Færsluflokkur: Bloggar
30.12.2008 | 15:03
Mannaflsfrek verkefni
Ríkisstjórnin ræðir nú að setja fjármuni í ýmis mannaflsfrek verkefni til að draga úr afvinnuleysi á næstum misserum.
Þess vegna er ekki úr vegi að nefna ýmis mannaflsfrek verkefni sem bíða hér á Seyðisfirði.
Fyrst má nefna áframahaldandi byggingu grunnskóla bæjarins, en núverandi húsnæði hefur verið dæmt óhæft til kennslu af sendimönnum menntamálaráðherra.
Í annan stað má nefna endurbyggingu Ríkisins gamla, sem búið er að gera áætlun um endurbætur á því merka húsi.
Síðan er verið að byggja upp svæðið í kringum Vélsmiðjuna, sem er hluti af aldamótabænum okkar.
Þannig að við Seyðfirðingar horfum til framtíðar og tökum glöð við miklum verkefnum sem bíða okkar á komandi árum.
Bloggar | Breytt 31.12.2008 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 12:13
Seyðfirðingur ársins 2008 er Alla.
Aðalheiður Borgþórsdóttir hefur verið kjörin Seyðfirðingur ársins 2008.
Alla er búin að ná athyglisverðum árangri í starfi sínu sem ferða og menningarfulltrúi á Seyðisfirði undanfarin ár. Meðal verkefna hennar sem hafa vakið mikla athygli er Lunga, sem er listahátíð ungs fólks á Austurlandi, Aldamótabærinn Seyðisfjörður, sem er verkefni sem snertir menningartengda ferðaþjónustu, og starfsemi Skaftfells, en þar var hún framkvæmdastjóri í einhver ár og byggði upp starsemi Skaftfells.
Óska Öllu til hamingju með titilinn og verð ég að segja að hún á þetta sæmdarheiti fyllilega skilið.
Þetta kjör fór fram í fyrsta skipti árið 2007, og var þá El Grilló maðurinn, Eyþór Þórisson fyrir valinu.
Í gærkvöldi var kvikmyndasýning í Herðubreið.klukkan 22:30 Seyðisfjarðarbíó frumsýndi stuttmyndirnar Glataðir snillingar og Pabbi, pabbi eftir Garðar Bachmann Þórðarson. Að lokinni sýningu hélt dj-Ívar Pétur uppi stuðinu fram á rauða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2008 | 10:52
Margt um að vera á Seyðisfirði um jólin.
Í dag laugardag er jólatrésdansleikur Lions á Seyðisfirði haldinn klukkan 15 til 17. Tónlistarflutningur er í Umsjón Einars Braga og fleiri. Allir fá hressingu. Börnin fá gjöf. Jólasveinarnir mæta. Þetta verður gaman. Mætum, 500 kall inn, engin miskunn!
Þessa dagana er Útvarpsstöð rekin á Seyðisfirði. Útvarpað er ýmsu efni, til dæmis messum og músík og fleiru. Útvarpsstjórar eru Helgi Haraldsson og Örvar Jóhannsson. FM 101,4 er málið.
Bridgemót verður haldið mánudaginn 29. desember kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni. Tvímenningur. Allir að mæta í jólaskapi. Krónur 2.000 á parið. Skráning hjá Kristinn skráir s. 8687563.
Laugardaginn 3. janúar verður svo haldið hið stórskemmtilega jólamót Viljans í Boccia. krónur 1.500 á hvert 3ja manna lið. Unnur skráir í síma8618081.
Ég vek sérstaka athygli á að allir þessir aðila hafa verið með óbreytt verð í einhver ár. Hér í bæ er engin kreppa og engin verðbólga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2008 | 01:12
Verum hagsýn!
Er hægt að nota netið til að spara, selja og gera góð kaup?
Eflaust.
Ég veit að hægt er að smella smáauglýsingu á barnaland og mbl.is. En er einhversstaðar hægt að auglýsa frítt á netinu.
Hægt er að afla allskonar upplýsinga á netinu og nota ég það mikið. Opinberar upplýsingar fást á rsk.is, althingi.is, tollur.is og tr.is. Uppskriftir er upplagt að finna á netinu og eins ýmsan fróðleik á doktor.is og víðar.
Verslun á netinu er líka ágæt hvað suma hluti varðar. Til dæmis elko.is, amazon.com og ebay.com.
Hins vegar er erfitt að versla föt á netinu og ég held að maður viti ekkert hvað maður er að kaupa, nema maður þekki vöruna vel.
Ég frétti af síðu þar sem unnt er að versla gleraugu á mun betra verði er hérlendis, og svona leynast eflaust víða tækifæri á að spara með verslun á netinu.
En endilega bætið við, því gott væri að miðla upplýsingum um hvernig netið hjálpar þegar að kreppir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 15:27
Jólabærinn Seyðisfjörður
Hér á síðunni hefur verið í gangi könnun um skemmtilegustu jólaskreytinguna á íbúðarhúsi í bænum.
Nokkuð mikill áhugi hefur verið á þessari könnun, og mörg hús komu til álita með að vera valin.
Hús Rúnars og Jónu virðist njóta mestrar athygli í þessari jöfnu könnun.
Um leið og ég lýsi þessum leik lokið sendi ég þeim sem þátt tóku jólakveðju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 20:32
Þolláksmessa.
Það er Þorláksmessa í dag og þessum degi fylgir alltaf mikil stemming í mínum huga.
Þegar ég var lítill fólst stemming dagsins í tilhlökkuninni til jólanna. Líka margir í kaupfélaginu og vínlykt af einstaka manni. Eini dagur ársins sem maður sá áfengi á mönnum á almannafæri.
Í dag er það skatan sem er svo vinsæl að borða og mörgum þykir ómissandi hluti af stemmingunni.
Aðrir fitja upp á nefið og þykir lyktin af henni fýla hin mesta og vilja banna eldun á henni í fjölbýlishúsum.
En jólin eru a koma og allir eiga að vera vinir á þeirri hátíð, ekki satt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 18:00
Eigendur lífeyrissjóða stjórni þeim.
Að sjálfsögðu eiga eigendur lífeyrissjóða að stjórna þeim sjálfir.
Lífeyrisþegar og þeir sem greiða í lífeyrissjóði eiga að kjósa stjórn til að stjórna lífeyrissjóðunum.
Þetta er hárrétt hjá sjómönnum.
![]() |
Óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 23:42
Ketkrókur
Ketkrókur sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á þorláksmessudag.
Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.
Hann fúlsaði við skötu
og saltfisk vildi ei.
Við súkkulaði og lakkrís,
hann sagði fuss og svei.
Fyrri vísurnar tvær eru eftir Jóhannes úr Kötlum, en sú þriðja er barin saman ef mér, en þó í anda Jóhannesar, vil ég meina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2008 | 23:22
Gáttaþefur.
Ellefti var Gáttaþefur
- aldrei fékk sá kvef.
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann
og léttur eins og reykur,
á lyktina rann.
Af lyktinni og gufu
hann hnerrakastið fékk
og húfreyjan í pilsið
úr nefi sveinka kekk.
Fyrri tvær vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum, en sú síðasta viðbót mín, en í anda Jóhannesar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 15:19
Alls óviðunandi árangur.
Makka var frábær leikmaður og er flottur karakter. Ég batt því miklar vonir við hann sem stjóra hjá okkur.
Fimm töp í röð eru hins vegar of mikið til að kingja og því er rétt að láta hann bara fara.
Leikmannahópurinn sem hann hefur úr að moða er trúlega sá stærsti og sterkasti í deildinni og kannski hefur það komið niður á árangrinum að spila ekki þéttar á sömu mönnunum.
Leikmenn sem komast ekki í liðið hafa gert það gott hjá örðum liðum í sömu deild og verið lykil menn þar. Þetta segir sína sögu.
Leedsarar gera meiri kröfur en 9. sæti í 2. deild og keppnistímabilið hálfnað.
![]() |
McAllister rekinn frá Leeds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.12.2008 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 134719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar