Færsluflokkur: Bloggar

Guðrún Andersen.

Í dag er Guðrún Andersen jarðsett.

Ég kynntist Guðrúnu vel þegar við unnum saman á skrifstofu sýslumanns í 13 ár.

Guðrún var mikil í öllu sem hún var. Hún var góð mamma, húsmóðir og amma. Hún sinnti starfi sínu af dugnaði og samviskusemi. Hún lét til sín taka í félagslífinu á mörgum sviðum. Hún var dyggur stuðningsmaður Hugins og mikill Seyðfirðingur en um leið alltaf gegnheill Vestmannaeyingur, en þar fæddist hún og ólst upp.

Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðrúnu og sendi hennar fjölskyldu samúðarkveðjur.

Það er fagur og bjartur dagur á Seyðisfirði. Sólin skín ekki á bæinn, en gyllir ský og fjallabrúnir okkur til yndisauka í staðinn.

 


Hrefna Sif stúdent.

Hún Hrefna Sif útskrifast sem stúdent í dag 19. desember 2008.

Hún útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum málabraut.

Hún nam menntaskólanám sitt við Menntaskólann á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólann Breiðholti, Borgarholtsskóla og Verzló.

 IMG_3291

Til hamingju með daginn.


Þetta eru mín rafrænu egg!!!

Ég ætla hér með að henda tveimur rafrænum eggjum.

Fyrra eggið fer í Alþingishúsið.  Á því stendur: Þetta hafið þið fyrir að leggja ekki á hátekjuskatt að nýju.  Hann ætti að nota til að hækka persónuafslátt og standa vörð um velferðarríkið. Ríkisstjórnin hefur rætt um að lækka sín laun og stemming er fyrir því í samfélaginu að lækka hæstu laun. Hátekjuskattur er mun skilvirkari leið til að ná sama markmiði. Ég er ekki sammála ríkisstjórninni hvað þetta varðar.

Seinna eggið fer í Stjórnarráðið og Seðlabankann.  Á því stendur; Þjóðin gengur í gengum erfiða tíma. Stýrivextir Seðlabankans eru mjög íþyngjandi fyrir skuldsett atvinnufyrirtæki og skuldug heimili landsins. Fyrir alla muni leitið allra leiða til að lækka þessar háu stýrivexti sem allra fyrst.

Ég bendi á að þetta eggjakast mitt er eingöngu táknræn aðgerð, til að vekja athygli á málinu.


Er ekki komið nóg???

Hvað er að fólki?

Hvað eiga svona uppákomur að þýða? Við búum í vestrænu lýðræðisríki, kjósum okkur þing sem setur lög í landinu. Þetta er landið okkar. Þetta eru lögin okkar og þjóðfélagið okkar.

Ef við viljum nú breyta því þurfum við að gera það í gegngum tæki lýðræðisins, stjórnmálin, umræður og skoðanaskipti, fundi án ofbeldis og síst en ekki síst, í kosningum.

Hvað hefur Jón Ásgeir gert? Hann hefur rekið fyrirtæki sem hefur lækkað heimilsreikninga fólks og ég get ekki stillt mig um að benda á eins starðreynd, sem snertir Bónus. Sú verslun selur vöru á sama verði um allt land. Hún mismunar ekki eftir búsetu. Það má alveg meta það.

Hann er ekki þóknanlegur ýmsum hagsmunaaðilum og hafa ýmsir notað núverndi ástand til að koma höggi á hann. Hans fyrirtæki er þaulrannsakað af ríkislögreglunni.

Ég tel fráleitt að dæma hann með einhverju bloggtali og ráðst á hann af mótmælendum.

Nú er komið nóg af reiði og æsingi og kominn tími á að vinna að úrbótum á Íslensku samfélagi.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðbót í stjórnmálum.

Flestir eru sammála um að þetta frumvarp sé réttlát breyting og eðlilegt sé að færa lífeyriskjör alþingismanna og ráðherra nær því sem almenningur býr við.

Við skulum vona að þingmenn vorir verði hressileg gamalmenni sem fyrst eins og þessi ágæti stjórnmálaskörungur.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að vega og meta....

... hvort þátttaka í svona sýningum borgi sig. Einhver myndi segja að þarna sér verið að kosta þessu til til að styðja okkar útrás, þeas gjaldeyrisöflun.

Ekki er hyggilegt að skera mjólkurkúna.


mbl.is Hundrað og fjörutíu milljónir í EXPO 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr tónn hjá Þorgerði.

 thorgerdur_katrin[1]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við norska blaðið Klassekampen að Íslendingar eigi engra annarra kosta völ í efnahagskreppunni en að ganga í Evrópusambandið.

Þorgerður spáir því og að sjálfstæðismenn muni samþykkja umsókn um aðild á komandi landsfundi þó með fyrirvara um sjávarútvegsmál. Umsókn gæti farið til Brussel á fyrri hluta næsta árs.

Og varaformaðurinn hefur ekki trú á að flokkurinn klofni þótt tekist verði á um tvö grundvallarsjónarmið á landsfundinum. Þar bendir hún á að norski Verkamannaflokkurinn hefur ekki klofnað þótt skiptar skoðanir hafi verði í flokknum um Evrópusambanið í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum.

Í Noregi er það samningsbundið með stjórnarflokkunum að ræða ekki Evrópusambandsaðild. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að fyrst verði að liggja fyrir hvernig samning Íslendingar hugsanlega fái í Brussel áður en Norðmenn meti afstöðuna til ESB að nýju.

Í Noregi ríkir einkum óvissa um hvort samningurinn um evrópska efnahagssvæðið stendur óbreyttur ef Íslendingar ganga í ESB. Þá yrðu aðeins Noregur og Licthenstein eftir í EES. Skoðanakannanir í Noregi benda til að andstaðan við ESB sé meiri nú en oft áður eða yfir 60% landsmanna á móti aðild.

 


Glitnir óskar okkur góðs gengis í lok næsta árs.

Spá hraðri stýrivaxtalækkun

Spá hraðri stýrivaxtalækkun

Stýrivextir Seðlabankans verða 18% fram í mars á næsta ári en verða orðnir 7% í lok næsta árs, samkvæmt nýrri spá greiningar Glitnis. Bankinn spáir því jafnframt að stöðugleiki náist á gjaldeyrismakraði og að í lok næsta árs verði evran í 120 krónum og dollarinn í 85 krónum.

Þó er tekið fram að gengisspár séu háðar mjög mikilli óvissu við núverandi aðstæður banka- og gjaldeyriskreppu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 134719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband