Færsluflokkur: Bloggar

Viðburðir á Seyðisfirði milli jóla og nýárs.

Helstu viðburðir á Seyðisfirði milli hátíðanna eru: 

jólatréLaugardaginn 27. desember kl. 15-17.00 er hinn árlegi jólatrésdansleikur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.

Unga kynslóðin lætur sig ekki vanta á þessa klassísku skemmtun, þar sem von er á jólasveinum og hinir eldri gæða sér á kaffisopa og kökubita.  Dansað er í kringum jólatréð í Herðubreið og allir bæjarbúar og gestir þeirra hjartanlega velkomnir.

Aðgangseyrir er sem fyrr 500 kr.  

Á sunnudaginn 28. desember er svo hið árlega firmamót Hugins í knattspyrnu innanhúss.  Tilhögun og tímasetning verður örugglega betur auglýst þegar nær dregur.

 fotbolti inni

 

 

Mánudaginn 29. desember er svo hið árlega jólamót í bridge, sem er aðalmótið hér í bæ. Spilaður er tvímenningur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mótið hefst kl. 18.00 og þattökugjald er 2.000 á parið.

 

 


Seyðisfjarðarbíó.

Hér á Seyðisfirði er nú starfrækt bíó, sem nefnist vel að merkja Seyðisfjarðarbíó.

Stefna bíósins er að sýna bæði barna myndir og fullorðins myndir og eru með 6-8 sýningar í mánuði.

Þó mun meira núna í desember. Næstu sýningar eru:

 

Seyðisfjarðarbíó sýnir barnamyndina Skjaldbakan og hérinn sem er frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna byggð á hinu klassíska ævintýri.

Sýnd sunnudaginn 21. desember klukkan 14. 

 Seyðisfjarðarbíó sýnir myndina Eagle-Eye.  Smellið á myndina til þess að horfa á sýnishorn.

 

Seyðisfjarðarbíó verður með power-sýningu á spennumyndinni Eagle Eye.

Smellið á myndina til þess að horfa á sýnishorn.

Sýnd sunnudaginn 21. desember klukkan 21.

 


Rúnar Júlíusson kvaddur.

Í dag er kvaddur Rúnar Júlíusson tónlistarmaður.

Af einhverjum ástæðum atvikaðist það svo að barn á Hvammstanga fór að halda með Keflavík og halda upp á Hljóma.

Margir munu sakna Rúnars og minnast hans með kærleika.

 


Er Seyðisfjörður umhverfisvænn?

Margir segja að Seyðisfjörður sé fallegur bær.  Hér sé fallegt umhverfi.

En er Seyðisfjörður umhverfisvænn bær.   Er umhverfismálum vel sinnt hér í bænum?

Já, að sumu leyti, tel ég svo vera.  Nokkur fyrirtæki ganga mjög vel um og flokka úrgang til endurvinnslu.  Einstaklingur hér í bæ safnaði um hríð pappír til að endurnýta hann. Sveitarfélagið rekur stóran vinnuflokk sem vinnur á sumrin við að slá gras, týna rusl og flleira. Flestir íbúar hirða vel um hús sín og lóðir. Þannig að margt er vel gert í þessum málaflokki.

Mynd: Ég viss um Ólafur bæjarstjóri vildi standa í sporum Villa borgarstjóra.

Sorpmálin eru hins vegar aftarlega á þróunarskeiði.  Sáralítið er um sorpflokkun heimilssorps og mig grunar að með átaki mætti vel fá marga bæjarbúa til að standa betur að þessum málum.

Ég er að horfa í eigin barm þegar ég segi þetta, en ekki bara að benda á einhvern annan.  En best væri að frumkvæðið kæmi frá bæjarfélaginu og þá væri eðlilegast að það kæmi frá þeirri nefnd bæjarins sem fer með þessi mál.

Hins vegar skilst mér að flestar nefndir bæjarkerfisins séu óvirkar og mikið áhugaleysi ríkjandi meðal þess ágæta fólks sem þar situr.  Pólítisk virkni hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu nú í kreppunni og ganga menn þar um torg og heimta kosningar.  Við hins vegar erum, að mér finnst alltof dauf og látum lítið frá okkur heyra.

En aftur að umhverfismálunum:

 

Á því sviði geta skapast störf og verðmæti. 

Ég minntist áðan á móttöku á pappír til endurvinnslu. Ég heyrði hugmynd fleygt hér í bænum um daginn að þennan pappír mætti nýta til að búa til úr honum líkkistur.  Umherfisvænar líkkistur.

Lífrænn úrgangur ætti allur að fara í moltugerð, því að hörgull er á góðri mold hér í bænum, eins og kunnugt er. 

Stór hluti almenns heimilssorps gæti farið í annað en beina urðun og það eitt sparar okkur mikinn kostnað.

Það mælir allt með því að sinna þessum málum betur.

 


Jólaskreytingar setja svip á bæinn okkar!

Það er gaman að sjá hve fallega skreyttur bærinn okkar er orðinn.

Í tilefni af því birtist hér skoðunarkönnun um fallegustu jólaskreytinguna á einstöku húsi á Seyðisfirði.

Endilega takið þátt.

Annað vil ég nefna sem alltaf setur afar fallegan jólasvip á bæinn okkar. Það er jólatréð í Hólmanum. Við búum svo vel að hafa lygnt lón í miðbænum okkar og þess vegna nýtur jólatréð í Hólmanum sín svo vel og speglast fallega í lóninu.


Flestir vilja afnema verðtryggingu.

Samkvæmt skoðanakönnun sem verið hefur í gangi hér á þessari síðu vilja flestir afnema verðtryggingu lána og taka upp evru.

Samkvæmt hagfræðingum, á borð við Gylfa Zoega er upptaka evru eða inganga í ESB og myntsamstarf við evrópska seðlabankann vænlegustu kostir okkar, eins og nú er komið.

Það er mín trú að kjósendur muni í vaxandi mæli krefja stjórnmálaflokka á borð við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna um þeirra viðhorf í efnahagsmálum. Þau virðast ekki liggja á glámbekk, nema þá helst í Seðlabankanum, í dag.


Litríkur Leedsari í vanda.

Gamli Leedsarinn og kvikmyndahetjan kominn í smá vanda.

Hvað sem um hann má segja er hann litríkur karakter.


mbl.is Vinnie Jones handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Seyðisfjörður, góðan daginn.

Nokkur umræða hefur verið um svæðisstöðvar RÚV undanfarið.  Fyrirhuguðum niðurskurði þeirra hefur verið hnekkt, eftir mikla mótmælaöldu.

Hér á Seyðisfirði er útvarpsstöð, sem er því miður afar lítið notuð.  Þó hefur Örvar Jóhannsson séð um útsendingar af einstökum atburðum á liðnum árum.

Hann hyggst senda út messur um jólin og ávarp bæjarstjóra á gamlárskvöld. Er það vel.

Ég leyfi mér að setja fram þá ósk að útvarpsstöðin okkar verði meira notuð og svona innanbæjarútvarp býður upp á ýmsa möguleika.

B Ferjuhús 

 


Á ólöglegum lyfjum?

Allt bendir til þess að hryðjuverkamennirnir hafi notað kókaín og LSD, sem eru ólögleg eiturlyf vel að merkja. Einnig kemur fram í fréttinni að þeir hafi byggt sig upp með sterum, sem eru ólöglegir og eiga íþróttamenn sem slíkt nota settir í langt keoppnisbann.

Hvort þessi lyfjanotkun verður metin til að þyngja refsingar yfir mönnunum á eftir að koma í ljós.


mbl.is Hryðjuverkamenn á kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband