Um hagkvæmni og skattamál.

Að mestu leyti er skattkerfi okkar íslendinga skilvirkt, hagkvæmt og tiltölulega auðskilið.

Ég ætla ekki að hafa einkunnina réttlátt. Ástæður þess að ég geri það ekki eru nokkrar, til dæmis er ég á þeirri skoðun að hátekjuskattur eigi rétt á sér.  Ég tel einnig að meðan stimpilgjald er við lýði, sem er sérstakur skattur á skuldara öðrum fremur, þá eigi eignaskattur líka rétt á sér.

Þegar uppgjör á álagningu ársins liggur fyrir í kringum 1. ágúst á ári hverju, þá kemur í ljós hvort maður skuldar eða á inni.  Nú í ár eiga mjög margir inneign sem er greidd út og eiga svo að borga til baka oft í gegnum launagreiðendur sína.  Þessi hópur er mun stærri núna en áður hefur verið. Þessi óþarfa skriffinnska hlýtur að vera þjóðfélaginu dýr.

Til að laga þetta aftur þarf að gera tvennt:  Heimila það að barnabótum sé skuldajafnað upp á móti skattskuldum.  Heimila það að barnabótum, ofgreiddri staðgreiðslu og vaxtabótum sé skuldajafnað á móti ógjaldföllnum gjalddögum opinberra gjalda við álagningu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 134005

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband