Færsluflokkur: Bloggar

Gengislán ólögmæt!

Spurning um leiðréttingu lánanna, sem vel að merkja hefur verið gerð í mörgum tilvikum hjá sumum fjármögnunarfyrirtækjum.

Það verður hausverkur að leiðrétta þessa súpu.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir!

Frábært að fá að vita þetta. Átti Davíð kannski engan þátt í að selja ríkisbankana? Og hvað þá að velja "kaupendurna"? Og var hann kannski ekki seðlabankastjóri þegar Icesave vandinn varð til? Var Hrunið kannski bara draumur, en ekki afleiðing stjórnarstefnu Davíð Oddssonar?
mbl.is Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna þarf að skera niður og hækka skatta?

Ég hef orðið þess var að fólk virðist telja að ástæða þess að ríkissjóður þarf að skera niður í rekstri sínum og hækka skatta núna sé sú að við höfum tapað svo mikið vegna útrásarvíkinga og hrunsins.

Ég held að þetta sé ekki nema að hluta til rétt.

Minni tekjur vegna minni umsvifa í öllum framkvæmdum vegur einnig þungt í þessu dæmi.

En endurfjármögnun bankakerfisins á sinn þátt, því ríkið hefur þurft að taka lán til að leggja aur í það dæmi.

Sumir halda að skattahækkanirnar standi í beinu sambandi við Ice safe samninginn.  Það er alls ekki. 

En það þýðir lítið að spjalla svona.  Þetta er komið inn í kollinn á fólki.  Sigmundur Davíð er svo klár. 


Leir.

Óli Ragnar rosa klár

reynist eins og bilað forrit,

Enginn fellir eftir tár,

ekki heldur frúin Dorrit.

 

Tók sér tíma, vildi skoða hug

taldi daga vildi eiga sviðið

Dorrit fór að panta prívat flug

pínulítið hræddist varnarliðið.

 


Í ruslflokk með neikvæðum horfum!

Til hamingju Indefence, Til hamingju Ólafur Ragnar Grímsson!
mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og?

Og hvað svo?  Hvað ætli það séu mörg prósent þeirra sem enn eru á listunum félög, eða einstaklingar sem eru skráðiur án sinnar vitundar? 
mbl.is Ráðuneyti skráð á lista InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svo galið?

Einu sinni voru maður og kona í Reykjavík. Þau hétu Siggi og Stína.  Þetta voru samhent hjón sem ráku söluturn í Breiðholtinu. Reksturinn gekk vel og börn þeirra tvö, Alli og Bára, unnu með þeim við reksturinn.  Þau áttu reksturinn og húsnæðið skuldlaust.  Þetta var góður rekstur.

Fyrir nokkrum árum bauðst þeim álitlegt húsnæði fyrir annan söluturn vestur í bæ.  Þetta var rétt við gagnfræðaskóla nokkurn.  Þau opnuðu þar annan söluturn í leiguhúsnæði.  Leigusamningurinn var til langs tíma og auðvitað var leiguupphæðin ansi há, enda staðurinn góður, hreinasta gullnáma eins og fasteignamiðlarinn sagði.

Það er skemmst frá því að segja að fyrsti veturinn sem þau ráku þennan söluturn var eins og ævintýr.  Afraksturinn mjög góður, enda bílinn endurnýjaður og eldhúsinnréttingin líka.

En nú kom babb í bátinn.  Borgaryfirvöld lögðu niður skólahald í skólanum þeirra og breyttu húsinu í listnámsskóla.  Fljótlega eftir þessa breytingu kom í ljós að eki var um annað að ræða en loka söluturninum. Hann stóð ekki undir rekstrarkostnaði, hvað þá hárri leigu.

Siggi fór til eiganda hússins og sagði upp leigunni. Það var móttekið en eigandinn krafðist þess að hann greiddi húsaleigu allan leigutímann.  Og kostaði auk þess lágmarksupphitun og tryggingar samkvæmt leigusamningnum.  Eftir nokkra fundi þeirra milli gerðu þeir samkomulag um styttri uppsagnartíma, lítils háttar lækkun á leiguupphæðinni og auk þess tók eigandinn alfarið á sig kostnað við tryggingar. Þar að auki setti eigandinn í samninginn að ef Siggi gæti ekki borgað leiguna á réttum tíma yrðu reiknaðir vextir, en innheimtuaðgerðum yrðu frestað í allt að 3 ár. Siggi sagðist þurfa að fara með þetta heim og láta Alla og Báru skrifa undir líka, en þau voru skráð í stjórn með honum, en söluturnarnir voru reknir undir nafninu Sjoppa ehf.

Þegar heim kom fékk Siggi ekki góðar viðtökur.  Alli og Bára bentu honum á að þar sem hann hefði ekki fengið samningnum rift strax hefði hann kallað yfir þau öll margra ára basl.  Alli sagðist hafa verið farin að plana heimsreisu í vetur með vini sínum.  Bára sagðist vera byrjuð að leggja fyrir fyrir eigin íbúð og draumar hennar væru allir orðnir að engu.

Eftir að þetta mál hafði staðið í í þrefi í nokkra daga tókst honum að sannfæra Alla um að þetta væri nauðsynlegt að ganga frá þessu svona og hann skrifaði undir en ekki Bára.  Hún hélt því statt og stöðugt fram að samningurinn væri ósanngjarn og þau þyrftu ekkert að borga því þau notuðu húsnæðið ekki lengur.  Það var alveg sama hvað vitnað var í ákvæði samningsins eða hvað var sagt.  Hún lét sig ekki og krafðist þess að fá að fara sjálf og semja upp á nýtt. 

Hann fór því til lögfræðings og fékk staðfest hjá honum að tveir stjórnarmenn gætu staðfest samkomulagið.

Þegar það var í höfn bað kann Stínu að votta samkomulagið.  Stína leit yfir pappírana og svo á eiginmann sinn.  "Þú skalt ekki halda að ég geti vottað þetta si svona án þess að lesa pappírana og kynna mér öll gögnin.  Þið eruð búin að þrátta um þetta í margar daga.  Ég þarf nokkra daga líka til að skoða mína hlið."

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 134449

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband