það var sú stefna sem kom okkur í koll, ásamt andvaraleysi aðila á borð við Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og þeirra ríkisstjórna sem sátu meðan þessi staða skapaðist.
Á það verður að benda að þjóðhöfðingar flestra ríkja, ekki síst minni þjóða, líta á það sem skyldu sína að greiða götu fyrirtækja sinna erlendis. Þetta gerði danadrottning á ferð sinni um Víetnam nýverið. Engum dettur í hug að álasa henni fyrir hugsanlega fjármálaglæpi sem seinna kann að koma í ljós að förunautar hennar stunduðu.
Almennt er litið svo á, að vegna fortíðar sinnar sem umdeildur stjórnmálamaður, muni Ólafur Ragnar aldrei verða eindregið sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar er afar víðsýnn og vitur maður. Hann leitast við að verja hag landsmanna og fyrirtækja þeirra og vera þannig sómi Íslands sverð og skjöldur. Þó að ég heyri aldrei um hann sunginn hallelújakór, þá finnst mér að hann eigi yfirvegaðri og sanngjarnari gagnrýni skilið, en verið hefur víða undanfarna mánuði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2009 | 10:24
Gunnar áfram
Í Kópavogi kænn og slyngur,
á kjörstað er hann eftirsóttur.
Gunnar hefur gullinn fingur
gat hann af sér ríka dóttur
Gunnar gefur aftur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2009 | 16:20
Skattalækkun!
Nú liggja fyrir áform ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar. Ég hafði átt von á miklum skattahækkunum, en niðurstaðan var á annan veg. Ljóst er að þeir sem hafa laun undir meðallagi fá hreina skattalækkun.
Hinir launahæstu og fjármagnseigendur munu hins vegar fá auknar byrðar. Það er þá ljóst að Bjarni Benediktsson hugsar eingöngu um þann hóp. Gott að muna þetta.
Þriggja þrepa skattkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2009 | 08:53
Umræðan um ESB.
Umræðan um þá kosti sem okkur kunna að bjóðast með fullri aðild að ESB er nú ekki afar upplýst oft á tíðum. Sú stétt sem hvað eindregnast er mótfallin aðild eru bændur. Líklegt er að hvað landbúnaðarmálin snertir muni landbúnaðargreinar okkar fá samsvarandi eða betri skilyrði en nú er.
Sjávarútvegurinn okkar á mikil sóknartækifæri innan ESB, og breytingin þar á bær er eingöngu tilfinningalegt mál um tilhugsunina að kvóta "okkar" verði úthlutað í Brussel.
Lífkjör almennings munu örugglega batna og samkeppnisstaða margra fyrirtækja stórbatna með fullri aðild.
Af undarlegum ástæðum sem ég skil ekki er stór hluti þjóðarinnar enn ginnkeyptur fyrir gífuryrðum öfðasinna og kannski er aðlilegt að gamlir Nató andstæðingar, sem komast ekki yfir að járntjaldið er fallið, noti ESB andúð til að trappa sig niður, eftir allar Keflavíkurgöngurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2009 | 18:22
Þjóðvegur í 600 metra hæð.
Þeir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands og velja að koma hingað með bílferjunni Norrönu, sigla inn aðdjúpan og nokkuð hlykkjóttan fjörð. Þegar ferjan leggst að bryggju er útsýnin út fjörðinn horfin, því að Seyðisfjörður er umlukinn fjallahring.
Þessir ferðamenn koma nær allir til að skoða landið okkar, eins og nærri má geta og halda flestir á bíl sínum eða hjóli, landleiðina til Fljótsdalshéraðs. Þessi fyrsti áfangi ferðalagsins liggur um Fjarðarheiði og nú hafa þeir ekkert val. Það er aðeins þessi eini akvegur sem tengir Seyðisfjörð við vegakerfi Íslands. Vegurinn liggur í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli og getur, ef því er að skipta, verið illviðrasamur.
Nútíma kröfur til samganga eru alltaf að aukast og þess vegna eru fjallvegir í svona hæð tímaskekkja. Mjög margir bæjarbúar sækja í skóla, vinnu eða ýmsa þjónustu á hverjum degi yfir heiðina. Þess vegna er það draumur bæjarbúa að einn daginn verði þessi farartálmi, sem Heiðin getur verið, umflúinn með jarðgöngum.
Þjónusta á Fjarðarheiðinni við snjóruðning og hálkuvarnir hefur verið bætt undanfarin ár og er mikið öryggisatriði að nægum fjármunum verði varið til þess áfram.
Undanfarin ár hefur ferjan Norröna, sem áður var nefnd, aukið siglingar sínar til landsins og siglir nú stærstan hluta ársins. Sá rekstur hefur mætt skilningi hjá samgönguyfirvöldum og er það vel.
Fyrir nokkrum árum voru meginvegir Evrópska vegakerfisins metnir með tilliti til umferðaröryggis. Þessir vegir nefnast TERN (Trans European Road Network). Vegurinn um Fjarðarheiði er einn hættulegasti vegarkaflinn í því kerfi, eins og nærri má geta. Þeir vegir á Íslandi sem tilheyra þessum vegum eru; Þjóðvegur 1, Vegurinn frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar, Tengingin til Þorlákshafnar og vegurinn frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar.
Hópur Seyðfirðinga hefur nú gengið yfir Fjarðarheiði ársfjórðungslega og laugardaginn 5. október var fjórða ganga hópsins. Þátttaka hefur verið nokkuð góð í þessum göngum, en það verður að segjast að oft á tíðum er Fjarðarheiði stórhættuleg gönguleið, því ekki er óalgengt að skyggni sé slæmt vegna þoku eða skafrennings.
Vill greinarhöfundur ljúka máli sínu með tveimur því að skora á samgönguyfirvöld að leggja ekki á hilluna áform um samgönguumbætur, þrátt fyrir erfiðleika þjóðabúsins og leggja aukna áherslu á framkvæmdir sem auka öryggi vegfarenda.
Bloggar | Breytt 16.11.2009 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2009 | 16:51
Þér var nær!
Fyrir nokkrum árum varð mikil byggðaröskun í þessu landi. Hún orsakaðist af versnandi lífskjörum víða á landsbyggðinni. Þar lækkaði fasteignaverð stórlega og lánin hækkuðu. Þetta var eignaupptaka. Fólk missti vinnuna og þurfu margir að flytja suður. Stór hluti þeirra byrjaði á núlli.
Fáir tóku málstað þeirra. Þetta voru vælukjóar og kverúlantar. Þeim var nær að velja sér búsetu á þessum stað. Þeir bitu á jaxlinn.
Ég segi að þeim var vorkunn. Vandræði þeirra réðust óbeint af stjórnvaldsákvörðunum. Ekki þeirra ráðslagi.
Í dag er öldin önnur. Nú þorir fólk að lýsa vandræðum sínum. Það er vel.
Mér finnst samt í lagi að hugsa um hvort við hefðum ekki átt að sleppa að segja þarna fyrir 20 árum: Þér var vær!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2009 | 15:51
Ísland í eða utan ESB?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 00:11
Muff Worden
Á vef Bláu Kirkjunnar er að finna grein Rannveigar Þórhallsdóttur um Muff Worden, sem leiddi tónleikaröðina Bláu Kirkjuna um árabil.
Þessi merka tónlistarkona vara afar merkileg manneskja, sem allir hrifust af, hennar glaðværa viðmóti og vingjarnlega fasi.
Ég ætla ekki að reyna að segja meira, en ráðlegg öllum sem áhuga hafa á mannlífi og menningu að lesa frábæra ritgerð Rannveigar um Muff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2009 | 21:13
Alltaf eitthvað í gangi.
Ég fór með starfsfólki sýsluskrifstofunnar í helgarreisu til Akureyrar um síðustu helgi. Það var barta þræl gaman.
Um næstu helgi er austurlandsmót í bridge á Seyðisfirði og skráning komin í gang. Búið að redda ágætis tilboði í gistingu fyrir þá sem vilja spara tíma og bensín í að keyra heim á föstudagskvöldið.
Það er allt að gerast hjá Lions og fundur í klúbbnum framundan á fimmtudagskvöldið.
Aðalfundur hjá Huginn og knattspyrnudeild framundan hjá íþróttadeild fjölskyldunnar.
Fyrsti leikurinn í blakinu í vetur líka á fimmtudagskvöldið hjá blakdeild Hugins.
Smiðirnir á heimilinu að setja upp skápa í húsinu.
Dagar myrkurs að hefjast um helgina og þá verður sko mikið fjör og hellingur af rómantík í bænum.
Þetta er svona hluti af því sem er í gangi allra næstu dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 22:34
Danadrottning í miklum vanda.
Nú berast af því fréttir að danadrottning sé á ferðalagi í Víetnam og hún er komin á afar hálan ís. Frést hefur að viðskiptamenn séu í slagtogi með hennar hátign og nú má búast við að heldur fari að hitna undir krónuhafanum okkar íslendinga.
Hinir dönsku útrásarvíkingar eru sem sagt að nýta sér velvild þjóðhöfðingjans og bendir margt til að hún Margrét Þórhildur geti hrakist frá völdum vegna þessa.
Áfram í farbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar