Er ekki komið nóg???

Hvað er að fólki?

Hvað eiga svona uppákomur að þýða? Við búum í vestrænu lýðræðisríki, kjósum okkur þing sem setur lög í landinu. Þetta er landið okkar. Þetta eru lögin okkar og þjóðfélagið okkar.

Ef við viljum nú breyta því þurfum við að gera það í gegngum tæki lýðræðisins, stjórnmálin, umræður og skoðanaskipti, fundi án ofbeldis og síst en ekki síst, í kosningum.

Hvað hefur Jón Ásgeir gert? Hann hefur rekið fyrirtæki sem hefur lækkað heimilsreikninga fólks og ég get ekki stillt mig um að benda á eins starðreynd, sem snertir Bónus. Sú verslun selur vöru á sama verði um allt land. Hún mismunar ekki eftir búsetu. Það má alveg meta það.

Hann er ekki þóknanlegur ýmsum hagsmunaaðilum og hafa ýmsir notað núverndi ástand til að koma höggi á hann. Hans fyrirtæki er þaulrannsakað af ríkislögreglunni.

Ég tel fráleitt að dæma hann með einhverju bloggtali og ráðst á hann af mótmælendum.

Nú er komið nóg af reiði og æsingi og kominn tími á að vinna að úrbótum á Íslensku samfélagi.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef ekkert á móti mótmælum eins og voru í Landsbankanum í morgun og við Ráðherrabústaðinn í gær. En að menn geti ekki gengið óhultir um götur er ótækt. Svoleiðis skríl sem stendur að því á að taka í gegn.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ofbeldi á aldrei rétt á sér. En í skjóli Fákeppni er hægt að hækka verð svo á höfuðborgarsvæðinu að það réttlæti lágvöruverðsBúðir á sumum stöðum út á landi. Hvað gera stórskuldarar ekki fyrir meira "cash" reiðufé? Það er nú lykilinn að lánafyrirgreiðslum.

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 20:14

3 identicon

Sæll nafni.

Mikið er ég óssamála þér. Ég held að það væri best fyrir Jón Ásgeir útrásarvíking nr. 1 að koma sér úr landi sem fyrst. Hann má þakka guði fyrir að hafa ekki mætt mér á götu eftir hrunið. Ég tapaði dágóðri upphæð og hlutabréfum í Glitni. Hann og hans meðreiðarsveinar eiga stóran þátt í þessu hruni. Þeir voru að gambla með okkar peninga. Ég skora á alla að hætta að versla hjá þessum manni. Hætta að versla í Bónus, Hagkaup, Útilífi, Hótel 101 o.s.frv.  Ég berst í bökkum þessa dagana - búinn að missa vinnuna og skuldir hlaðast upp. Það pirrar mig óstjórnlega að mæta þessu liði Jóni Ásgeiri og  Þorsteini í Kók keyrandi um á sínum Range Roverum. Mig undrar að það sé ekki búið að frysta allar eignir þessara manna.  

jón gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:16

4 identicon

Komið nóg? Fyrirgefðu, en hvorki ég né þúsundir annarra kusu þessa bjána á þing sem allt vildu fyrir Jón Ásgeir og aðra smákónga gera. Og nú á að hlífa þeim þegar komið er í ljós að þeir hafa siðferðisvitund á við dekraðan smáapa! Ég tel það gríðarlegar úrbætur á íslensku siðferði að veist sé að mönnum sem hafa hagað sér frámunalega illa í krafti stjórnmálamanna sem telja það gott kerfi að ákveðnir menn geti átt einkaþotur og aðrir varla fyrir mat. Það er nákvæmlega að svona siðleysingjum sem á að veitast. Myndirðu styðja það ef fyrirsögnin væri: Veist að stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Dæma hann með bloggtali? Fyrirgefðu, en hefur þú verið fastur undir steini með fingurna í eyrunum síðastliðna mánuði? Hefur hann rekið fyrirtæki sem hefur lækkað heimilisreikninga fólks? Hvernig gat hann það? Ég skal segja þér það: með því að svindla á þeim annars staðar þar til allt píramídasvindlið kollsteyptist og þjóðin fór á hausinn! Og þú verð þetta kvikindi! Skiptir ekki máli að nú séum við í verstu mögulegri aðstöðu og það sé allt út af honum og viðlíka viðskiptamógúlum; hann rekur þó lággjaldavöruverslun, blessaður sé hann. Mafíur verja venjulega gríðarlegum fjármunum til samfélagsmála, en ættum við samt ekki að sækja drullusokkana til saka fyrir ofríki og valdníðslu?

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:17

5 identicon

Sæll nafni.

Svona uppákomur þýða að fólk er búið að fá nóg, það er reitt og reiðin fær útrás í gegnum svona athafnir.  Þess utan þá höfum við íslendingar verið alltof stilltir og hræddir við að láta óánægju í ljós. 

Það er hárrétt hjá að  þetta á að heita lýðræðisríki sem við búum í og við við kjósum þing.  Það er þó deginum ljósara að það virkar ekki sem skildi. Þingið hefur verið algert súkkulaði í þeirri atburðarrás sem hér hefur átt sér stað.  Við búum ekki við þrískiptingu valdsins eins og vera ætti.  Framkvæmdavaldið stýrir því sem það vill stýra í þinginu og skipar dómsvaldið út frá frændsemi og vinskap.  Vilja og getuleysi til þess að takast á við þá spillingu sem við blasir er algert. Þetta er ekki til fallið að undirbyggja traust fólks.  

Þegar friðsamir fundir bera ekki tilætlaðan árangur og stjórnvöld hlusta ekki þá verður gengið lengra í mótmælum og enn sem komið er, er þetta allt á friðsömum nótum.  Stjórnvöld hér á landi þurfa að fara að girða sig í brók, bretta upp ermar og sýna í verki að þau eru að vinna fyrir almenning í landinu og takast á við þá óreiðu sem hér hefur ríkt og ríkir enn. 

Þú spyrð er ekki komið nóg?  Mitt svar við því er að það verður ekki nóg komið fyrr enn allt er komið upp á borðið og menn fara að axla ábyrgð. Það er fólkið í landinu sem veitir stórnvöldum umboð til að gæta sinna hagsmuna og það er fólkið í landinu sem getur tekið þetta umboð til baka.

Staðreyndin sem þú bendir á að Bónus hafi lækkað kostnað heimilana er sjálfsagt rétt.  Eins og málin líta út í dag þá hefur hann verið stór leikmaður í því að koma okkur í þá stöðu sem við stöndum i í dag.  Þannig ég get ekki séð að hann eigi neitt inni hjá íslensku þjóðinni

Jón Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:30

6 identicon

Heldurðu að Hitler eða Göbbels hefðu fengið að ganga óáreittir um götur Berlinar eftir fall Þýskalands?

Er eðlilegt að þeir sem gerðu Ísland gjaldþrota og eyðilögðu orðspor þess fái að ganga um óáreittir?

Babbitt (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:07

7 identicon

Það er eitthvað sem segir mér að þú sért samfylkingarmaður og ríkisstarfsmaður sem munt halda vinnunni þrátt fyrir allt. Búsettur á Seyðisfirði þar sem sjálfsagt er lægsta fasteignaverð á landinu.. Þú ert sjálfsagt að sleppa nokkuð auðveldlega frá þessu öllu ef þú tekur þessu svona..

Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera og í miklu meira mæli og miklu víðar.. Þessir andskotans niðursetningar sem eru í ríkisstjórn, forseti landsins sem er hér í boði Baugs og allir þessir útrásarvíkingar eiga nefnilega ekkert annað skilið en ofbeldi og terroreseringar. Þetta helvítis pakk er búið að terroresera megnið af þjóðinni ( þó einn og einn sleppi létt frá þessu ).

Það verður ekki tekið mark á fólki sem fleytir kertum eða þegir á Austurvelli, jafnvel þo það þegi í 17 mínútur.

Vaknaðu til lífsins.. Lifi byltingin..

Ég skora á alla að skrifa forsetanum ( sem er í boði Baugs ) áskorun um að skrifa ekki undir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.. Það lá ekki á honum að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið sem eingöngu nýttist Baugsmiðlum, JÁJ og Björgólfsfeðgum.. Það er síðasti séns fyrir þá auðmannasleikju að sýna að hann sé hugsanlega líka maður fólksins í landinu.. Ef hann gerir það ekki mun ekki lyggja á mér að taka snjóbolta og grýta í sméttið á honum....

Rufus (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:11

8 identicon

Já, endilega að gefa bara frjálst skotleyfi á alla sem manni hugsanlega getur mislíkað við, ég einmitt fékk vont lambakjöt um daginn, kannski ég leiti uppi bóndann og lemji hann fyrir það... Reynið nú að aðeins að þroskast, ástandið sem ALLIR eru að upplifa á Íslandi er ekkert einum manni eða fáum útvöldum að kenna, öll íslenska þjóðin hefur tekið þátt í neyslusukki undanfarinna ára, og það voru ekki margir sem kvörtuðu yfir því að hafa möguleika á t.d.erlendum lántökum á lágum vöxtum, ef þú vildir það ekki, þá bara slepptir þú því....bara afþví að einhver á eða átti einkaþotu gerir þá ekki sjálfkrafa að glæpamönnum sem allir geta ráðist á úti á götu.  Það eru dómstólar og lög í þessu landi sem okkur ber að fara eftir, sama hversu reið við erum.  Nú láta margir eins og þeir hafi verið neyddir í lántökur og það er einvherjum allt öðrum að kenna en þeim sjálfum hvað þeir skulda mikið og ná ekki endum saman.  Einhver var að tala um tap á hlutabréfum í Glitni, ég er viss um að þú varst ánægður með Jón Ásgeir þegar bréfin hækkuðu og hækkuðu, eða neyddi þig kannski einhver til að kaupa og eiga þessi bréf? Hlutabréf eru í eðli sínu áhætta og allir eru glaðir þegar þau fara upp, svo kemur skellurinn og þá fara þeir sömu að grenja....  Að slá sér á brjóst í bloggheimum fyrir að hafa hent snjóbolta í "smettið" á Jón Ásgeiri...  sonur minn sem er 6 ára veit að það á ekki að henda snjóbolta í "smettið" á neinum, þó að sá hinn sami hafi gert eitthvað á hans hlut.  Þetta er til vitnis um vanþroska þessara sem hæst hafa, ég er viss um að núna breytist allt ástandið. Er það ekki?? Ég meina þið réðust á Jón Ásgeir og allt, gengið styrkist ábyggilega bara á morgun....

Kristinn J (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig lækkun heimilsreikinga á sér stað skiptir máli. Fylla landið af fátækravöru með tilsvarandi endingargildi og gæðum. Lækkandi heimilreikningum fylgja lækkandi laun í ljósi kaupmáttar.

Þeir sem eru nú um 60 ára eru þeir búnir að gleyma þegar allar búið voru fylltar bestu gæða vörumerkjum. Fjölskyldur almennt fóru tvisvar út á ári. Öll þjónusta var fyrsta flokks. Allir sem vildu gátu komið sér þaki yfir höfuð án erfiðleika. Engir biðlistar á sjúkrahúsum. Allir sem höfðu dug og útsjónarsemi gátu efnast í samræmi við það.

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Halldór

Ég er þér innilega sammála. Það sem fólk kýs að kalla mótmæli er að taka á sig mynd einhverskonar ofsókna. Þessar ofsóknir snúast gegn fólki á mjög ófyrirleitinn hátt. Hvað eru allar kjaftasögurnar að segja okkur, eitthvað sem einhver heldur að geti hugsanlega verið rétt. Við búum í lýðræðisríki og þar er réttarfar sem  tekur á þeim afbrotum sem framin eru.

Í lýðræðisríkjum er það ekki dómstóll götunar sem tekur fólk, dæmir það og setur það í nokkurskonar Gapastokk þar sem í það er kastað öllum þeim skít sem vegfarendum um netheima dettur í hug, svo ekki sé talað um þá sem komast í návígi við viðkomandi persónu/hóp. Þessa hegðun erum við Íslendingar nú að sýna okkar samborgurum og það finnst mér ekki sæma okkur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 23:59

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Við búum í lýðræðisríki og þar er réttarfar sem  tekur á þeim afbrotum sem framin eru.

Það eru tvær þjóðir í landinu að sumra mati.

Júlíus Björnsson, 18.12.2008 kl. 00:10

12 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég þakka kærlega fyrir líflegar umræður og ég sé að þið hafið svo mikið til ykkar máls flest sýnist mér.

Ef ég tek saman niðurstöðurnar er greinilegt að fólk er reitt vegna þess að réttlætiskennd okkar er misboðið. Ekki bara með núverandi ástand, heldur ekki síður vegna þess hvernig okkar þjóðfélag hefur verið byggt upp undanfarin ár.

Ég trúi því að við séum sammála um að við viljum bara réttlæti og ofbýður það hvernig viðskiptamenn hafa gamblað með fé almennings. 

Ég vona að unnt verði að haldleggja illa fengið fé stóreignamanna, en slíkt hlýtur að gerast á grundvelli réttarríkisins, er það ekki? 

Jón Halldór Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 01:21

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afskrifa skuldir með veði í kvótum í stað þess að hirða veðin og selja á uppboði er bylting ofurlaunmanna, á þann hátt sem hefur oftast verið gerð undir merkjum Kommúnisma

Stenst enginn vestræm lög og viðmið. Sumir hafa tekið til vopna undir slíkum kringumstæðum og allir velmetnir einstaklingar hingað til hafa ekki gagnrýnt það.

Júlíus Björnsson, 18.12.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband