Færsluflokkur: Bloggar

Ólafur Marel látinn.

seydisLátinn er Ólafur Marel Ólafsson útgerðarmaður og heiðursborgari Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Hann stofnaði ásmt fleirum Fiskvinnsluna hf. og Gullberg ehf. og rak hér í bæ útgerð og fiskvinnslu áratugum saman.

Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og íþróttakennari. Ólafur og fyrirtæki hans hafa stutt íþróttastarfsemi og aðra félagsstarfsemi dyggilega hér í bænum alla tíð.

Ólafur fór aldrei í útrás en rak þess í stað fyrirtæki sitt með hagsmuni síns byggðarlags og starfsfólks að augnamiði.


Niður með hetturnar, sagði Hörður.

Flott mál hjá honum. Verum við sjálf á mótmælafundum. Vonandi verða grímur og hnífar geymdir heima í framtíðinni.
mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bocciafréttir

Ég tók þátt í bocciamótinu sem er að ljúka núna á Seyðisfirði.

Mitt lið stóð fyrir sínu, en komst ekki í úrslit að þessu sinni.

Aðalbaráttan virðist snúast um harða rimmu liðanna Viljans og Ben Dover í úrslitunum.

 


Vonandi sem lengst, enda styttist í kosningar

Ég vona að aðgerðirnar verði friðsamar.

Sjá könnun á síðu minni. Þar eru nýju flokkarnir. 


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kryddsíld er góð!

En bara ekki með flambereðum sjónvarpsköplum og piparúða. Það er bara ekki rétta framsetningin til að njóta hennar.

En auðvitað þarf lögreglan að fara í það að verja friðsama mótmælendur fyrir ofsóknum misyndismanna. Alveg eins og hún neyðist til að stoppa ofbeldi pörupilta sem slást í hóp með friðsömum mótmælendum.

En þetta ástand er að verða mikið áhyggjuefni.


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð stemming á hátíðahöldunum.

Gott veður og góð stemming við brennuna.

Svo var það nýmæli að áramótaávarpi bæjarstjóra var útvarpað.

Almenn ánægja bæjarbúa og enginn reyndi að trufla ræðuna, enda ekki ástæða til.

 


mbl.is Blíðviðri á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki óþarfi að kjósa?

Ef það má beita valdi til að hindra frelsi annarra og skemma eigur annarra?

Nei, ég er ekki á þeirri skoðun. Það er ekki óþarfi að kjósa sem fyrst.

Það þarf að byggja þetta þjóðfélag upp og tryggja atvinnu og verja lífskjörin.

Óðaverðbólga, atvinnuleysi, hækkandi lánabyrði, spilling og óhamingja er ógnun við þjóðfélag okkar.

Ofbeldi er það líka.

Ég er hissa á því að formennirnir í kryddsíldinni treysta sér ekki til að fordæma allt ofbeldi. Ég er mótfallin ofbeldi og skemmdarverkum og ég veit að forystumenn vinstri grænna eru það líka.

En ef þeir segja ekki sinn hug, gæti það bent til þess að þeir falli í þá gryfju að segja ekki sinn hug til að styggja nú ekki mótmælendur. Það mun síðar koma í bakið á þeim, tel ég.

Verum vinir, án ofbeldis.

 


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast á Seyðisfirði

Það er allt að gerast á Seyðisfirði þessa dagana.

Á sunnudagskvöldið var haldið pókermót og sigurvegari þess var Jón Valur Sigurðsson.

Í gærkvöld var svo haldið jólamót í bridge og þar báru Unnar Jósepsson og Jón H Guðmundsson sigurorð af keppendum sínum.

Á gamlárskvöld verður svo brenna í bænum og flugeldasýning og mun Óli bæjarstjóri rabba við bæjarbúa meðan brennan brennur.

Á nýarsnótt munu bæjarbúar svo fagna nýju ári með samkomum í formi einkasamkvæma um allan bæ.


Framsókn og Samvinnuhugsjónin.

Mér þótti gaman og gott að heyra í framsóknarkonunni Eygló Harðardóttur sem nú er sest á þing tala um samvinnuhugsjónina.

Svo fór ég að hugsa um hvernig helstu fánaberar framsóknar hafa praktíserað samvinnustefnuna undanfarin ár.

Þeir hafa verið í stjórnum samvinnufélaga eða stjórnunarstöðum og stofnað einkafyrirtæki sem þeir eiga (með samvinnufélögunum) og auðgast mjög sjálfir á þeim viðskiptum.

Samvinnutryggingar eru uppþornaðar og flest kaupfélög eru ekki svipur hjá sjón.

Hins vegar eru hin ýmsustu fyrirtæki kaupfélagsstjóranna meðal öflugustu fyrirtækja landsins.

Umhugsunarvert? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 134719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband