Færsluflokkur: Bloggar

Fréttanef?

Og hér hafið þið það fréttnæmasta úr fásinninu í borg óttans!
mbl.is Brunaboði fór í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmet?

Er þetta er íslandsmet í hræsni og yfirdrepskap hjá sérlegum fulltrúa aurasálarinnar í landinu? Kannski ekki, það eru svo margir nálægt þessu núna.
mbl.is Vill afnema dráttarvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endur urpu.

Það er alltaf gaman að vel mætlu íslensku máli. Urpu er fallag mynd.

Þrír komu í morgun og kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sigurður naut þess að gjalda nei-i atkvæði sínu.


mbl.is Fimm andategundir urpu á Tjörninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimspeki er holl!

Á þessum tímum eru allir hlutir endurmetnir og spurt:

Hvað skiptir okkur mestu máli?

Er þessa þörf, eða er það hégómi?

Rök og staðreyndir skipta okkur ekki máli, eða öllu heldur,  það sem áður var viðurkennd staðreynd er nú endurskoðuð.

Eitt af þeim orðum sem nú hefur verið endurskoðað er einn kapítalisti.  Það hefur nú nýtt útlit og nýtt inntak:  Einkaspítali!

Gaman að þessu alltaf.


Fróðleikskorn.....

Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB? Nei, en ákvörðun um kvóta og fiskveiðihimildir yrði tekin í Brussel, samkvæmt rannsóknum og ráðleggingum íslenskra sérfræðinga. Íslendingar eru sú þjóð sem hefur mesta hefð og reynslu af veiðum við landið. Hefðarrétturinn er mjög sterkt hugtak og mun stjórna því að Ísland hefði óskorað forræði yfir fiskimiðunum. Einnig hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að gera mætti landhelgi Íslands að sérstöku stjórnunarsvæði, sem Íslendingar myndu stjórna.Við Ísland eru aðeins 15% af fiskistofnunum flökkustofnar  og við semjum nú þegar um nýtingu þeirra við t.d. ESB og Noreg. Um 85% af fiskistofnunum okkar eru staðbundnir. Því myndi ESB með Íslendinga innanborðs alltaf úthluta öllum fiskveiðikvóta til þeirra sem eiga veiðireynslu úr þeim staðbundnu stofnum  og það eru aðeins við, Íslendingar. Þetta er sú meginregla í auðlindastefnu Evrópusambandsins byggir á. Henni verður ekki breytt því það myndi ganga gegn þjóðarhagsmunum margra aðildarþjóða. ESB snýst um samvinnu 27 landa og hefur aldrei gengið á þjóðarhagsmuni aðildarþjóða sinna.


Ekkert grín!

Umferðarslys og ófærð eru alvörumál.  Mér finnst algjörlega óviðeigandi að hafa slíkt í flimtingum.

Þær fregnir bárust íbúum Norðausturs í svæðisbundinni útsendingu útvarps Akureyrar og Egilsstaða að björgunarsveitin á Fljótsdalshéraði hefði aðstoðað konu frá Seyðisfirði á föstudaginn, sem hefði verið föst á heiðinni á för sinni í snyrtingu á Egilsstöðum.  Var fréttin sögð með bros á vör og glettnisglampa í augum hinnar ágætu konu sem þar talaði.

Þennan sama dag fór sjúkrabíllinn á Seyðisfirði upp á Egilsstaði með sjúkling. Bíllinn kom til baka úr þessari ferð eftir 7 tíma. 

Langflestir sem eiga leið yfir Fjarðarheiði eru að fara í brýnum erindagjörðum.  Margur vegna vinnu. Sumir eru að fara til læknis.  Mér finnst alls óviðeigandi að björgunarsveitin á Héraði sé að senda frá sér upplýsingar sem má túlka á þann veg að það sé í mörgum tilvikum óþarfi að hafa veginn um Fjarðarheiði opinn.

Viðeigandi væri að svæðisútvarpið, sem við Austfirðingar höfum mótmælt lokun á, ljúki ferli sínum með því að fjall á ábyrgan hátt um ýmislegt sem snertir líf fólks á svæðinu og geri grína að einhverju öðru en þeim vanda sem ferðir yfir Fjarðarheiði eru fyrir þá fjölmörgu sem eiga brýn erindi um heiðina.  

Eins harma ég þennan húmor björgunarsveitamanna á Egilsstöðum.  Björgunarsveitin á Seyðisfirði fer í nánast öll útköll sín á Fjarðarheiði. Til að aðstoða vegfarendur. Ég hef aldrei heyrt þá dreifa gríni um fólkið sem þeir þurfa að aðstoða.


mbl.is Níu fluttir á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn mætti spyrja!

Hvernig skiptust þeir sem fá hæstu greiðslurnar í formi dagpeninga, bílastyrkja og slíkra hlunninda milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar?

Það er akki nóg að horfa bara á þennan þátt.


mbl.is 78% af sjómannaafslætti til landsbyggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðun grunnslóðar við Skálanesbjarg.

2.2. Bæjarráð 07.02.08. Varðar: Umsögn um dragnótaveiðar.  Meirihluti Hafnarmálaráðs telur að ekki séu haldbærar forsendur fyrir frekari lokun fyrir dragnótaveiðum í Seyðisfjarðarflóa. 
Cecil leggur fram svohljóðandi bókun: 
„Nú er svo komið að hreppsnefnd Bogarfjarðarhrepps hefur tekið undir sjónarmið Seyðfirðinga frá 2002 um lokun á Seyðisfjarðarflóa.  Þá finnst mér skjóta skökku við að hlaupa frá fyrri afstöðu.“

Heimild. Hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar, 11.02.2008.


Sjávarútvegur í óvissu!

Ég fékk inn um bréflúguna heima hjá mér fundarboð um fund um sjávarútvegsmál sem haldinn var í Valhöll á Eskifirði  mánudaginn 8. Febrúar kl. 17.00.   Var boðað til fundarins af Fjarðarbyggð, Seyðisfjarðarkaupstað og Útvegsmannafélagi Austurlands. 

Fór ég á fundinn, mest í forvitnisskyni  og fannst hann mun betri og málefnalegfri en ég átti von á. 

 

Í ræðu Gunnþórs Ingvasonar kom fram að á dögum kvótakerfisins hefur verðmæti sjárafla aukist, en aflamagn minnkað og störfum snarfækkað.  Hann taldi að við gætum aldrei endurheimt glötuð störf, því öflugri og tæknivæddari skip og stærri einingar væru lykillinn að hagræðingu í greininni. Við getum sem sagt ekki bæði fengið meiri arð úr greininni og fjölgað störfum.  Hann sagði að Síldarvinnslan hefði átt þátt í að leggja niður vinnslustöðvar, það hefði verið sársaukafullt fyrir suma, en að sínu mati nauðsynlegt.  Hann kallaði eftir rekstraröryggi í greininni og kvað hugmyndir um fyrningarleið spor í ranga átt hvað það snertir. Var ræða hans mjög málefnaleg og dró hann síður en svo upp glansmynd af stöðu greinarinnar, sem hefur verið mergsogin af rangri gengisstefnu stjórnvalda og  óþarfi er að nefna þá fjármuni sem hafa verið teknir út úr greininni vegna framsals fiskveiðiheimilda.

Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð flutti góða ræðu, eins og við var að búast af honum. Hann kvaðst kjósa að fjalla um þessi mál út frá hagsmunum síns byggðarlags, en ekki flokkshagsmunum.  Í ræðu hans kom fram að æskilegast væri að sátt næðist um sjávarútvegsmálin, en þær illvígu deilur sem upp rísa fyrir hverjar kosningar um grundvöll helstu atvinnugreinar landsmanna væru ekki af hinu góða.  Brýnt væri að allir aðilar sköpuðu frið um greinina, sá friður skapast að sjálfsögðu ekki með því að hagsmunaaðilar neiti samstarfi aðra nema þeir ráði einir öllu, eins og mörg dæmi eru um í þessum efnum.

Sverrir Albertsson ræddi um allt það sukk sem tengist kvótabraski liðinna ára og benti á að það væru ekki núverandi útvegsmenn sem hefði með gjörðum sínum framkallað úlfúð og reiði almennings í garð sjávarútvegsins, heldur miklu fremur þeir sem hefðu selt sig úr greininni og sætu á sólarströnd og drykkju Margaríta.  Einnig lagðist hann alfarið gegn afnámi sjómannaafsláttar.

Björn Valur Gíslason þingmaður kjördæmisins flutti ágæta ræðu um störf sáttanefndar.  Sú nefnd er sett á laggirnar af ríkisstjórninni til að leita sátta um stefnuna í sjávarútvegsmálum.  Þar eiga aðkomu stéttarfélög, samtök sveitarfélaga, stjórnmálaflokkar og  útgerðarmenn og virðist ekki svo langt í land með að ná sátt um sjávarútvegsmálin, ef marka má orð Björn Vals.  LÍÚ hafa starfað í nefndinni en nú nýverið hafa þeir ekki sótt fundi hópsins, sem er slæmt, því mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar komi að borðinu.

Að mínu viti voru niðurstöður fundarins afar skýrar.

Sjávarútvegur á Íslandi er burðarás okkar atvinnulífs og aldrei hefur verið mikilvægara en nú að tryggja rekstrarforsendur greinarinnar til framtíðar.

Sjávarútvegurinn líður fyrir skuldsetningu greinarinnar sem kom til með tvennu móti.  Stefna stjórnvalda í gengismálum, þar sem gengi krónunnar var alltof hátt skráð,  leiddi til langvarandi tapreksturs greinarinnar. 

Mikið fjármagn hefur verið tekið út úr greininni vegna sölu aflaheimilda og er almenningur alfarið á móti þessum þætti í núverandi kvótakerfi og er þessi þáttur trúlega rótin að þeim ófrið sem verið hefur um kvótakerfið.

Málshefjendur á fundinum virtust sammála um að svokölluð fyrningarleið er engin bót á ofangreindum þáttum, heldur binda menn vonir við starf sáttanefndar og vonast til að finna megi leiðir á þeim vettvangi til að lægja þær deilur sem verið hafa um sjávarútvegsmál undanfarin ár.  Þess vegna eigi LÍÚ að hætta öllum hótunum og leggja sit að mörkum í sáttanefnd.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband